Brunavarnir hússins í ólagi Jóhann K. Jóhannsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 31. júlí 2019 20:00 „Við áttuðum okkur strax á því að brunahólfin væru ekki í lagi.“ Þetta segir Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttamann á vettvangi. Tugir slökkviliðsmanna hafa unnið sleitulaust að því í meira en hálfan sólarhring að slökkva mikinn eld sem kom upp í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði í nótt. Nokkrar klukkustundir tók að ná yfirhöndinni á eldinum en gott veður átti þátt í því að það tókst. „Það kemur reykur út um gaflinn frá því svæði sem eldurinn er mestur þannig að við fórum í að reyna að rjúfa húsið um miðju til þess að reyna að einangra eldinn við þann helming hússins sem eldurinn var þegar kominn í,“ útskýrir Birgir. Aðspurður hvort það hafi komið honum á óvart hversu mikill eldurinn var í raun og veru þegar slökkviliðið kom á vettvang segir Birgir svo vera. „Að vissu leyti kemur það á óvart þegar eldur er orðinn svona mikill þegar slökkviliðið kemur en það er auðvitað þannig að þetta er um nótt og þarna er ekki starfsemi í húsinu. Það er vaktmaður sem kemur á staðinn sem verður eldsins vart þannig að hann hefur sjálfsagt verið búinn að krauma í einhvern tíma. Þarna er fiskvinnsla með öllu sem því fylgir; pakkningum, kerjum, plasti, olíu, feiti til þess að djúpsteikja og öllu mögulegu.“ Nú stendur yfir vinna slökkviliðsins að fjarlægja þakið sem hrundi til að unnt sé að komast að eldinum.Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri ræðir við varðstjóra á vettvangi.Vísir„Þetta verður einhver vinna áfram en krabbinn er að krafla fyrir okkur dótið í burtu og við erum að slökkva í því sem er undir og þannig verður þetta sjálfsagt einhverja klukkutíma í viðbót.“ Of snemmt er að segja til um eldsupptök á þessari stundu því slökkviliðið hefur ekki afhent lögreglu vettvanginn til rannsóknar. Það gæti reyndar reynst þrautinni þyngri að rannsaka vettvang á borð við þennan en viðbragðsaðilar reyna eftir bestu getu að tryggja rannsóknarhagsmuni. Þetta er þriðji stórbruninn á svæðinu á rúmu ári. Í apríl í fyrra brann stórt iðnaðarhúsnæði í Miðhrauni í Garðabæ og í nóvember brann Hurða- og gluggasmiðjan til kaldra kola að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu skömmu eftir klukkan þrjú í nótt um að eldur logaði í húsi að Fornubúðum í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði þótti tilkynningin óljós en hún kom í gegnum þriðja aðila. Þó voru slökkviliðsmenn ræstir út auk lögreglu. Nokkrum mínútum síðar kemur fyrsti lögreglubíll á vettvang og staðfestir að mikill eldur logi í húsinu. Þá eru slökkviliðsmenn frá öllum slökkvistöðvum á höfuðborgarsvæðinu á leið á vettvang og ákvað stjórnandi að kalla út, að auki, mannskap á frívakt. Ljóst var að mikið verk var fyrir höndum. „Þetta er erfitt við að eiga. Húsið er mjög stórt og við tókum til þess ráðs að fá krabba og opna þakið á mörgum stöðum og þá náðum við að stoppa þetta þannig að eldurinn fór ekki um allt húsið,“ sagði Guðmundur Halldórsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á vettvangi í gær. Um fimmtíu slökkviliðsmenn tóku þátt í slökkvistarfinu. Klukkan fimm í morgun var ákveðið að óska eftir aðstoð frá Brunavörnum Suðurnesja og Brunavörnum Árnessýslu og voru fimm menn frá hvoru liði sendir á vettvang.Þá var sérsveit Ríkislögreglustjóra einnig fengin á staðinn en þeir hafa yfir að ráða dróna með hitamyndavél og með því gátu menn áttað sig á því hvar hitinn var mestur í byggingunni, eins og sjá má á þessum myndum. Vernharð Guðnason, deildarstjóri á aðgerðasviði slökkviliðsins sagði í samtali við fréttastofu í morgun að í fyrstu hafi vaknað grunur um að fólk væri í húsinu. Tveir reykkafarar voru sendir inn í húsið til leitar en fljótlega var þó ljóst að svo reyndist ekki vera. Reykkafararnir þurftu svo frá að hverfa úr húsinu vegna mikils hita og reyks.Einhver hætta?„Það er alltaf hætta og þegar eldurinn er búinn að loga svona mikið að þá er hætta á að menn fái eitthvað ofan í sig þannig að við höfum ekki verið með neina menn inni þannig að við reynum að vinna þetta allt utan frá," sagði Guðmundur.Klikkuðu brunavarnir í húsinu?„Ég þekki það ekki hvernig það var í þessu húsi. það er ekki starfsemi nema kannski í svona helming hússins. Við höfum ekki farið inn í þennan part sem er heill. Hinn parturinn er ónýtur,“ sagði Guðmundur. Mikill reykur steig upp frá eldinum og voru íbúar í nágrenni beðnir um að loka gluggum og hækka hita til að varna því að reykur bærist inn í hús. Þá var starfsfólki fyrirtækja á svæðinu tilkynnt að engum yrði hleypt inn á svæðið að minnsta kosti fram að hádegi. Um klukkan tíu í morgun tilkynntu stjórnendur á vettvangi að tekist hefði að slökkva mestan eld og farið að draga úr mannskap en eftir hádegi og fram eftir degi enn verið að slökkva í glæðum. Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Ekkert eftir nema rjúkandi rústir Helmingur húsnæðisins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði brann til grunna í eldsvoðanum í nótt. 31. júlí 2019 12:58 Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31 Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10 „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira
„Við áttuðum okkur strax á því að brunahólfin væru ekki í lagi.“ Þetta segir Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttamann á vettvangi. Tugir slökkviliðsmanna hafa unnið sleitulaust að því í meira en hálfan sólarhring að slökkva mikinn eld sem kom upp í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði í nótt. Nokkrar klukkustundir tók að ná yfirhöndinni á eldinum en gott veður átti þátt í því að það tókst. „Það kemur reykur út um gaflinn frá því svæði sem eldurinn er mestur þannig að við fórum í að reyna að rjúfa húsið um miðju til þess að reyna að einangra eldinn við þann helming hússins sem eldurinn var þegar kominn í,“ útskýrir Birgir. Aðspurður hvort það hafi komið honum á óvart hversu mikill eldurinn var í raun og veru þegar slökkviliðið kom á vettvang segir Birgir svo vera. „Að vissu leyti kemur það á óvart þegar eldur er orðinn svona mikill þegar slökkviliðið kemur en það er auðvitað þannig að þetta er um nótt og þarna er ekki starfsemi í húsinu. Það er vaktmaður sem kemur á staðinn sem verður eldsins vart þannig að hann hefur sjálfsagt verið búinn að krauma í einhvern tíma. Þarna er fiskvinnsla með öllu sem því fylgir; pakkningum, kerjum, plasti, olíu, feiti til þess að djúpsteikja og öllu mögulegu.“ Nú stendur yfir vinna slökkviliðsins að fjarlægja þakið sem hrundi til að unnt sé að komast að eldinum.Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri ræðir við varðstjóra á vettvangi.Vísir„Þetta verður einhver vinna áfram en krabbinn er að krafla fyrir okkur dótið í burtu og við erum að slökkva í því sem er undir og þannig verður þetta sjálfsagt einhverja klukkutíma í viðbót.“ Of snemmt er að segja til um eldsupptök á þessari stundu því slökkviliðið hefur ekki afhent lögreglu vettvanginn til rannsóknar. Það gæti reyndar reynst þrautinni þyngri að rannsaka vettvang á borð við þennan en viðbragðsaðilar reyna eftir bestu getu að tryggja rannsóknarhagsmuni. Þetta er þriðji stórbruninn á svæðinu á rúmu ári. Í apríl í fyrra brann stórt iðnaðarhúsnæði í Miðhrauni í Garðabæ og í nóvember brann Hurða- og gluggasmiðjan til kaldra kola að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu skömmu eftir klukkan þrjú í nótt um að eldur logaði í húsi að Fornubúðum í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði þótti tilkynningin óljós en hún kom í gegnum þriðja aðila. Þó voru slökkviliðsmenn ræstir út auk lögreglu. Nokkrum mínútum síðar kemur fyrsti lögreglubíll á vettvang og staðfestir að mikill eldur logi í húsinu. Þá eru slökkviliðsmenn frá öllum slökkvistöðvum á höfuðborgarsvæðinu á leið á vettvang og ákvað stjórnandi að kalla út, að auki, mannskap á frívakt. Ljóst var að mikið verk var fyrir höndum. „Þetta er erfitt við að eiga. Húsið er mjög stórt og við tókum til þess ráðs að fá krabba og opna þakið á mörgum stöðum og þá náðum við að stoppa þetta þannig að eldurinn fór ekki um allt húsið,“ sagði Guðmundur Halldórsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á vettvangi í gær. Um fimmtíu slökkviliðsmenn tóku þátt í slökkvistarfinu. Klukkan fimm í morgun var ákveðið að óska eftir aðstoð frá Brunavörnum Suðurnesja og Brunavörnum Árnessýslu og voru fimm menn frá hvoru liði sendir á vettvang.Þá var sérsveit Ríkislögreglustjóra einnig fengin á staðinn en þeir hafa yfir að ráða dróna með hitamyndavél og með því gátu menn áttað sig á því hvar hitinn var mestur í byggingunni, eins og sjá má á þessum myndum. Vernharð Guðnason, deildarstjóri á aðgerðasviði slökkviliðsins sagði í samtali við fréttastofu í morgun að í fyrstu hafi vaknað grunur um að fólk væri í húsinu. Tveir reykkafarar voru sendir inn í húsið til leitar en fljótlega var þó ljóst að svo reyndist ekki vera. Reykkafararnir þurftu svo frá að hverfa úr húsinu vegna mikils hita og reyks.Einhver hætta?„Það er alltaf hætta og þegar eldurinn er búinn að loga svona mikið að þá er hætta á að menn fái eitthvað ofan í sig þannig að við höfum ekki verið með neina menn inni þannig að við reynum að vinna þetta allt utan frá," sagði Guðmundur.Klikkuðu brunavarnir í húsinu?„Ég þekki það ekki hvernig það var í þessu húsi. það er ekki starfsemi nema kannski í svona helming hússins. Við höfum ekki farið inn í þennan part sem er heill. Hinn parturinn er ónýtur,“ sagði Guðmundur. Mikill reykur steig upp frá eldinum og voru íbúar í nágrenni beðnir um að loka gluggum og hækka hita til að varna því að reykur bærist inn í hús. Þá var starfsfólki fyrirtækja á svæðinu tilkynnt að engum yrði hleypt inn á svæðið að minnsta kosti fram að hádegi. Um klukkan tíu í morgun tilkynntu stjórnendur á vettvangi að tekist hefði að slökkva mestan eld og farið að draga úr mannskap en eftir hádegi og fram eftir degi enn verið að slökkva í glæðum.
Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Ekkert eftir nema rjúkandi rústir Helmingur húsnæðisins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði brann til grunna í eldsvoðanum í nótt. 31. júlí 2019 12:58 Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31 Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10 „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira
Ekkert eftir nema rjúkandi rústir Helmingur húsnæðisins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði brann til grunna í eldsvoðanum í nótt. 31. júlí 2019 12:58
Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31
Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10
„Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20