Bjarni og eistun Sif Sigmarsdóttir skrifar 20. júlí 2019 07:45 Í ekki-fréttum er þetta helst: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var kjörinn varaformaður bankaráðs Asíska innviðafjárfestingarbankans um síðustu helgi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, velti vöngum yfir því hvort slíkt samrýmdist siðareglum ráðherra. Bjarni brást ókvæða við: „Það er með miklum ólíkindum að sjá vangaveltur um brot á siðareglum ráðherra af þessu tilefni. Það vantar bara að menn segist hafa um það rökstuddan grun.“ Ekki alltaf klúryrði Laugardaginn 5. nóvember árið 1977 kom lögreglukona auga á plötu hljómsveitarinnar Sex Pistols í glugga Virgin hljómplötuverslunar í Nottingham á Englandi. Lögreglukonan gekk inn í búðina og gerði verslunarstjóranum að fjarlægja plötuna „Never mind the bollocks“ úr glugganum. Hún hélt því fram að orðið „bollocks“ í titlinum, sem útleggst sem eistu á íslensku, bryti í bága við lög um ósiðlegar auglýsingar frá árinu 1899. Verslunarstjórinn hlýddi en stillti plötunni út á ný þegar lögreglukonan var farin. Lögreglukonan sneri aftur með liðsauka og verslunarstjórinn var handtekinn. Málið var tekið fyrir í sakadómi Nottingham þremur vikum síðar. Stjörnulögmaðurinn John Mortimer var verjandi verslunarstjórans og fylgdust fjölmiðlar með málinu af ákafa. Í vörn sinni færði Mortimer rök fyrir því að það væru alls ekki dónar sem hefðu einkarétt á notkun orðsins „bollocks“. Orðið ætti sér langa sögu, bæri mismunandi merkingu eftir samhengi og væri ekki alltaf klúryrði. Deildarstjóri enskudeildar Háskólans í Nottingham bar vitni fyrir dómnum. Sagði hann að um árið 1000 hefði „bollocks“ verið notað um litla hringlaga hluti. Í fornensku hefði orðið verið notað yfir presta sem töluðu tóma vitleysu. Það væri í merkingunni „vitleysa“ sem orðið væri notað á plötuumslagi Sex Pistols en rík hefð væri fyrir slíkri notkun í almennu máli. „Í hvers konar landi búum við ef stjórnmálamaður heimsækir Nottingham, talar yfir hópi fólks í miðbænum og einhver hrópar „bollocks“?“ spurði John Mortimer í dómssal. „Viljum við að viðkomandi sé handtekinn eða viljum við búa í landi þar sem við megum vera stolt af engilsaxneskri tungu okkar? Viljum við að tungumálið sé vasklegt og þróttmikið eða útþynnt og aumt?“ Rökstuddur grunur Eins og frægt er orðið komst siðanefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefði brotið siðareglur þingsins þegar hún notaði orðalagið „rökstuddur grunur“ í tengslum við ásakanir um að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði dregið sér fé í formi aksturskostnaðar. Jón Ólafsson, heimspekingur og prófessor við Háskóla Íslands sem fór fyrir starfshópi ríkisstjórnarinnar um eflingu trausts á stjórnmálum, gagnrýndi siðanefnd Alþingis fyrir að hafa túlkað orðalag Þórhildar Sunnu með einstrengingslegum hætti. „Siðanefnd Alþingis kýs að skilja orðin „rökstuddur grunur“ svo, að þau hljóti að hafa þá tilteknu lögfræðilegu merkingu.“ Jón bætti við: „En lögfræðileg merking þessa orðasambands trompar alls ekki hversdagslega merkingu orðanna rök og grunur í pólitískum umræðum.“ Árið 1977 hafnaði sakadómur Nottingham einstrengingslegri túlkun lögfræðinga á orðinu „bollocks“. Verslunarstjóri hljómplötuverslunarinnar var sýknaður af öllum ákæruliðum. Tungumál eru lifandi. Þau taka stöðugum breytingum. Með ummælum sínum í vikunni innsiglaði Bjarni Benediktsson – með skætingi – tangarhald lögfræðinga á orðasambandinu „rökstuddur grunur“. Það er firra að ætla að lögfræðingar eigi einir orðasamband sem hefur skýra merkingu í almennu tali. „Rökstuddur grunur“ þýðir einfaldlega að einhver telji sig hafa vísbendingar fyrir einhverju. Ég fullyrði því hér með að „rökstuddur grunur“ sé um að röklaus veruleikinn inni á hinu háa Alþingi Íslendinga sé ríkisstyrktur farsi, innblásinn af leikhúsi fáránleikans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Í ekki-fréttum er þetta helst: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var kjörinn varaformaður bankaráðs Asíska innviðafjárfestingarbankans um síðustu helgi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, velti vöngum yfir því hvort slíkt samrýmdist siðareglum ráðherra. Bjarni brást ókvæða við: „Það er með miklum ólíkindum að sjá vangaveltur um brot á siðareglum ráðherra af þessu tilefni. Það vantar bara að menn segist hafa um það rökstuddan grun.“ Ekki alltaf klúryrði Laugardaginn 5. nóvember árið 1977 kom lögreglukona auga á plötu hljómsveitarinnar Sex Pistols í glugga Virgin hljómplötuverslunar í Nottingham á Englandi. Lögreglukonan gekk inn í búðina og gerði verslunarstjóranum að fjarlægja plötuna „Never mind the bollocks“ úr glugganum. Hún hélt því fram að orðið „bollocks“ í titlinum, sem útleggst sem eistu á íslensku, bryti í bága við lög um ósiðlegar auglýsingar frá árinu 1899. Verslunarstjórinn hlýddi en stillti plötunni út á ný þegar lögreglukonan var farin. Lögreglukonan sneri aftur með liðsauka og verslunarstjórinn var handtekinn. Málið var tekið fyrir í sakadómi Nottingham þremur vikum síðar. Stjörnulögmaðurinn John Mortimer var verjandi verslunarstjórans og fylgdust fjölmiðlar með málinu af ákafa. Í vörn sinni færði Mortimer rök fyrir því að það væru alls ekki dónar sem hefðu einkarétt á notkun orðsins „bollocks“. Orðið ætti sér langa sögu, bæri mismunandi merkingu eftir samhengi og væri ekki alltaf klúryrði. Deildarstjóri enskudeildar Háskólans í Nottingham bar vitni fyrir dómnum. Sagði hann að um árið 1000 hefði „bollocks“ verið notað um litla hringlaga hluti. Í fornensku hefði orðið verið notað yfir presta sem töluðu tóma vitleysu. Það væri í merkingunni „vitleysa“ sem orðið væri notað á plötuumslagi Sex Pistols en rík hefð væri fyrir slíkri notkun í almennu máli. „Í hvers konar landi búum við ef stjórnmálamaður heimsækir Nottingham, talar yfir hópi fólks í miðbænum og einhver hrópar „bollocks“?“ spurði John Mortimer í dómssal. „Viljum við að viðkomandi sé handtekinn eða viljum við búa í landi þar sem við megum vera stolt af engilsaxneskri tungu okkar? Viljum við að tungumálið sé vasklegt og þróttmikið eða útþynnt og aumt?“ Rökstuddur grunur Eins og frægt er orðið komst siðanefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefði brotið siðareglur þingsins þegar hún notaði orðalagið „rökstuddur grunur“ í tengslum við ásakanir um að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði dregið sér fé í formi aksturskostnaðar. Jón Ólafsson, heimspekingur og prófessor við Háskóla Íslands sem fór fyrir starfshópi ríkisstjórnarinnar um eflingu trausts á stjórnmálum, gagnrýndi siðanefnd Alþingis fyrir að hafa túlkað orðalag Þórhildar Sunnu með einstrengingslegum hætti. „Siðanefnd Alþingis kýs að skilja orðin „rökstuddur grunur“ svo, að þau hljóti að hafa þá tilteknu lögfræðilegu merkingu.“ Jón bætti við: „En lögfræðileg merking þessa orðasambands trompar alls ekki hversdagslega merkingu orðanna rök og grunur í pólitískum umræðum.“ Árið 1977 hafnaði sakadómur Nottingham einstrengingslegri túlkun lögfræðinga á orðinu „bollocks“. Verslunarstjóri hljómplötuverslunarinnar var sýknaður af öllum ákæruliðum. Tungumál eru lifandi. Þau taka stöðugum breytingum. Með ummælum sínum í vikunni innsiglaði Bjarni Benediktsson – með skætingi – tangarhald lögfræðinga á orðasambandinu „rökstuddur grunur“. Það er firra að ætla að lögfræðingar eigi einir orðasamband sem hefur skýra merkingu í almennu tali. „Rökstuddur grunur“ þýðir einfaldlega að einhver telji sig hafa vísbendingar fyrir einhverju. Ég fullyrði því hér með að „rökstuddur grunur“ sé um að röklaus veruleikinn inni á hinu háa Alþingi Íslendinga sé ríkisstyrktur farsi, innblásinn af leikhúsi fáránleikans.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun