Taka á sig aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. júlí 2019 13:10 Fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. Vísir/Vilhelm Gjörgæsluhjúkrunarfræðingur hafa þurft að taka á sig töluverða aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi á hjarta- og lungnadeild Landspítalans en fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. Landlæknir segir brýnt að bætt verði úr ástandinu. Biðin eftir aðgerð geti verið lífsógnandi og þá geti frestun aðgerða skapað sálrænt álag á sjúklinga. Grípa þurfi til fjölþættra aðgerða til að efla mönnun á spítalanum. Fyrr í vikunni var greint frá því að hópur sjúklinga á hjarta- og lungnadeild Landspítalans hefði beðið í allt að fjörutíu daga eftir því að komast í hjartaskurðaðgerð. Gunnar Mýrdal, yfirlæknir á deildinni, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að biðin eftir aðgerð væri mun lengri en öruggt er talið. Ástandið væri óviðunandi og í raun verra en nokkru sinni fyrr. Ástæða þess að fólkið þarf að bíða er skortur á gjörgæslurýmum sem stafar meðal annars af því að það vanti hjúkrunarfræðinga. Í skriflegu frá Ölmu Möller, landlækni, kemur fram að embættið sé meðvitað um þá erfiðu stöðu sem uppi er. Embættið hafi vakið athygli á þessum vanda með sérstöku minnisblaði til heilbrigðisráðuneytisins í apríl 2018 og aftur í desember sama ár. Þá hafi verið vakin athygli á því í minnisblaðinu að meðalbiðtími eftir hjartaaðgerð væri innan almennra viðmiða, sem eru 90 dagar. Hins vegar yrði að hafa í huga að bið eftir hjartaaðgerð geti í vissum tilvikum verið lífsógnandi og jafnframt að frestum slíkra aðgerða geti skapað sálrænt álag á sjúklinga. Alma segir brýnt að úr þessu verði bætt, en rót vandans sé skortur á hjúkrunarfræðingum sem og sjúkraliðum. Einnig skipti vaxandi fjöldi ferðamanna máli og hafi haft veruleg áhrif. Ölmu er kunnugt um að stjórnvöld og stjórnendur spítalans leiti leiða til að efla mönnun. Hún segir þó ljóst að grípa þurfi til fjölþættra aðgerða, þar á meðal að mennta fleiri auk þess að endurskoða kjör og vinnuskipulag. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, staðgengill forstjóra Landspítalans, segir að sett hafi verið af stað aðgerðaráætlun til að bregðast við ástandinu á hjarta- og lungnadeild spítalans. „Við erum að reyna að ganga á þennan biðlista sem er algjörlega óboðlegt að hafa. Það hefur gengið ágætlega og það hafa verið hjartaaðgerðir síðan á sunnudag á hverjum degi.“ Það hafi verið ein aðgerð í morgun og önnur sé á morgun. „Það eru þrír sjúklingar eftir sem bíða aðgerðar sem eru inniliggjandi.“ Guðlaug Rakel segir hjúkrunarfræðinga á gjörgæslunni hafa lagt á sig mikla vinnu. „Við erum að biðja fólk um að vinna meira en vinnuprósentan segir til um til að láta þetta gerast.“ Heilbrigðismál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Gjörgæsluhjúkrunarfræðingur hafa þurft að taka á sig töluverða aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi á hjarta- og lungnadeild Landspítalans en fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. Landlæknir segir brýnt að bætt verði úr ástandinu. Biðin eftir aðgerð geti verið lífsógnandi og þá geti frestun aðgerða skapað sálrænt álag á sjúklinga. Grípa þurfi til fjölþættra aðgerða til að efla mönnun á spítalanum. Fyrr í vikunni var greint frá því að hópur sjúklinga á hjarta- og lungnadeild Landspítalans hefði beðið í allt að fjörutíu daga eftir því að komast í hjartaskurðaðgerð. Gunnar Mýrdal, yfirlæknir á deildinni, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að biðin eftir aðgerð væri mun lengri en öruggt er talið. Ástandið væri óviðunandi og í raun verra en nokkru sinni fyrr. Ástæða þess að fólkið þarf að bíða er skortur á gjörgæslurýmum sem stafar meðal annars af því að það vanti hjúkrunarfræðinga. Í skriflegu frá Ölmu Möller, landlækni, kemur fram að embættið sé meðvitað um þá erfiðu stöðu sem uppi er. Embættið hafi vakið athygli á þessum vanda með sérstöku minnisblaði til heilbrigðisráðuneytisins í apríl 2018 og aftur í desember sama ár. Þá hafi verið vakin athygli á því í minnisblaðinu að meðalbiðtími eftir hjartaaðgerð væri innan almennra viðmiða, sem eru 90 dagar. Hins vegar yrði að hafa í huga að bið eftir hjartaaðgerð geti í vissum tilvikum verið lífsógnandi og jafnframt að frestum slíkra aðgerða geti skapað sálrænt álag á sjúklinga. Alma segir brýnt að úr þessu verði bætt, en rót vandans sé skortur á hjúkrunarfræðingum sem og sjúkraliðum. Einnig skipti vaxandi fjöldi ferðamanna máli og hafi haft veruleg áhrif. Ölmu er kunnugt um að stjórnvöld og stjórnendur spítalans leiti leiða til að efla mönnun. Hún segir þó ljóst að grípa þurfi til fjölþættra aðgerða, þar á meðal að mennta fleiri auk þess að endurskoða kjör og vinnuskipulag. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, staðgengill forstjóra Landspítalans, segir að sett hafi verið af stað aðgerðaráætlun til að bregðast við ástandinu á hjarta- og lungnadeild spítalans. „Við erum að reyna að ganga á þennan biðlista sem er algjörlega óboðlegt að hafa. Það hefur gengið ágætlega og það hafa verið hjartaaðgerðir síðan á sunnudag á hverjum degi.“ Það hafi verið ein aðgerð í morgun og önnur sé á morgun. „Það eru þrír sjúklingar eftir sem bíða aðgerðar sem eru inniliggjandi.“ Guðlaug Rakel segir hjúkrunarfræðinga á gjörgæslunni hafa lagt á sig mikla vinnu. „Við erum að biðja fólk um að vinna meira en vinnuprósentan segir til um til að láta þetta gerast.“
Heilbrigðismál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira