Hætta á að atvinnuleysi fari í 28 prósent á næstu fimmtán árum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. júlí 2019 07:00 Friðrik Boði segir að sjálfvæðingin eigi ekki aðeins við um láglaunastörf, störf lögfræðinga og lækna gætu horfið. VR stofnaði nýlega framtíðarnefnd sem mun takast á við fjórðu iðnbyltinguna. Nefndarmaður segir að aðlaga verði vinnumarkaðinn og passa upp á að launafólk njóti góðs af sjálfvæðingunni. Í vor setti VR á laggirnar framtíðarnefnd og tekur hún til starfa í ágúst. Ástæðan er fjórða iðnbyltingin og aukin sjálfvirkni í atvinnulífinu. Friðrik Boði Ólafsson, nefndarmaður og tölvunarfræðingur, segir meginhlutverk framtíðarnefndarinnar að gæta þess að fjórða iðnbyltingin verði ekki aðeins atvinnurekendum til hagsbóta. „Eftir því sem tækninni fleytir fram, á síauknum hraða, verður erfiðara að finna jafnvægi á vinnumarkaði,“ segir Friðrik. „Fjöldi starfa mun glatast og önnur skapast í staðinn. Það þarf að greina hvaða störf þetta eru og aðstoða fólk við að laga sig að því.“ Eiginleg stefnumótun nefndarinnar hefur ekki farið fram en að sögn Friðriks standa vonir til þess að hún muni hafa leiðandi áhrif á störf félagsins á komandi árum. Önnur verkalýðsfélög hafa ekki enn stigið þetta skref en þessi málefni voru þó rædd á síðasta þingi Alþýðusambandsins. Fyrir rúmu ári setti ríkisstjórnin slíka nefnd á laggirnar til að takast á við tæknibreytingar. „Það sem við munum leggja áherslu á er að sjálfvæðingin skili sér í þágu launafólks. Til dæmis í styttingu vinnuvikunnar,“ segir Friðrik. Launaþróun mun einnig horfa til verri vegar fyrir verkafólk verði ekkert að gert, það sýni sagan. „Hraðinn á sjálfvæðingunni núna er hins vegar fordæmalaus og við þurfum að grípa þá sem finna sig ekki í þessu breytta hagkerfi.“ Friðrik segir að einhæf störf séu í mestri hættu á að hverfa fyrst. Þetta eru til dæmis afgreiðslustörf og sú þróun er þegar hafin í stórverslunum, með sjálfsafgreiðslukössum. Hafa ber í huga að afgreiðslufólk hefur í áratugi verið bakbeinið í VR. „Það sem kemur kannski á óvart er að þessi störf eru alls ekki alltaf láglaunastörf,“ segir Friðrik. „Þetta á við um til dæmis fólk sem starfar í lögfræðigeiranum og lækna. Stór hluti þeirra vinnu mun verða sjálfvæddur í framtíðinni.“ Ef störf sem glatast verða mun fleiri en þau sem skapast mun verða mikið atvinnuleysi. Friðrik bendir á að svörtustu spár segi að 28 prósent íslensks vinnumarkaðar eigi verulega á hættu að verða sjálfvæddur á næstu 15 árum og önnur 60 prósent séu í nokkurri hættu. „Hér má ekki myndast samfélag þar sem yfirstéttin þarf ekki á starfsfólki að halda og aðrir verði bæði atvinnulausir og valdalausir,“ segir Friðrik. „Ég sé ekki hvernig hægt er að hafa samfélagslegan stöðugleika með svo hátt atvinnuleysi.“ Leiðir til að takast á við fjórðu iðnbyltinguna, að mati Friðriks, eru endurmenntun og að gefa starfsfólki meiri rödd á vinnustöðunum. Sjálfvæðingin verði að vera innleidd á þann hátt að starfsfólk geti aðlagast henni. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
VR stofnaði nýlega framtíðarnefnd sem mun takast á við fjórðu iðnbyltinguna. Nefndarmaður segir að aðlaga verði vinnumarkaðinn og passa upp á að launafólk njóti góðs af sjálfvæðingunni. Í vor setti VR á laggirnar framtíðarnefnd og tekur hún til starfa í ágúst. Ástæðan er fjórða iðnbyltingin og aukin sjálfvirkni í atvinnulífinu. Friðrik Boði Ólafsson, nefndarmaður og tölvunarfræðingur, segir meginhlutverk framtíðarnefndarinnar að gæta þess að fjórða iðnbyltingin verði ekki aðeins atvinnurekendum til hagsbóta. „Eftir því sem tækninni fleytir fram, á síauknum hraða, verður erfiðara að finna jafnvægi á vinnumarkaði,“ segir Friðrik. „Fjöldi starfa mun glatast og önnur skapast í staðinn. Það þarf að greina hvaða störf þetta eru og aðstoða fólk við að laga sig að því.“ Eiginleg stefnumótun nefndarinnar hefur ekki farið fram en að sögn Friðriks standa vonir til þess að hún muni hafa leiðandi áhrif á störf félagsins á komandi árum. Önnur verkalýðsfélög hafa ekki enn stigið þetta skref en þessi málefni voru þó rædd á síðasta þingi Alþýðusambandsins. Fyrir rúmu ári setti ríkisstjórnin slíka nefnd á laggirnar til að takast á við tæknibreytingar. „Það sem við munum leggja áherslu á er að sjálfvæðingin skili sér í þágu launafólks. Til dæmis í styttingu vinnuvikunnar,“ segir Friðrik. Launaþróun mun einnig horfa til verri vegar fyrir verkafólk verði ekkert að gert, það sýni sagan. „Hraðinn á sjálfvæðingunni núna er hins vegar fordæmalaus og við þurfum að grípa þá sem finna sig ekki í þessu breytta hagkerfi.“ Friðrik segir að einhæf störf séu í mestri hættu á að hverfa fyrst. Þetta eru til dæmis afgreiðslustörf og sú þróun er þegar hafin í stórverslunum, með sjálfsafgreiðslukössum. Hafa ber í huga að afgreiðslufólk hefur í áratugi verið bakbeinið í VR. „Það sem kemur kannski á óvart er að þessi störf eru alls ekki alltaf láglaunastörf,“ segir Friðrik. „Þetta á við um til dæmis fólk sem starfar í lögfræðigeiranum og lækna. Stór hluti þeirra vinnu mun verða sjálfvæddur í framtíðinni.“ Ef störf sem glatast verða mun fleiri en þau sem skapast mun verða mikið atvinnuleysi. Friðrik bendir á að svörtustu spár segi að 28 prósent íslensks vinnumarkaðar eigi verulega á hættu að verða sjálfvæddur á næstu 15 árum og önnur 60 prósent séu í nokkurri hættu. „Hér má ekki myndast samfélag þar sem yfirstéttin þarf ekki á starfsfólki að halda og aðrir verði bæði atvinnulausir og valdalausir,“ segir Friðrik. „Ég sé ekki hvernig hægt er að hafa samfélagslegan stöðugleika með svo hátt atvinnuleysi.“ Leiðir til að takast á við fjórðu iðnbyltinguna, að mati Friðriks, eru endurmenntun og að gefa starfsfólki meiri rödd á vinnustöðunum. Sjálfvæðingin verði að vera innleidd á þann hátt að starfsfólk geti aðlagast henni.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira