Heimsmeistarinn gerir heimildarmynd með leikstjóra Titanic Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. júlí 2019 15:00 Lewis Hamilton vísir/getty Lewis Hamilton er ekki aðeins heimsmeistari í Formúlu 1 heldur er hann líka orðinn framleiðandi í Hollywood. Hamilton tilkynnti í vikunni að hann væri einn af framleiðundum heimildarmyndar James Cameron. Cameron er heimsfrægur leikstjóri og framleiðandi, einna helst þekktur fyrir að hafa leikstýrt Titanic, Avatar og The Terminator. Heimildarmyndin fjallar um veganisma og er talað við þekkta íþróttamenn og leikara sem eru grænkerar. Hamilton hætti að borða dýraafurðir fyrir nokkrum árum. Breski ökuþórinn segir þá ákvörðun að gerast grænkeri hafa átt stóran hlut í hversu vel hann hefur staðið sig í íþrótt sinni á síðustu tímabilum, en hann hefur blómstrað síðustu ár og er nú annar sigursælasti ökuþór sögunnar. „Ég eyði miklum tíma í Los Angeles og þegar ég er þar þá koma upp mörg tækifæri og ég hef setið marga fundi í kvikmyndabransanum,“ sagði hinn 34 ára Hamilton við The Times. „Ég hef mjög mikinn áhuga á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og þegar ég heyrði að James Cameron vildi hafa samband við mig þá stökk ég á tækifærið.“ Arnold Schwarzenegger, Novak Djokovic, Chris Paul og Jackie Chan koma allir fram í myndinni ásamt því að vera á meðal framleiðanda. Áður en Hamilton prýðir skjái heimsbyggðarinnar í myndinni verður hann í eldlínunni á Stöð 2 Sport um helgina þar sem hann tekur þátt í Formúlu 1 kappakstrinum í Þýskalandi. Bein útsending hefst frá tímatökunni klukkan 12:50 á morgun, laugardag, og keppnin sjálf er á sama tíma á sunnudag. Formúla Hollywood Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton er ekki aðeins heimsmeistari í Formúlu 1 heldur er hann líka orðinn framleiðandi í Hollywood. Hamilton tilkynnti í vikunni að hann væri einn af framleiðundum heimildarmyndar James Cameron. Cameron er heimsfrægur leikstjóri og framleiðandi, einna helst þekktur fyrir að hafa leikstýrt Titanic, Avatar og The Terminator. Heimildarmyndin fjallar um veganisma og er talað við þekkta íþróttamenn og leikara sem eru grænkerar. Hamilton hætti að borða dýraafurðir fyrir nokkrum árum. Breski ökuþórinn segir þá ákvörðun að gerast grænkeri hafa átt stóran hlut í hversu vel hann hefur staðið sig í íþrótt sinni á síðustu tímabilum, en hann hefur blómstrað síðustu ár og er nú annar sigursælasti ökuþór sögunnar. „Ég eyði miklum tíma í Los Angeles og þegar ég er þar þá koma upp mörg tækifæri og ég hef setið marga fundi í kvikmyndabransanum,“ sagði hinn 34 ára Hamilton við The Times. „Ég hef mjög mikinn áhuga á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og þegar ég heyrði að James Cameron vildi hafa samband við mig þá stökk ég á tækifærið.“ Arnold Schwarzenegger, Novak Djokovic, Chris Paul og Jackie Chan koma allir fram í myndinni ásamt því að vera á meðal framleiðanda. Áður en Hamilton prýðir skjái heimsbyggðarinnar í myndinni verður hann í eldlínunni á Stöð 2 Sport um helgina þar sem hann tekur þátt í Formúlu 1 kappakstrinum í Þýskalandi. Bein útsending hefst frá tímatökunni klukkan 12:50 á morgun, laugardag, og keppnin sjálf er á sama tíma á sunnudag.
Formúla Hollywood Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira