Skólinn okkar Sævar Reykjalín skrifar 23. júlí 2019 12:59 Síðan mitt fyrsta barn var skráð í leikskóla hef ég tekið þátt í starfi foreldrafélaga. Hvort sem það er leikskóli, grunnskóli eða hjá íþróttafélaginu þá hefur það verið auðsótt mál að taka þátt. Það er samt eitt sem hefur einkennt starf mitt fyrir foreldrafélög skólanna og það er að á 2 ára fresti koma tillögur frá misvitrum stjórnmálamönnum um að stokka þurfi upp skólastarfi í mínu hverfi. Núna síðast var ekki bara skólinn í mínu hverfi undir, heldur allt skólastarf í norðanverðum Grafarvogi. Þessi endalausa barátta hefur tekið sinn toll enda ætti það ekki að vera aðal viðfangsefni neins íbúa í Reykjavík að tryggja að aðalskipulag hverfisins haldi, að þjónusta við börn sé ekki skert og að búið sé að öryggi og námi barna eins og þau eiga skilið. Stjórnmálamenn tala um það í hvert skipti sem þeir reyna að vega að námi barna minna að það sé gert til að gera námið betra, tryggja „umhverfisvænan skólaasktur“ og að stofna „Nýsköpunarskóla“; allt hugtök sem stjórnmálamenn kasta fram í von um að einfaldir kjósendur líti á sem framfaraskref. Umhverfisvænn skólaakstur er þannig útfærður að leggja á niður skólaakstur í hverfinu. Umhverfisvænna verður það varla! Nýsköpunarskóli gengur út á að fjölga börnum á hvern kennara, láta þau labba lengri vegalengdir í skólann, fækka fermetrum fyrir námið, setja krakka í skúra fyrir utan skólabyggingu og að þrengja enn meir að, jafnvel úthýsa, frístundastarfi. Fyrr í ár söfnuðust á annað þúsund undirskriftir gegn þessum tillögum þannig að ég geti sagt fyrir hönd foreldra í norðanverðum Grafarvogi að við afþökkum pent þessa framtíðarsýn núverandi meirihluta. Nú keppast menn við að reyna að loka einum skóla og þar er öllum brögðum beitt og nú síðast voru lög nr 91/2008 brotin til að hindra eðliega umfjöllun skólaráðs og á því ætlar enginn að taka ábyrgð. Ef lagður væri sami metnaður og orka í að gera skólastarfið í Grafarvogi betra í stað þess að reyna valda stórtjóni þá væri hægt að gera ótrúlega hluti, hægt að vera fyrirmynd annarra sveitafélaga, jafnvel annarra landa. En það þarf að spara, þetta má ekki kosta neitt. Það hefur komið í ljós að viðhald skóla í Reykjavík hefur verið stórkostlega vanrækt og að það mun kosta hundruð milljóna í framkvæmdir á næstu árum. Reykjavíkurborg á í mestum vandræðum með að klára að byggja skólann í Úlfarsárdal og er þeim framkvæmdum sífellt að seinka. Og að lokum þá þarf að byggja nýjan skóla í hverfi formanns skóla- og frístundaráðs en þar á að rísa grunnskóli sem verður minni og fámennari en sá sem þeir vilja nú loka vegna smæðar. Allt kostar þetta peninga, peninga sem taka á frá útsvarsgreiðendum og börnum í Grafarvogi.Höfundur er Reykvíkingur og þriggja barna faðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Sævar Reykjalín Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Síðan mitt fyrsta barn var skráð í leikskóla hef ég tekið þátt í starfi foreldrafélaga. Hvort sem það er leikskóli, grunnskóli eða hjá íþróttafélaginu þá hefur það verið auðsótt mál að taka þátt. Það er samt eitt sem hefur einkennt starf mitt fyrir foreldrafélög skólanna og það er að á 2 ára fresti koma tillögur frá misvitrum stjórnmálamönnum um að stokka þurfi upp skólastarfi í mínu hverfi. Núna síðast var ekki bara skólinn í mínu hverfi undir, heldur allt skólastarf í norðanverðum Grafarvogi. Þessi endalausa barátta hefur tekið sinn toll enda ætti það ekki að vera aðal viðfangsefni neins íbúa í Reykjavík að tryggja að aðalskipulag hverfisins haldi, að þjónusta við börn sé ekki skert og að búið sé að öryggi og námi barna eins og þau eiga skilið. Stjórnmálamenn tala um það í hvert skipti sem þeir reyna að vega að námi barna minna að það sé gert til að gera námið betra, tryggja „umhverfisvænan skólaasktur“ og að stofna „Nýsköpunarskóla“; allt hugtök sem stjórnmálamenn kasta fram í von um að einfaldir kjósendur líti á sem framfaraskref. Umhverfisvænn skólaakstur er þannig útfærður að leggja á niður skólaakstur í hverfinu. Umhverfisvænna verður það varla! Nýsköpunarskóli gengur út á að fjölga börnum á hvern kennara, láta þau labba lengri vegalengdir í skólann, fækka fermetrum fyrir námið, setja krakka í skúra fyrir utan skólabyggingu og að þrengja enn meir að, jafnvel úthýsa, frístundastarfi. Fyrr í ár söfnuðust á annað þúsund undirskriftir gegn þessum tillögum þannig að ég geti sagt fyrir hönd foreldra í norðanverðum Grafarvogi að við afþökkum pent þessa framtíðarsýn núverandi meirihluta. Nú keppast menn við að reyna að loka einum skóla og þar er öllum brögðum beitt og nú síðast voru lög nr 91/2008 brotin til að hindra eðliega umfjöllun skólaráðs og á því ætlar enginn að taka ábyrgð. Ef lagður væri sami metnaður og orka í að gera skólastarfið í Grafarvogi betra í stað þess að reyna valda stórtjóni þá væri hægt að gera ótrúlega hluti, hægt að vera fyrirmynd annarra sveitafélaga, jafnvel annarra landa. En það þarf að spara, þetta má ekki kosta neitt. Það hefur komið í ljós að viðhald skóla í Reykjavík hefur verið stórkostlega vanrækt og að það mun kosta hundruð milljóna í framkvæmdir á næstu árum. Reykjavíkurborg á í mestum vandræðum með að klára að byggja skólann í Úlfarsárdal og er þeim framkvæmdum sífellt að seinka. Og að lokum þá þarf að byggja nýjan skóla í hverfi formanns skóla- og frístundaráðs en þar á að rísa grunnskóli sem verður minni og fámennari en sá sem þeir vilja nú loka vegna smæðar. Allt kostar þetta peninga, peninga sem taka á frá útsvarsgreiðendum og börnum í Grafarvogi.Höfundur er Reykvíkingur og þriggja barna faðir.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun