Heimsmeistarinn gerir heimildarmynd með leikstjóra Titanic Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. júlí 2019 15:00 Lewis Hamilton vísir/getty Lewis Hamilton er ekki aðeins heimsmeistari í Formúlu 1 heldur er hann líka orðinn framleiðandi í Hollywood. Hamilton tilkynnti í vikunni að hann væri einn af framleiðundum heimildarmyndar James Cameron. Cameron er heimsfrægur leikstjóri og framleiðandi, einna helst þekktur fyrir að hafa leikstýrt Titanic, Avatar og The Terminator. Heimildarmyndin fjallar um veganisma og er talað við þekkta íþróttamenn og leikara sem eru grænkerar. Hamilton hætti að borða dýraafurðir fyrir nokkrum árum. Breski ökuþórinn segir þá ákvörðun að gerast grænkeri hafa átt stóran hlut í hversu vel hann hefur staðið sig í íþrótt sinni á síðustu tímabilum, en hann hefur blómstrað síðustu ár og er nú annar sigursælasti ökuþór sögunnar. „Ég eyði miklum tíma í Los Angeles og þegar ég er þar þá koma upp mörg tækifæri og ég hef setið marga fundi í kvikmyndabransanum,“ sagði hinn 34 ára Hamilton við The Times. „Ég hef mjög mikinn áhuga á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og þegar ég heyrði að James Cameron vildi hafa samband við mig þá stökk ég á tækifærið.“ Arnold Schwarzenegger, Novak Djokovic, Chris Paul og Jackie Chan koma allir fram í myndinni ásamt því að vera á meðal framleiðanda. Áður en Hamilton prýðir skjái heimsbyggðarinnar í myndinni verður hann í eldlínunni á Stöð 2 Sport um helgina þar sem hann tekur þátt í Formúlu 1 kappakstrinum í Þýskalandi. Bein útsending hefst frá tímatökunni klukkan 12:50 á morgun, laugardag, og keppnin sjálf er á sama tíma á sunnudag. Formúla Hollywood Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Lewis Hamilton er ekki aðeins heimsmeistari í Formúlu 1 heldur er hann líka orðinn framleiðandi í Hollywood. Hamilton tilkynnti í vikunni að hann væri einn af framleiðundum heimildarmyndar James Cameron. Cameron er heimsfrægur leikstjóri og framleiðandi, einna helst þekktur fyrir að hafa leikstýrt Titanic, Avatar og The Terminator. Heimildarmyndin fjallar um veganisma og er talað við þekkta íþróttamenn og leikara sem eru grænkerar. Hamilton hætti að borða dýraafurðir fyrir nokkrum árum. Breski ökuþórinn segir þá ákvörðun að gerast grænkeri hafa átt stóran hlut í hversu vel hann hefur staðið sig í íþrótt sinni á síðustu tímabilum, en hann hefur blómstrað síðustu ár og er nú annar sigursælasti ökuþór sögunnar. „Ég eyði miklum tíma í Los Angeles og þegar ég er þar þá koma upp mörg tækifæri og ég hef setið marga fundi í kvikmyndabransanum,“ sagði hinn 34 ára Hamilton við The Times. „Ég hef mjög mikinn áhuga á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og þegar ég heyrði að James Cameron vildi hafa samband við mig þá stökk ég á tækifærið.“ Arnold Schwarzenegger, Novak Djokovic, Chris Paul og Jackie Chan koma allir fram í myndinni ásamt því að vera á meðal framleiðanda. Áður en Hamilton prýðir skjái heimsbyggðarinnar í myndinni verður hann í eldlínunni á Stöð 2 Sport um helgina þar sem hann tekur þátt í Formúlu 1 kappakstrinum í Þýskalandi. Bein útsending hefst frá tímatökunni klukkan 12:50 á morgun, laugardag, og keppnin sjálf er á sama tíma á sunnudag.
Formúla Hollywood Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira