Trúnaðarmaður getur ekkert fullyrt um ljósbogann Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 23. júlí 2019 10:29 Frá álverinu í Straumsvík. Vísir/Arnar Trúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segist ekki hafa fengið upplýsingar um það hvort svokallaður ljósbogi hafi myndast í einum kerskála álversins í gær. Hann segist þeirrar skoðunar að ef ljósbogi hafi myndast hefðu forsvarsmenn fyrirtækisins átt að senda út fréttatilkynningu þess efnis. Greint var frá því í gær að slökkva hefði þurft á kerskála þrjú í álverinu í Straumsvík í gær. Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi tjáði Vísi í gær að það hefði verið gert vegna óróleika í rekstri skálans sem rakinn er til þess að annað súrál hafi verið notað en venjulega. Lokunin hafi átt að tryggja öryggi starfsmanna.Mbl hafði svo eftir heimildum sínum í gær að svokallaður ljósbogi hefði myndast í kerskálanum. Bjarni Már hefur hingað til ekki viljað tjá sig um ljósbogann við fjölmiðla.Hefur ekki komið á vettvang Reinhold Richter trúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi rætt við samstarfsmenn sína og sé að reyna að afla upplýsinga um málið.Skjáskot af frétt Fréttablaðsins frá 29. júlí 2015.Skjáskot/FréttablaðiðReinhold segir ljóst að eitthvað hafi gerst, en hvort að ljósbogi hafi myndast eða ekki geti hann ekki fullyrt um. Hann hafi jafnframt ekki séð vettvanginn. Ljósbogi myndaðist við skammhlaup í álverinu í Straumsvík í júní árið 2001, í sama kerskála og slökkt var á í gær. Þá brenndust tveir menn alvarlega við gangsetningu á rafgreiningarkerfi. Annar þeirra lést af sárum sínum nokkrum dögum síðar. Þetta er í annað sinn sem kerskála er lokað í álverinu en það gerðist síðast árið 2006 þegar rafmagn fór af kerskála þrjú. Þá var tjónið metið á fjórða milljarða og tók mánuði að koma allri starfsemi aftur í gang. Um þriðjungur álframleiðslu álversins fer fram í skála þrjú. Árið 2015, þegar verkfall starfsmanna álversins var yfirvofandi, sögðu stjórnendur álversins að slökkva yrði á kerskála í verksmiðjunni, kæmi til verkfalla. Var haft eftir þeim í Fréttablaðinu að yrði slökkt á kerskálanum jafngilti það lokun fyrirtækisins. Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Slökkt á kerskála í Straumsvík vegna óróleika Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. 22. júlí 2019 10:08 Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Sjá meira
Trúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segist ekki hafa fengið upplýsingar um það hvort svokallaður ljósbogi hafi myndast í einum kerskála álversins í gær. Hann segist þeirrar skoðunar að ef ljósbogi hafi myndast hefðu forsvarsmenn fyrirtækisins átt að senda út fréttatilkynningu þess efnis. Greint var frá því í gær að slökkva hefði þurft á kerskála þrjú í álverinu í Straumsvík í gær. Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi tjáði Vísi í gær að það hefði verið gert vegna óróleika í rekstri skálans sem rakinn er til þess að annað súrál hafi verið notað en venjulega. Lokunin hafi átt að tryggja öryggi starfsmanna.Mbl hafði svo eftir heimildum sínum í gær að svokallaður ljósbogi hefði myndast í kerskálanum. Bjarni Már hefur hingað til ekki viljað tjá sig um ljósbogann við fjölmiðla.Hefur ekki komið á vettvang Reinhold Richter trúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi rætt við samstarfsmenn sína og sé að reyna að afla upplýsinga um málið.Skjáskot af frétt Fréttablaðsins frá 29. júlí 2015.Skjáskot/FréttablaðiðReinhold segir ljóst að eitthvað hafi gerst, en hvort að ljósbogi hafi myndast eða ekki geti hann ekki fullyrt um. Hann hafi jafnframt ekki séð vettvanginn. Ljósbogi myndaðist við skammhlaup í álverinu í Straumsvík í júní árið 2001, í sama kerskála og slökkt var á í gær. Þá brenndust tveir menn alvarlega við gangsetningu á rafgreiningarkerfi. Annar þeirra lést af sárum sínum nokkrum dögum síðar. Þetta er í annað sinn sem kerskála er lokað í álverinu en það gerðist síðast árið 2006 þegar rafmagn fór af kerskála þrjú. Þá var tjónið metið á fjórða milljarða og tók mánuði að koma allri starfsemi aftur í gang. Um þriðjungur álframleiðslu álversins fer fram í skála þrjú. Árið 2015, þegar verkfall starfsmanna álversins var yfirvofandi, sögðu stjórnendur álversins að slökkva yrði á kerskála í verksmiðjunni, kæmi til verkfalla. Var haft eftir þeim í Fréttablaðinu að yrði slökkt á kerskálanum jafngilti það lokun fyrirtækisins.
Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Slökkt á kerskála í Straumsvík vegna óróleika Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. 22. júlí 2019 10:08 Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Sjá meira
Slökkt á kerskála í Straumsvík vegna óróleika Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. 22. júlí 2019 10:08
Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels