Blinda á staðreyndir að tengja hitabylgjuna ekki við hnattræna hlýnun Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2019 14:30 Elín Björk segir muninn sem hitamet hafi verið slegin með undanfarið óvenjulegan. AP/samsett Dæmi voru um að fyrri hitamet hafi verið slegin með allt að þriggja gráðu mun í hitabylgjunni sem gengið hefur yfir Evrópu í vikunni. Íslenskur veðurfræðingur segir afar óvenjulegt að met séu slegin með slíkum mun. Fólk þurfi að vera blint á staðreyndir til að tengja ekki öfgarnar nú við loftslagsbreytingar af völdum manna. Í Þýskalandi (42,6°C), Belgíu (41,8°C) og Lúxemborg (40,7°C) var hitinn í gær sá mesti sem nokkru sinni hefur mælst þar. Sums staðar voru met slegin með sérstaklega miklum mun. Í París var metið slegið með 2,2 gráðu mun samkvæmt tölum frönsku veðurstofunnar. Fyrra metið var 40,4°C en hitinn mældist 42,6°C þar í gær. Munurinn var sums staðar enn meiri, til dæmis í Lille þar sem hann var 2,9 gráður.Hitametin sem féllu í gær féllu með 2,8-3 gráðu mun. Það er ekki eðlilegt. Hér er náttúran að öskra til baka. /Temp records were smashed by 2,8-3 °C in various European countries yesterday's #Europeheatwave https://t.co/PSriGsSd1l— Elin Jonasdottir (@elinbjon) July 26, 2019 Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu Veðurstofu Íslands, segir þennan mun óvenjulegan. Yfirleitt þegar hitamet falla, sérstaklega þegar þau eru há, sé það um einhverjar kommur úr gráðu.Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.„Það að hitamet falli um heila gráðu og heilar gráður á stóru svæði, það er óvenjulegt,“ segir Elín Björk við Vísi en tekur fram að hún geti ekki fullyrt að annað eins hafi aldrei gerst áður. Þetta er önnur hitabylgjan sem gengur yfir Evrópu á þessu sumri en allsherjarhitamet var slegið á Frakklandi í þeirri fyrri í júní. Það met féll ekki að þessu sinni þar sem bylgjan nú var norðar en sú fyrri. Hitabylgjan í júní átti þátt í að gera mánuðinn hlýjasta júnímánuð á jörðinni frá upphafi beinna mælinga. Rætt hefur verið um tengsl loftslagsbreytinga við ákafa hitans. Elín Björk segir að ítrekað hafi verið skrifað í loftslagsfræðum um að jaðartilvikum í veðri sem áður áttu sér ef til vill stað á hálfrar aldar fresti verði tíðari með hnattrænni hlýnun af völdum manna. Þannig telji breska veðurstofan að hitabylgja eins og sú sem gekk yfir í fyrra gerist annað hvort ár um öldina miðja. „Ég held að maður þurfi að vera orðinn ansi blindur á staðreyndir til þess að tengja þessa öfgahitabylgju ekki beint við loftslagsbreytingar,“ segir Elín Björk.Möguleiki á hitameti í Noregi Hitabylgjan sem nú gengur yfir Evrópu hefur náð til Benelúxlandanna, Frakklands, Þýskalands og Bretlands. Heita loftið þokast nú norður álfuna, yfir Skandinavíu, og er jafnvel búist við að hitamet verði slegin í Noregi í dag. Hitinn var kominn yfir þrjátíu gráður í fimm fylkjum Noregs fyrir hádegið.Hitinn raskaði meðal annars lestarferðum á milli Frakklands og Bretlands.Vísir/EPAÞrátt fyrir að hitinn hafi aðeins fallið á meginlandinu er enn hlýtt þar miðað við árstíma. Í staðinn fyrir um og yfir fjörutíu stiga hita eru þar nú á bilinu 35 til 38 gráður. Elín Björk segir að það muni þó um hverja gráðu sem hiti lækkar, ekki síst þar sem loftkælingu sé sjaldnast að finna í rýmum í Evrópu þar sem hennar hefur ekki þótt þörf fyrr en undanfarin ár. Það geti átt þátt í mannskaða sem verður í hitabylgjum í álfunni. Orsakir hitabylgjunnar eru hæðarsvæði í austri og lægð yfir Atlantshafinu sem hafa dælt heitu eyðimerkurlofti frá Sahara norður á bóginn með sterkri sunnanátt. Elín Björk segir að hlýja loftið sé ekki aðeins grunn hafgola heldur nái það í gegnum öll lög andrúmsloftsins. Hæðin hindri ennfremur myndun skýja sem hefðu getað dempað hitann. Þannig nær beint sólarljósið að magna enn upp hitann. „Af því að það er sólríkasti tími ársins, dagurinn hvað lengstur og sól hæst á lofti bætir sólin við því það er ekki skýjað. Hún nær að skína svo mikið og hita upp loftið yfir landi líka,“ segir Elín Björk. Belgía Loftslagsmál Lúxemborg Noregur Þýskaland Tengdar fréttir Hitamet slegið í París og hlýnar enn Varað er við hita í nokkrum löndum á Evrópu og viðbúnaðarstigi lýst yfir. 25. júlí 2019 12:40 Spáir methita víða í Evrópu í annarri hitabylgju sumarsins Rauð viðvörun vegna hita og hættu á kjarreldum er í gildi í nokkrum löndum Evrópu. 24. júlí 2019 07:45 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Dæmi voru um að fyrri hitamet hafi verið slegin með allt að þriggja gráðu mun í hitabylgjunni sem gengið hefur yfir Evrópu í vikunni. Íslenskur veðurfræðingur segir afar óvenjulegt að met séu slegin með slíkum mun. Fólk þurfi að vera blint á staðreyndir til að tengja ekki öfgarnar nú við loftslagsbreytingar af völdum manna. Í Þýskalandi (42,6°C), Belgíu (41,8°C) og Lúxemborg (40,7°C) var hitinn í gær sá mesti sem nokkru sinni hefur mælst þar. Sums staðar voru met slegin með sérstaklega miklum mun. Í París var metið slegið með 2,2 gráðu mun samkvæmt tölum frönsku veðurstofunnar. Fyrra metið var 40,4°C en hitinn mældist 42,6°C þar í gær. Munurinn var sums staðar enn meiri, til dæmis í Lille þar sem hann var 2,9 gráður.Hitametin sem féllu í gær féllu með 2,8-3 gráðu mun. Það er ekki eðlilegt. Hér er náttúran að öskra til baka. /Temp records were smashed by 2,8-3 °C in various European countries yesterday's #Europeheatwave https://t.co/PSriGsSd1l— Elin Jonasdottir (@elinbjon) July 26, 2019 Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu Veðurstofu Íslands, segir þennan mun óvenjulegan. Yfirleitt þegar hitamet falla, sérstaklega þegar þau eru há, sé það um einhverjar kommur úr gráðu.Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.„Það að hitamet falli um heila gráðu og heilar gráður á stóru svæði, það er óvenjulegt,“ segir Elín Björk við Vísi en tekur fram að hún geti ekki fullyrt að annað eins hafi aldrei gerst áður. Þetta er önnur hitabylgjan sem gengur yfir Evrópu á þessu sumri en allsherjarhitamet var slegið á Frakklandi í þeirri fyrri í júní. Það met féll ekki að þessu sinni þar sem bylgjan nú var norðar en sú fyrri. Hitabylgjan í júní átti þátt í að gera mánuðinn hlýjasta júnímánuð á jörðinni frá upphafi beinna mælinga. Rætt hefur verið um tengsl loftslagsbreytinga við ákafa hitans. Elín Björk segir að ítrekað hafi verið skrifað í loftslagsfræðum um að jaðartilvikum í veðri sem áður áttu sér ef til vill stað á hálfrar aldar fresti verði tíðari með hnattrænni hlýnun af völdum manna. Þannig telji breska veðurstofan að hitabylgja eins og sú sem gekk yfir í fyrra gerist annað hvort ár um öldina miðja. „Ég held að maður þurfi að vera orðinn ansi blindur á staðreyndir til þess að tengja þessa öfgahitabylgju ekki beint við loftslagsbreytingar,“ segir Elín Björk.Möguleiki á hitameti í Noregi Hitabylgjan sem nú gengur yfir Evrópu hefur náð til Benelúxlandanna, Frakklands, Þýskalands og Bretlands. Heita loftið þokast nú norður álfuna, yfir Skandinavíu, og er jafnvel búist við að hitamet verði slegin í Noregi í dag. Hitinn var kominn yfir þrjátíu gráður í fimm fylkjum Noregs fyrir hádegið.Hitinn raskaði meðal annars lestarferðum á milli Frakklands og Bretlands.Vísir/EPAÞrátt fyrir að hitinn hafi aðeins fallið á meginlandinu er enn hlýtt þar miðað við árstíma. Í staðinn fyrir um og yfir fjörutíu stiga hita eru þar nú á bilinu 35 til 38 gráður. Elín Björk segir að það muni þó um hverja gráðu sem hiti lækkar, ekki síst þar sem loftkælingu sé sjaldnast að finna í rýmum í Evrópu þar sem hennar hefur ekki þótt þörf fyrr en undanfarin ár. Það geti átt þátt í mannskaða sem verður í hitabylgjum í álfunni. Orsakir hitabylgjunnar eru hæðarsvæði í austri og lægð yfir Atlantshafinu sem hafa dælt heitu eyðimerkurlofti frá Sahara norður á bóginn með sterkri sunnanátt. Elín Björk segir að hlýja loftið sé ekki aðeins grunn hafgola heldur nái það í gegnum öll lög andrúmsloftsins. Hæðin hindri ennfremur myndun skýja sem hefðu getað dempað hitann. Þannig nær beint sólarljósið að magna enn upp hitann. „Af því að það er sólríkasti tími ársins, dagurinn hvað lengstur og sól hæst á lofti bætir sólin við því það er ekki skýjað. Hún nær að skína svo mikið og hita upp loftið yfir landi líka,“ segir Elín Björk.
Belgía Loftslagsmál Lúxemborg Noregur Þýskaland Tengdar fréttir Hitamet slegið í París og hlýnar enn Varað er við hita í nokkrum löndum á Evrópu og viðbúnaðarstigi lýst yfir. 25. júlí 2019 12:40 Spáir methita víða í Evrópu í annarri hitabylgju sumarsins Rauð viðvörun vegna hita og hættu á kjarreldum er í gildi í nokkrum löndum Evrópu. 24. júlí 2019 07:45 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Hitamet slegið í París og hlýnar enn Varað er við hita í nokkrum löndum á Evrópu og viðbúnaðarstigi lýst yfir. 25. júlí 2019 12:40
Spáir methita víða í Evrópu í annarri hitabylgju sumarsins Rauð viðvörun vegna hita og hættu á kjarreldum er í gildi í nokkrum löndum Evrópu. 24. júlí 2019 07:45