
Bjarni og eistun
Ekki alltaf klúryrði
Laugardaginn 5. nóvember árið 1977 kom lögreglukona auga á plötu hljómsveitarinnar Sex Pistols í glugga Virgin hljómplötuverslunar í Nottingham á Englandi. Lögreglukonan gekk inn í búðina og gerði verslunarstjóranum að fjarlægja plötuna „Never mind the bollocks“ úr glugganum. Hún hélt því fram að orðið „bollocks“ í titlinum, sem útleggst sem eistu á íslensku, bryti í bága við lög um ósiðlegar auglýsingar frá árinu 1899. Verslunarstjórinn hlýddi en stillti plötunni út á ný þegar lögreglukonan var farin. Lögreglukonan sneri aftur með liðsauka og verslunarstjórinn var handtekinn.
Málið var tekið fyrir í sakadómi Nottingham þremur vikum síðar. Stjörnulögmaðurinn John Mortimer var verjandi verslunarstjórans og fylgdust fjölmiðlar með málinu af ákafa. Í vörn sinni færði Mortimer rök fyrir því að það væru alls ekki dónar sem hefðu einkarétt á notkun orðsins „bollocks“. Orðið ætti sér langa sögu, bæri mismunandi merkingu eftir samhengi og væri ekki alltaf klúryrði. Deildarstjóri enskudeildar Háskólans í Nottingham bar vitni fyrir dómnum. Sagði hann að um árið 1000 hefði „bollocks“ verið notað um litla hringlaga hluti. Í fornensku hefði orðið verið notað yfir presta sem töluðu tóma vitleysu. Það væri í merkingunni „vitleysa“ sem orðið væri notað á plötuumslagi Sex Pistols en rík hefð væri fyrir slíkri notkun í almennu máli.
„Í hvers konar landi búum við ef stjórnmálamaður heimsækir Nottingham, talar yfir hópi fólks í miðbænum og einhver hrópar „bollocks“?“ spurði John Mortimer í dómssal. „Viljum við að viðkomandi sé handtekinn eða viljum við búa í landi þar sem við megum vera stolt af engilsaxneskri tungu okkar? Viljum við að tungumálið sé vasklegt og þróttmikið eða útþynnt og aumt?“
Rökstuddur grunur
Eins og frægt er orðið komst siðanefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefði brotið siðareglur þingsins þegar hún notaði orðalagið „rökstuddur grunur“ í tengslum við ásakanir um að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði dregið sér fé í formi aksturskostnaðar.
Jón Ólafsson, heimspekingur og prófessor við Háskóla Íslands sem fór fyrir starfshópi ríkisstjórnarinnar um eflingu trausts á stjórnmálum, gagnrýndi siðanefnd Alþingis fyrir að hafa túlkað orðalag Þórhildar Sunnu með einstrengingslegum hætti. „Siðanefnd Alþingis kýs að skilja orðin „rökstuddur grunur“ svo, að þau hljóti að hafa þá tilteknu lögfræðilegu merkingu.“ Jón bætti við: „En lögfræðileg merking þessa orðasambands trompar alls ekki hversdagslega merkingu orðanna rök og grunur í pólitískum umræðum.“
Árið 1977 hafnaði sakadómur Nottingham einstrengingslegri túlkun lögfræðinga á orðinu „bollocks“. Verslunarstjóri hljómplötuverslunarinnar var sýknaður af öllum ákæruliðum.
Tungumál eru lifandi. Þau taka stöðugum breytingum. Með ummælum sínum í vikunni innsiglaði Bjarni Benediktsson – með skætingi – tangarhald lögfræðinga á orðasambandinu „rökstuddur grunur“.
Það er firra að ætla að lögfræðingar eigi einir orðasamband sem hefur skýra merkingu í almennu tali. „Rökstuddur grunur“ þýðir einfaldlega að einhver telji sig hafa vísbendingar fyrir einhverju. Ég fullyrði því hér með að „rökstuddur grunur“ sé um að röklaus veruleikinn inni á hinu háa Alþingi Íslendinga sé ríkisstyrktur farsi, innblásinn af leikhúsi fáránleikans.
Skoðun

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar