Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2025 10:55 HIldur Björnsdóttir er leiðtogi Sjálfstæðismanna í borginni. Vísir/Anton Brink Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja að Reykjavíkurborg selji bæði hlut sinn í Carbfix, Ljósleiðaranum og Malbikunarstöðinni Höfða og sömuleiðis bílastæðahús borgarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðismönnum, en borgarfulltrúar flokksins hafa lagt fram 22 tillögur að breytingum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026 sem kynntar verða í borgarstjórn á þriðjudaginn í næstu viku. Hluti af tillögunum snýr að eignasölu en sjálfstæðismenn telja rétt að borgin selji eignir sem ekki snúi að grunnþjónustu borgarinnar. Gera tillögur Sjálfstæðismanna ráð fyrir því að söluandvirði af allri eignasölu verði varið til niðurgreiðslu skulda og innviðafjárfestinga. Haft er eftir Hildi Björnsdóttur, leiðtoga Sjálfstæðismanna í borginni, að Sjálfstæðismenn telji brýnt að borgin dragi úr umsvifum sínum og einbeiti sér að grunnþjónustu við borgarbúa. „Borgin á ekki að taka að sér verkefni sem betur færu í höndum einkaaðila“, segir Hildur. Í samtali við fréttastofu segir Hildur að hún telji ljóst að eignasala sem þessi gæti skilað fleiri tugum milljarða króna til borgarinnar. Selji hlut borgarinnar að fullu Lagt er til að borgin selji Ljósleiðarann ehf., Carbfix ehf. og Malbikunarstöðina Höfða hf. að fullu. „Sala á nettengingum, framleiðsla á malbiki og kolefnisbinding eru ekki hluti af grunnreksti Reykjavíkurborgar auk þess sem hið opinbera á ekki að halda á fyrirtækjum sem starfa á samkeppnismarkaði. Við teljum því eðlilegt að þessar eignir verði seldar“, sagði Hildur. Bílastæðahúsin verði seld Hildur segir Sjálfstæðismenn jafnframt leggja til sölu á bílastæðahúsum í eigu Reykjavíkurborgar og öðrum fasteignum sem ekki hýsi grunnþjónustu borgarinnar. Hildur segir tap hafa verið af rekstri bílastæðahúsa síðustu ár og að betur mætti standa að rekstrinum. „Við leggjum til að þeirri kvöð verði þinglýst á húsin að þar skuli rekin bílastæðaþjónusta og önnur tilheyrandi þjónusta við bifreiðar og aðra fararmáta. En við erum sannfærð um að einkaaðilar gætu staðið betur að þessum rekstri, til að mynda með sólarhringsopnun og fjölbreyttari þjónustu“, segir Hildur. Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Bílastæði Rekstur hins opinbera Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðismönnum, en borgarfulltrúar flokksins hafa lagt fram 22 tillögur að breytingum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026 sem kynntar verða í borgarstjórn á þriðjudaginn í næstu viku. Hluti af tillögunum snýr að eignasölu en sjálfstæðismenn telja rétt að borgin selji eignir sem ekki snúi að grunnþjónustu borgarinnar. Gera tillögur Sjálfstæðismanna ráð fyrir því að söluandvirði af allri eignasölu verði varið til niðurgreiðslu skulda og innviðafjárfestinga. Haft er eftir Hildi Björnsdóttur, leiðtoga Sjálfstæðismanna í borginni, að Sjálfstæðismenn telji brýnt að borgin dragi úr umsvifum sínum og einbeiti sér að grunnþjónustu við borgarbúa. „Borgin á ekki að taka að sér verkefni sem betur færu í höndum einkaaðila“, segir Hildur. Í samtali við fréttastofu segir Hildur að hún telji ljóst að eignasala sem þessi gæti skilað fleiri tugum milljarða króna til borgarinnar. Selji hlut borgarinnar að fullu Lagt er til að borgin selji Ljósleiðarann ehf., Carbfix ehf. og Malbikunarstöðina Höfða hf. að fullu. „Sala á nettengingum, framleiðsla á malbiki og kolefnisbinding eru ekki hluti af grunnreksti Reykjavíkurborgar auk þess sem hið opinbera á ekki að halda á fyrirtækjum sem starfa á samkeppnismarkaði. Við teljum því eðlilegt að þessar eignir verði seldar“, sagði Hildur. Bílastæðahúsin verði seld Hildur segir Sjálfstæðismenn jafnframt leggja til sölu á bílastæðahúsum í eigu Reykjavíkurborgar og öðrum fasteignum sem ekki hýsi grunnþjónustu borgarinnar. Hildur segir tap hafa verið af rekstri bílastæðahúsa síðustu ár og að betur mætti standa að rekstrinum. „Við leggjum til að þeirri kvöð verði þinglýst á húsin að þar skuli rekin bílastæðaþjónusta og önnur tilheyrandi þjónusta við bifreiðar og aðra fararmáta. En við erum sannfærð um að einkaaðilar gætu staðið betur að þessum rekstri, til að mynda með sólarhringsopnun og fjölbreyttari þjónustu“, segir Hildur.
Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Bílastæði Rekstur hins opinbera Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira