Skartgripasalar vilja kaupa tennur og bein úr grindhvölunum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. júlí 2019 12:05 Landeigandi hyggst skoða að koma tönnum og beinum úr grindhvölunum í verð. Vísir/Elín margrét Íslenskir skartgripasalar hafa sýnt því áhuga að kaupa tennur og bein úr grindhvölunum sem strönduðu á Löngufjörum í landi Litla-Hrauns á Snæfellsnesi. Landeigandi brýnir fyrir almenningi að það geti verið hættulegt að þvælast um svæðið. Hvalrekinn sem fréttist af í síðustu viku er líklega sá stærsti í rúma þrjá áratugi en á sjötta tug grindhvala liggja nú dauðir í fjörunni á Gömlu-Eyri á Löngufjörum sem er í landi Litla-Hrauns. Þorgrímur Leifsson er annar eigandi jarðarinnar en hann kannaði aðstæður á svæðinu í gær. „Þetta var bara náttúrulega svolítið skrítið og svolítið sorglegt að sjá hvalina þarna með litlu kálfana við hliðina,“ segir Þorgrímur. Sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnun hyggjast fara með þyrlu Landhelgisgæslunnar á morgun til kanna aðstæður á svæðinu á morgun og taka sýni. Ekki stendur til að urða dýrin að sögn Þorgríms.Bæði kálfar og fullorðnir grindhvalir strönduðu á Löngufjörum.„Við höfum hugsað okkur að fara og taka tennurnar úr þeim, svo bíðum við eftir að beinin sýni sig og sjáum hvað við gerum við þau. Það var skartgripasali sem hafði samband við mig og vill fá bein og tennur,“ segir Þorgrímur. Hann kveðst þó ekki vita á þessari stundu um hvers virði tennurnar og beinin séu, en skartgripasali í miðborg Reykjavíkur hafi lýst áhuga fyrir að kaupa allt saman. Þorgrímur segir að þónokkur umferð hafi verið á svæðinu í gær. „Þegar ég kom í gær þá voru átta flugvélar og jeppar og mótorhjól og fullt af fólki.“ Hann ítrekar að það geti verið varhugavert að leggja leið sína á svæðið. „Ég held að það sé nú ekki óhætt fyrir alla að fara þarna. Það þarf að vera kunnugur til að komast þarna niður eftir. Það þarf að bera virðingu fyrir sjónum,“ útskýrir Þorgrímur. „Þetta er nú ekki ætlunin að fá almenning þarna niður eftir, það er stórhættulegt að fara þarna raunverulega.“ Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08 Aðhafast ekkert vegna grindhvalanna á Löngufjörum Sveitarfélagið Borgarbyggð hyggst ekkert aðhafast vegna grindhvalanna sem rak á land á Löngufjörum. Það sé torfærið og geti verið hættulegt. 19. júlí 2019 20:36 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Íslenskir skartgripasalar hafa sýnt því áhuga að kaupa tennur og bein úr grindhvölunum sem strönduðu á Löngufjörum í landi Litla-Hrauns á Snæfellsnesi. Landeigandi brýnir fyrir almenningi að það geti verið hættulegt að þvælast um svæðið. Hvalrekinn sem fréttist af í síðustu viku er líklega sá stærsti í rúma þrjá áratugi en á sjötta tug grindhvala liggja nú dauðir í fjörunni á Gömlu-Eyri á Löngufjörum sem er í landi Litla-Hrauns. Þorgrímur Leifsson er annar eigandi jarðarinnar en hann kannaði aðstæður á svæðinu í gær. „Þetta var bara náttúrulega svolítið skrítið og svolítið sorglegt að sjá hvalina þarna með litlu kálfana við hliðina,“ segir Þorgrímur. Sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnun hyggjast fara með þyrlu Landhelgisgæslunnar á morgun til kanna aðstæður á svæðinu á morgun og taka sýni. Ekki stendur til að urða dýrin að sögn Þorgríms.Bæði kálfar og fullorðnir grindhvalir strönduðu á Löngufjörum.„Við höfum hugsað okkur að fara og taka tennurnar úr þeim, svo bíðum við eftir að beinin sýni sig og sjáum hvað við gerum við þau. Það var skartgripasali sem hafði samband við mig og vill fá bein og tennur,“ segir Þorgrímur. Hann kveðst þó ekki vita á þessari stundu um hvers virði tennurnar og beinin séu, en skartgripasali í miðborg Reykjavíkur hafi lýst áhuga fyrir að kaupa allt saman. Þorgrímur segir að þónokkur umferð hafi verið á svæðinu í gær. „Þegar ég kom í gær þá voru átta flugvélar og jeppar og mótorhjól og fullt af fólki.“ Hann ítrekar að það geti verið varhugavert að leggja leið sína á svæðið. „Ég held að það sé nú ekki óhætt fyrir alla að fara þarna. Það þarf að vera kunnugur til að komast þarna niður eftir. Það þarf að bera virðingu fyrir sjónum,“ útskýrir Þorgrímur. „Þetta er nú ekki ætlunin að fá almenning þarna niður eftir, það er stórhættulegt að fara þarna raunverulega.“
Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08 Aðhafast ekkert vegna grindhvalanna á Löngufjörum Sveitarfélagið Borgarbyggð hyggst ekkert aðhafast vegna grindhvalanna sem rak á land á Löngufjörum. Það sé torfærið og geti verið hættulegt. 19. júlí 2019 20:36 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12
Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20
Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08
Aðhafast ekkert vegna grindhvalanna á Löngufjörum Sveitarfélagið Borgarbyggð hyggst ekkert aðhafast vegna grindhvalanna sem rak á land á Löngufjörum. Það sé torfærið og geti verið hættulegt. 19. júlí 2019 20:36