Meinaður aðgangur á Austur fyrir að vera samkynhneigður: „Ég hugsaði hann hlýtur að vera að djóka“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. júlí 2019 19:30 Ungum samkynhneigðum manni var meinaður aðgangur að skemmtistaðnum Austur um nýliðna helgi vegna kynhneigðar sinnar. Maðurinn segir að honum hafi blöskrað. Hann sé ánægður með viðbrögð staðarins en dyraverðinum sem meinaði honum aðgang var sagt upp. Síðastliðið laugardagskvöld ætlaði Númi Sveinsson, verkfræðinemi, á skemmtistaðinn Austur til að skemmta sér með vinum sínum. Vinir hans voru komnir á undan honum og var hann því einn á leið inn þegar dyravörður staðarins biður hann um skilríki. „Ég er eitthvað að reyna laga eyrnalokkinn minn á meðan ég er að finna skilríkið mitt og þá segir dyravörðurinn við mig „gay’s are not allowed inside eða samkynhneigðir eru ekki leyfðir hér,“ segir Númi. Dyravörðurinn hafi svo spurt hvort hann væri ekki samkynhneigður. „Ég hleyp þarna beint aftur inn í skápinn og segir nei, sem ég sé náttúrulega eftir núna,“ segir Númi en honum leið mjög skringilega eftir atvikið. Hann bað svo vini sína að koma út og þau fóru annað.„Þetta kom ótrúlega mikið á óvart. Ég hugsaði hann hlýtur að vera að djóka,“ segir Númi. Númi kveðst ánægður með viðbrögð forsvarsmanna Austurs í málinu en dyraverðinum var sagt upp störfum og Númi beðinn afsökunar „Þetta var sjokk fyrir okkur. Við stöndum ekki fyrir þetta. Þetta voru mistök einnar manneskju ekki klúbbsins,“ segir Raul Ferreira, framkvæmdastjóri Austurs og bætir við að svona líðist ekki á Austur. „Ég get ekki beðið um neitt meira en að maðurinn sem gerði þetta sé rekinn. Tíminn sem svona hatur á sér stað er bara liðinn,“ segir Númi og bætir við að hann hafi aldrei upplifað fordóma af þessu tagi. „Það eru meira duldir fordómar til dæmis augnglott og þannig,“ segir Númi sem óttast það eftir atvikið að aðrir sem tilheyri jaðarsettari hópnum verði fyrir svo grimmum fordómum. „Ég er í mikilli forréttindastöðu þannig séð, ég tala reiprennandi íslensku og er hvítur karlmaður. Það eru hópar sem eru í mun jaðarsettari stöðu en ég sem eiga erfiðara,“ segir Númi. Hinsegin Næturlíf Reykjavík Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Ungum samkynhneigðum manni var meinaður aðgangur að skemmtistaðnum Austur um nýliðna helgi vegna kynhneigðar sinnar. Maðurinn segir að honum hafi blöskrað. Hann sé ánægður með viðbrögð staðarins en dyraverðinum sem meinaði honum aðgang var sagt upp. Síðastliðið laugardagskvöld ætlaði Númi Sveinsson, verkfræðinemi, á skemmtistaðinn Austur til að skemmta sér með vinum sínum. Vinir hans voru komnir á undan honum og var hann því einn á leið inn þegar dyravörður staðarins biður hann um skilríki. „Ég er eitthvað að reyna laga eyrnalokkinn minn á meðan ég er að finna skilríkið mitt og þá segir dyravörðurinn við mig „gay’s are not allowed inside eða samkynhneigðir eru ekki leyfðir hér,“ segir Númi. Dyravörðurinn hafi svo spurt hvort hann væri ekki samkynhneigður. „Ég hleyp þarna beint aftur inn í skápinn og segir nei, sem ég sé náttúrulega eftir núna,“ segir Númi en honum leið mjög skringilega eftir atvikið. Hann bað svo vini sína að koma út og þau fóru annað.„Þetta kom ótrúlega mikið á óvart. Ég hugsaði hann hlýtur að vera að djóka,“ segir Númi. Númi kveðst ánægður með viðbrögð forsvarsmanna Austurs í málinu en dyraverðinum var sagt upp störfum og Númi beðinn afsökunar „Þetta var sjokk fyrir okkur. Við stöndum ekki fyrir þetta. Þetta voru mistök einnar manneskju ekki klúbbsins,“ segir Raul Ferreira, framkvæmdastjóri Austurs og bætir við að svona líðist ekki á Austur. „Ég get ekki beðið um neitt meira en að maðurinn sem gerði þetta sé rekinn. Tíminn sem svona hatur á sér stað er bara liðinn,“ segir Númi og bætir við að hann hafi aldrei upplifað fordóma af þessu tagi. „Það eru meira duldir fordómar til dæmis augnglott og þannig,“ segir Númi sem óttast það eftir atvikið að aðrir sem tilheyri jaðarsettari hópnum verði fyrir svo grimmum fordómum. „Ég er í mikilli forréttindastöðu þannig séð, ég tala reiprennandi íslensku og er hvítur karlmaður. Það eru hópar sem eru í mun jaðarsettari stöðu en ég sem eiga erfiðara,“ segir Númi.
Hinsegin Næturlíf Reykjavík Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira