Bretar vilja að Evrópa verndi skip á Persaflóa vegna Írans Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júlí 2019 07:30 Stjórnvöld í Íran eiga nú í erfiðum og eldfimum deilum við Vesturlönd. Nordicphotos/AFP Breska ríkisstjórnin lagði í gær til að Evrópuríki myndu vinna saman að því að slá skjaldborg um evrópsk skip á Persaflóa eftir að Íransstjórn kyrrsetti breska olíuflutningaskipið Stena Impero fyrir helgi. Jeremy Hunt utanríkisráðherra sagði að þetta hugsanlega samstarf myndi snúast um að vernda áhafnir og farm gegn „ólöglegum ríkisstuddum sjóránum Írans“. Kyrrsetningin á Stena Impero er einn nýjasti þátturinn í sífellt eldfimari deilu Írans og Vesturlanda. Bretar kyrrsettu íranska olíuflutningaskipið Grace 1 við Gíbraltar fyrr í mánuðinum vegna meintra brota gegn viðskiptabanni. Deilur Írans og Bandaríkjanna eru öllu erfiðari og eiga rætur sínar í því er Donald Trump forseti rifti JCPOA-kjarnorkusamningnum, sem sjö ríki gerðu við Íran um frystingu kjarnorkuáætlunar gegn afléttingu þvingana árið 2015. Þessi samningur, sem Bandaríkin ein hafa rift þótt Íransstjórn dragi nú vissulega úr fylgni við samningsákvæði, sagði Hunt að væri ástæða þess að Bretar vildu frekar fara Evrópuleiðina en að taka þátt í því að auka efnahagsþrýsting svo mjög á Íran líkt og Trump-stjórnin hefur lagt til. Bretar eru áfram aðili að samningnum og hafa reynt, einkum með Frökkum og Þjóðverjum, að halda Írönum við samningsákvæðin. Það hefur ekki borið árangur og finnst Írönum Evrópuríkin ekki gera nóg til að skýla þeim fyrir nýjum, bandarískum þvingunum. Hunt sagði aukinheldur að Bretar hafi hafnað því að Bandaríkin leiddu verndarverkefnið á Persaflóa. Sagði hann það gert í von um að sem flest ríki tækju þátt og gaf samkvæmt The Guardian þannig í skyn að ýmis Evrópuríki myndu ekki vilja taka þátt ef Bandaríkin væru við stýrið. Ali Rabiei, upplýsingafulltrúi Íransstjórnar, sagði kyrrsetninguna eðlilegt svar. „Þegar þið kyrrsetjið skip ólöglega í Gíbraltar finnst okkur ekki nauðsynlegt að sýna umburðarlyndi á móti. Sum ríki hafa kallað eftir tafarlausri lausn breska skipsins. Við förum fram á að þessi ríki biðji um hið sama fyrir okkar skip.“Meintir dauðadómar Íransstjórn sagði frá því í gær að sautján njósnarar, úr röðum bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hafi verið handteknir og sumir hverjir dæmdir til dauða. Upplýsingamálaráðuneyti landsins sagði, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá, hina meintu njósnara hafa sankað að sér upplýsingum um meðal annars varnar- og kjarnorkumál. Þetta er, samkvæmt Donald Trump Bandaríkjaforseta, helber lygi. „Fregnir af því að Íran hafi handsamað CIA-njósnara eru algjörlega falskar. Núll sannleikur. Bara fleiri lygar og meiri áróður í boði ofsatrúaðrar ógnarstjórnar sem hefur mistekist algjörlega og hefur enga hugmynd um hvað skal gera. Hagkerfið þeirra er dautt og mun versna enn frekar. Íran er í algjöru rugli,“ tísti forsetinn. Samkvæmt Írönum eiga njósnararnir sautján að vera íranskir ríkisborgarar, starfsmenn hers og kjarnorkuvera og ótengdir innbyrðis. „Við höfum borið kennsl á bandaríska og erlenda njósnara á viðkvæmum svæðum og afhent þá dómskerfinu. Landsmenn verða upplýstir um gang mála í heimildarmynd,“ sagði Mahmoud Alavi upplýsingamálaráðherra á sunnudag. Heimildarmyndin var svo sýnt á Press TV í fyrrinótt þar sem greint var frá því að Íranar hafi náð að komast inn í samskipti hinna meintu njósnara. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Íran Tengdar fréttir Theresa May hélt neyðaröryggisfund vegna aðgerða Íran Á fundinum í dag var það meðal annars rætt hvernig eigi að tryggja öryggi olíu- og flutningaskipa sem fara í gegnum Hórmussund, en sundið er mikilvægt fyrir flutning olíubirgða til og frá landshlutanum. 22. júlí 2019 15:19 Íran sakar sautján um njósnir fyrir Bandaríkin og dæmir suma til dauða Greint var frá því að sumir þeirra hafi verið dæmdir til dauða, á meðan annarra bíði langir fangelsisdómar. Ekki liggur fyrir hvenær einstaklingarnir voru handteknir. 22. júlí 2019 11:15 Vita ekki hvaða leiða skal leita Búast má við að breska ríkisstjórnin tilkynni í dag næstu skref varðandi yfirtöku breska herskipsins Stena Imperio, sem Íranir hertóku á föstudag. 22. júlí 2019 06:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Breska ríkisstjórnin lagði í gær til að Evrópuríki myndu vinna saman að því að slá skjaldborg um evrópsk skip á Persaflóa eftir að Íransstjórn kyrrsetti breska olíuflutningaskipið Stena Impero fyrir helgi. Jeremy Hunt utanríkisráðherra sagði að þetta hugsanlega samstarf myndi snúast um að vernda áhafnir og farm gegn „ólöglegum ríkisstuddum sjóránum Írans“. Kyrrsetningin á Stena Impero er einn nýjasti þátturinn í sífellt eldfimari deilu Írans og Vesturlanda. Bretar kyrrsettu íranska olíuflutningaskipið Grace 1 við Gíbraltar fyrr í mánuðinum vegna meintra brota gegn viðskiptabanni. Deilur Írans og Bandaríkjanna eru öllu erfiðari og eiga rætur sínar í því er Donald Trump forseti rifti JCPOA-kjarnorkusamningnum, sem sjö ríki gerðu við Íran um frystingu kjarnorkuáætlunar gegn afléttingu þvingana árið 2015. Þessi samningur, sem Bandaríkin ein hafa rift þótt Íransstjórn dragi nú vissulega úr fylgni við samningsákvæði, sagði Hunt að væri ástæða þess að Bretar vildu frekar fara Evrópuleiðina en að taka þátt í því að auka efnahagsþrýsting svo mjög á Íran líkt og Trump-stjórnin hefur lagt til. Bretar eru áfram aðili að samningnum og hafa reynt, einkum með Frökkum og Þjóðverjum, að halda Írönum við samningsákvæðin. Það hefur ekki borið árangur og finnst Írönum Evrópuríkin ekki gera nóg til að skýla þeim fyrir nýjum, bandarískum þvingunum. Hunt sagði aukinheldur að Bretar hafi hafnað því að Bandaríkin leiddu verndarverkefnið á Persaflóa. Sagði hann það gert í von um að sem flest ríki tækju þátt og gaf samkvæmt The Guardian þannig í skyn að ýmis Evrópuríki myndu ekki vilja taka þátt ef Bandaríkin væru við stýrið. Ali Rabiei, upplýsingafulltrúi Íransstjórnar, sagði kyrrsetninguna eðlilegt svar. „Þegar þið kyrrsetjið skip ólöglega í Gíbraltar finnst okkur ekki nauðsynlegt að sýna umburðarlyndi á móti. Sum ríki hafa kallað eftir tafarlausri lausn breska skipsins. Við förum fram á að þessi ríki biðji um hið sama fyrir okkar skip.“Meintir dauðadómar Íransstjórn sagði frá því í gær að sautján njósnarar, úr röðum bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hafi verið handteknir og sumir hverjir dæmdir til dauða. Upplýsingamálaráðuneyti landsins sagði, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá, hina meintu njósnara hafa sankað að sér upplýsingum um meðal annars varnar- og kjarnorkumál. Þetta er, samkvæmt Donald Trump Bandaríkjaforseta, helber lygi. „Fregnir af því að Íran hafi handsamað CIA-njósnara eru algjörlega falskar. Núll sannleikur. Bara fleiri lygar og meiri áróður í boði ofsatrúaðrar ógnarstjórnar sem hefur mistekist algjörlega og hefur enga hugmynd um hvað skal gera. Hagkerfið þeirra er dautt og mun versna enn frekar. Íran er í algjöru rugli,“ tísti forsetinn. Samkvæmt Írönum eiga njósnararnir sautján að vera íranskir ríkisborgarar, starfsmenn hers og kjarnorkuvera og ótengdir innbyrðis. „Við höfum borið kennsl á bandaríska og erlenda njósnara á viðkvæmum svæðum og afhent þá dómskerfinu. Landsmenn verða upplýstir um gang mála í heimildarmynd,“ sagði Mahmoud Alavi upplýsingamálaráðherra á sunnudag. Heimildarmyndin var svo sýnt á Press TV í fyrrinótt þar sem greint var frá því að Íranar hafi náð að komast inn í samskipti hinna meintu njósnara.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Íran Tengdar fréttir Theresa May hélt neyðaröryggisfund vegna aðgerða Íran Á fundinum í dag var það meðal annars rætt hvernig eigi að tryggja öryggi olíu- og flutningaskipa sem fara í gegnum Hórmussund, en sundið er mikilvægt fyrir flutning olíubirgða til og frá landshlutanum. 22. júlí 2019 15:19 Íran sakar sautján um njósnir fyrir Bandaríkin og dæmir suma til dauða Greint var frá því að sumir þeirra hafi verið dæmdir til dauða, á meðan annarra bíði langir fangelsisdómar. Ekki liggur fyrir hvenær einstaklingarnir voru handteknir. 22. júlí 2019 11:15 Vita ekki hvaða leiða skal leita Búast má við að breska ríkisstjórnin tilkynni í dag næstu skref varðandi yfirtöku breska herskipsins Stena Imperio, sem Íranir hertóku á föstudag. 22. júlí 2019 06:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Theresa May hélt neyðaröryggisfund vegna aðgerða Íran Á fundinum í dag var það meðal annars rætt hvernig eigi að tryggja öryggi olíu- og flutningaskipa sem fara í gegnum Hórmussund, en sundið er mikilvægt fyrir flutning olíubirgða til og frá landshlutanum. 22. júlí 2019 15:19
Íran sakar sautján um njósnir fyrir Bandaríkin og dæmir suma til dauða Greint var frá því að sumir þeirra hafi verið dæmdir til dauða, á meðan annarra bíði langir fangelsisdómar. Ekki liggur fyrir hvenær einstaklingarnir voru handteknir. 22. júlí 2019 11:15
Vita ekki hvaða leiða skal leita Búast má við að breska ríkisstjórnin tilkynni í dag næstu skref varðandi yfirtöku breska herskipsins Stena Imperio, sem Íranir hertóku á föstudag. 22. júlí 2019 06:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent