Taka á sig aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. júlí 2019 13:10 Fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. Vísir/Vilhelm Gjörgæsluhjúkrunarfræðingur hafa þurft að taka á sig töluverða aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi á hjarta- og lungnadeild Landspítalans en fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. Landlæknir segir brýnt að bætt verði úr ástandinu. Biðin eftir aðgerð geti verið lífsógnandi og þá geti frestun aðgerða skapað sálrænt álag á sjúklinga. Grípa þurfi til fjölþættra aðgerða til að efla mönnun á spítalanum. Fyrr í vikunni var greint frá því að hópur sjúklinga á hjarta- og lungnadeild Landspítalans hefði beðið í allt að fjörutíu daga eftir því að komast í hjartaskurðaðgerð. Gunnar Mýrdal, yfirlæknir á deildinni, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að biðin eftir aðgerð væri mun lengri en öruggt er talið. Ástandið væri óviðunandi og í raun verra en nokkru sinni fyrr. Ástæða þess að fólkið þarf að bíða er skortur á gjörgæslurýmum sem stafar meðal annars af því að það vanti hjúkrunarfræðinga. Í skriflegu frá Ölmu Möller, landlækni, kemur fram að embættið sé meðvitað um þá erfiðu stöðu sem uppi er. Embættið hafi vakið athygli á þessum vanda með sérstöku minnisblaði til heilbrigðisráðuneytisins í apríl 2018 og aftur í desember sama ár. Þá hafi verið vakin athygli á því í minnisblaðinu að meðalbiðtími eftir hjartaaðgerð væri innan almennra viðmiða, sem eru 90 dagar. Hins vegar yrði að hafa í huga að bið eftir hjartaaðgerð geti í vissum tilvikum verið lífsógnandi og jafnframt að frestum slíkra aðgerða geti skapað sálrænt álag á sjúklinga. Alma segir brýnt að úr þessu verði bætt, en rót vandans sé skortur á hjúkrunarfræðingum sem og sjúkraliðum. Einnig skipti vaxandi fjöldi ferðamanna máli og hafi haft veruleg áhrif. Ölmu er kunnugt um að stjórnvöld og stjórnendur spítalans leiti leiða til að efla mönnun. Hún segir þó ljóst að grípa þurfi til fjölþættra aðgerða, þar á meðal að mennta fleiri auk þess að endurskoða kjör og vinnuskipulag. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, staðgengill forstjóra Landspítalans, segir að sett hafi verið af stað aðgerðaráætlun til að bregðast við ástandinu á hjarta- og lungnadeild spítalans. „Við erum að reyna að ganga á þennan biðlista sem er algjörlega óboðlegt að hafa. Það hefur gengið ágætlega og það hafa verið hjartaaðgerðir síðan á sunnudag á hverjum degi.“ Það hafi verið ein aðgerð í morgun og önnur sé á morgun. „Það eru þrír sjúklingar eftir sem bíða aðgerðar sem eru inniliggjandi.“ Guðlaug Rakel segir hjúkrunarfræðinga á gjörgæslunni hafa lagt á sig mikla vinnu. „Við erum að biðja fólk um að vinna meira en vinnuprósentan segir til um til að láta þetta gerast.“ Heilbrigðismál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Gjörgæsluhjúkrunarfræðingur hafa þurft að taka á sig töluverða aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi á hjarta- og lungnadeild Landspítalans en fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. Landlæknir segir brýnt að bætt verði úr ástandinu. Biðin eftir aðgerð geti verið lífsógnandi og þá geti frestun aðgerða skapað sálrænt álag á sjúklinga. Grípa þurfi til fjölþættra aðgerða til að efla mönnun á spítalanum. Fyrr í vikunni var greint frá því að hópur sjúklinga á hjarta- og lungnadeild Landspítalans hefði beðið í allt að fjörutíu daga eftir því að komast í hjartaskurðaðgerð. Gunnar Mýrdal, yfirlæknir á deildinni, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að biðin eftir aðgerð væri mun lengri en öruggt er talið. Ástandið væri óviðunandi og í raun verra en nokkru sinni fyrr. Ástæða þess að fólkið þarf að bíða er skortur á gjörgæslurýmum sem stafar meðal annars af því að það vanti hjúkrunarfræðinga. Í skriflegu frá Ölmu Möller, landlækni, kemur fram að embættið sé meðvitað um þá erfiðu stöðu sem uppi er. Embættið hafi vakið athygli á þessum vanda með sérstöku minnisblaði til heilbrigðisráðuneytisins í apríl 2018 og aftur í desember sama ár. Þá hafi verið vakin athygli á því í minnisblaðinu að meðalbiðtími eftir hjartaaðgerð væri innan almennra viðmiða, sem eru 90 dagar. Hins vegar yrði að hafa í huga að bið eftir hjartaaðgerð geti í vissum tilvikum verið lífsógnandi og jafnframt að frestum slíkra aðgerða geti skapað sálrænt álag á sjúklinga. Alma segir brýnt að úr þessu verði bætt, en rót vandans sé skortur á hjúkrunarfræðingum sem og sjúkraliðum. Einnig skipti vaxandi fjöldi ferðamanna máli og hafi haft veruleg áhrif. Ölmu er kunnugt um að stjórnvöld og stjórnendur spítalans leiti leiða til að efla mönnun. Hún segir þó ljóst að grípa þurfi til fjölþættra aðgerða, þar á meðal að mennta fleiri auk þess að endurskoða kjör og vinnuskipulag. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, staðgengill forstjóra Landspítalans, segir að sett hafi verið af stað aðgerðaráætlun til að bregðast við ástandinu á hjarta- og lungnadeild spítalans. „Við erum að reyna að ganga á þennan biðlista sem er algjörlega óboðlegt að hafa. Það hefur gengið ágætlega og það hafa verið hjartaaðgerðir síðan á sunnudag á hverjum degi.“ Það hafi verið ein aðgerð í morgun og önnur sé á morgun. „Það eru þrír sjúklingar eftir sem bíða aðgerðar sem eru inniliggjandi.“ Guðlaug Rakel segir hjúkrunarfræðinga á gjörgæslunni hafa lagt á sig mikla vinnu. „Við erum að biðja fólk um að vinna meira en vinnuprósentan segir til um til að láta þetta gerast.“
Heilbrigðismál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira