Kvenfélagskonur kanna hvort þær eigi hlut í Landsvirkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 31. júlí 2019 21:29 Þórunn Oddsdóttir, fyrrverandi formaður Kvenfélags Grímsneshrepps. Viðtalið var tekið við Steingrímsstöð. Stöð 2/Einar Árnason. Kvenfélagskonur í Grímsnesi kanna nú hvort verið geti að Kvenfélag Grímsneshrepps eigi rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. Ástæðan eru gögn sem komið hafa í ljós um að Kvenfélagið hafi fyrir nærri sjötíu árum samþykkt að kaupa hlut í Sogsvirkjunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2.Frá Írafossvirkjun. Fjær er Ljósafossvirkjun. Sjá má að vatn er á báðum fossum, sem ekki er algengt.Stöð 2/Einar Árnason.Þrjár virkjanir teljast til Sogsvirkjana í dag, Ljósafossvirkjun frá 1937, Írafossvirkjun frá 1953 og Steingrímsstöð frá 1959. Árið 1966 voru Sogsvirkjanir lagðar inn í Landsvirkjun, sem hluti af stofnframlagi eigenda. Heima í héraði spyrja menn sig nú hvort Kvenfélag Grímsneshrepps hafi fimmtán árum áður, árið 1951, keypt hlut í Sogsvirkjunum.Kvennanna kjarkur og þor, heitir bókin um 100 ára sögu Kvenfélags Grímsneshrepps.Þórunn Oddsdóttir bjó lengi við Steingrímsstöð en hún er fyrrverandi formaður Kvenfélags Grímsneshrepps. Félagið fagnar 100 ára afmæli í ár og af því tilefni hafa Kvenfélagskonur gefið út bók um sögu félagsins. Þar er sagt frá ákvörðun stjórnar Kvenfélagsins um að kaupa hlutabréf í Sogsvirkjun. „Já, það keypti hlutabréf í Sogsvirkjunum fyrir 5.000 krónur árið 1951 og vildu efla.. - sem sagt koma að því þannig að það myndi flýta fyrir að bæirnir fengju rafmagn, - til að létta störf húsmæðranna og kvennanna,“ segir Þórunn. -En hefur þessi hlutur einhvern tímann verið greiddur og keyptur af Kvenfélaginu? „Því miður, þá hef ég ekki grafið þá sögu upp. Ég veit það ekki,“ svarar Þórunn. Núverandi formaður Kvenfélags Grímsneshrepps, Laufey Guðmundsdóttir, segir þetta mál aldeilis hafa virkjað forvitni Kvenfélagskvenna. Þær hyggist núna grafa í gögnum á Héraðsskjalasafninu og leita að reikningum félagsins frá þessum árum til að sjá hvað raunverulega hafi verið framkvæmt.Kaflinn um ákvörðun stjórnar Kvenfélagsins vorið 1951.Laufey segir það aldeilis sögu til næsta bæjar ef þær væru hluthafar í Landsvirkjun og ættu rétt á arði, sem hún segir að myndi að sjálfsögðu fara beint inn í samfélagið aftur. -En getur ekki verið að Kvenfélagið eigi hreinlega þennan hlut ennþá? Það sé eignaraðili að Landsvirkjun á móti ríkinu? „Ég væri nú bara gaman að grafa það upp,“ svarar Þórunn og hlær. -Kvenfélag Grímsneshrepps gæti þá verið ríkasta kvenfélag á Íslandi? „Ekki spurning, ef svo er.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grímsnes- og Grafningshreppur Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Arðgreiðsla til eigenda Landsvirkjunar um 4,25 milljarðar króna Jónas Þór Guðmundsson var endurkjörinn stjórnarformaður Landsvirkjunar fyrr í dag. 4. apríl 2019 17:19 Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Kvenfélagskonur í Grímsnesi kanna nú hvort verið geti að Kvenfélag Grímsneshrepps eigi rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. Ástæðan eru gögn sem komið hafa í ljós um að Kvenfélagið hafi fyrir nærri sjötíu árum samþykkt að kaupa hlut í Sogsvirkjunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2.Frá Írafossvirkjun. Fjær er Ljósafossvirkjun. Sjá má að vatn er á báðum fossum, sem ekki er algengt.Stöð 2/Einar Árnason.Þrjár virkjanir teljast til Sogsvirkjana í dag, Ljósafossvirkjun frá 1937, Írafossvirkjun frá 1953 og Steingrímsstöð frá 1959. Árið 1966 voru Sogsvirkjanir lagðar inn í Landsvirkjun, sem hluti af stofnframlagi eigenda. Heima í héraði spyrja menn sig nú hvort Kvenfélag Grímsneshrepps hafi fimmtán árum áður, árið 1951, keypt hlut í Sogsvirkjunum.Kvennanna kjarkur og þor, heitir bókin um 100 ára sögu Kvenfélags Grímsneshrepps.Þórunn Oddsdóttir bjó lengi við Steingrímsstöð en hún er fyrrverandi formaður Kvenfélags Grímsneshrepps. Félagið fagnar 100 ára afmæli í ár og af því tilefni hafa Kvenfélagskonur gefið út bók um sögu félagsins. Þar er sagt frá ákvörðun stjórnar Kvenfélagsins um að kaupa hlutabréf í Sogsvirkjun. „Já, það keypti hlutabréf í Sogsvirkjunum fyrir 5.000 krónur árið 1951 og vildu efla.. - sem sagt koma að því þannig að það myndi flýta fyrir að bæirnir fengju rafmagn, - til að létta störf húsmæðranna og kvennanna,“ segir Þórunn. -En hefur þessi hlutur einhvern tímann verið greiddur og keyptur af Kvenfélaginu? „Því miður, þá hef ég ekki grafið þá sögu upp. Ég veit það ekki,“ svarar Þórunn. Núverandi formaður Kvenfélags Grímsneshrepps, Laufey Guðmundsdóttir, segir þetta mál aldeilis hafa virkjað forvitni Kvenfélagskvenna. Þær hyggist núna grafa í gögnum á Héraðsskjalasafninu og leita að reikningum félagsins frá þessum árum til að sjá hvað raunverulega hafi verið framkvæmt.Kaflinn um ákvörðun stjórnar Kvenfélagsins vorið 1951.Laufey segir það aldeilis sögu til næsta bæjar ef þær væru hluthafar í Landsvirkjun og ættu rétt á arði, sem hún segir að myndi að sjálfsögðu fara beint inn í samfélagið aftur. -En getur ekki verið að Kvenfélagið eigi hreinlega þennan hlut ennþá? Það sé eignaraðili að Landsvirkjun á móti ríkinu? „Ég væri nú bara gaman að grafa það upp,“ svarar Þórunn og hlær. -Kvenfélag Grímsneshrepps gæti þá verið ríkasta kvenfélag á Íslandi? „Ekki spurning, ef svo er.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grímsnes- og Grafningshreppur Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Arðgreiðsla til eigenda Landsvirkjunar um 4,25 milljarðar króna Jónas Þór Guðmundsson var endurkjörinn stjórnarformaður Landsvirkjunar fyrr í dag. 4. apríl 2019 17:19 Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Arðgreiðsla til eigenda Landsvirkjunar um 4,25 milljarðar króna Jónas Þór Guðmundsson var endurkjörinn stjórnarformaður Landsvirkjunar fyrr í dag. 4. apríl 2019 17:19
Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45