Segir umræðu um tjáningarfrelsi forréttindamiðaða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifa 21. júlí 2019 13:03 Eyrún Eyþórsdóttir, aðjúnkt í lögreglufræðum, segir að auka þurfi fræðslu og umræðu í samfélaginu um hatursglæpi. Lög um hatursorðræðu voru sett á árið 1973 og eru því ekki ný af nálinni bendir fyrrverandi lögreglufulltrúi á, sem áður stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fólk hugsi þetta oft sem eitthvað nýtilkomið hugtak en að svo sé ekki. Að hennar mati þurfi að skýra lögin hvað varðar haturorðræðu, haturstjáningu og hatursglæpi. Þunn lína sé á milli þess að vera með fordóma eða haturstjáningu. Umræðan um hatursorðræðu spratt upp eftir að lögreglan fékk til rannsóknar mál þriggja múslímskra kvenna sem áreittar voru í verslunarkjarna í Breiðholti í síðustu viku, vegna uppruna síns. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þær, elt þær út á bílastæði og hrópað á þær að þær skyldu fara úr búrkunum og að þær ættu ekki heima á Íslandi. Lögreglan rannsakar málið sem hatursglæp. Eyrún Eyþórsdóttir, fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé bannað með lögum að vera með fordóma eða tjá sig á neikvæðan hátt um einhvern. Munur sé milli haturorðræðu og tjáningarfrelsis. „Með þessum lögum er verið að reyna að fanga þegar þessi neikvæðu viðhorf eru komin í almannarými og sett fram með neikvæðum hætti. Þetta er orðið brot þegar annað hvort er verið að upphefja einn hóp fram yfir annan eða þegar verið er að rógbera og smána. Fyrr á árinu lagði Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, fram frumvarp að þrengja ætti gildissvið laga um haturorðræðu. Eyrún telur að þar hafi of mikil áhersla verið lögð á tjáningarfrelsi en allt of lítið rætt um afleiðingar haturstjáningar. „Mér finnst þessi umræða um tjáningarfrelsi vera forréttindamiðuð. Hún snýst alltaf um þennan rétt fólks til og verið er að setja það fram með þeim hætti að þín frjálsa tjáning sé mikilvægari en réttindi fólks til friðhelgi einkalífsins.“ „Það þarf enginn að tjá sig með hatursfullum hætti. Það er hægt að segja alla hluti án þess að beina því beint gegn fólki með hatursfullum hætti gagnvart fólki sem er kannski jaðarsett eða í viðkvæmri stöðu í samfélaginu, sagði Eyrún.“ Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18 Segir lögreglu skorta skilning á hatursglæpum Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skortir skilning á mikilvægi málaflokksins um hatursglæpi. Þetta segir fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild embættisins. 16. júlí 2019 22:41 Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45 Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. 16. júlí 2019 16:15 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Lög um hatursorðræðu voru sett á árið 1973 og eru því ekki ný af nálinni bendir fyrrverandi lögreglufulltrúi á, sem áður stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fólk hugsi þetta oft sem eitthvað nýtilkomið hugtak en að svo sé ekki. Að hennar mati þurfi að skýra lögin hvað varðar haturorðræðu, haturstjáningu og hatursglæpi. Þunn lína sé á milli þess að vera með fordóma eða haturstjáningu. Umræðan um hatursorðræðu spratt upp eftir að lögreglan fékk til rannsóknar mál þriggja múslímskra kvenna sem áreittar voru í verslunarkjarna í Breiðholti í síðustu viku, vegna uppruna síns. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þær, elt þær út á bílastæði og hrópað á þær að þær skyldu fara úr búrkunum og að þær ættu ekki heima á Íslandi. Lögreglan rannsakar málið sem hatursglæp. Eyrún Eyþórsdóttir, fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé bannað með lögum að vera með fordóma eða tjá sig á neikvæðan hátt um einhvern. Munur sé milli haturorðræðu og tjáningarfrelsis. „Með þessum lögum er verið að reyna að fanga þegar þessi neikvæðu viðhorf eru komin í almannarými og sett fram með neikvæðum hætti. Þetta er orðið brot þegar annað hvort er verið að upphefja einn hóp fram yfir annan eða þegar verið er að rógbera og smána. Fyrr á árinu lagði Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, fram frumvarp að þrengja ætti gildissvið laga um haturorðræðu. Eyrún telur að þar hafi of mikil áhersla verið lögð á tjáningarfrelsi en allt of lítið rætt um afleiðingar haturstjáningar. „Mér finnst þessi umræða um tjáningarfrelsi vera forréttindamiðuð. Hún snýst alltaf um þennan rétt fólks til og verið er að setja það fram með þeim hætti að þín frjálsa tjáning sé mikilvægari en réttindi fólks til friðhelgi einkalífsins.“ „Það þarf enginn að tjá sig með hatursfullum hætti. Það er hægt að segja alla hluti án þess að beina því beint gegn fólki með hatursfullum hætti gagnvart fólki sem er kannski jaðarsett eða í viðkvæmri stöðu í samfélaginu, sagði Eyrún.“
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18 Segir lögreglu skorta skilning á hatursglæpum Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skortir skilning á mikilvægi málaflokksins um hatursglæpi. Þetta segir fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild embættisins. 16. júlí 2019 22:41 Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45 Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. 16. júlí 2019 16:15 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18
Segir lögreglu skorta skilning á hatursglæpum Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skortir skilning á mikilvægi málaflokksins um hatursglæpi. Þetta segir fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild embættisins. 16. júlí 2019 22:41
Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45
Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. 16. júlí 2019 16:15
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?