Keppendur vita enn ekki hvernig fyrsta grein heimsleikanna verður: „Ég vil bara fá að vita eitthvað“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2019 11:00 Oddrún Eik Gylfadóttir Skjámynd/Youtube/Morning Chalk Up Keppendur á heimsleikunum í CrossFit vita enn ekki hvernig fyrsta greinin á leikunum í ár lítur út og það er óhætt að segja að það sé mikil spenna meðal íþróttafólksins. Heimsleikarnir í CrossFit 2019 hefjast á morgun en þeir verða í beinni hér á Vísi sem og á Stöð 2 Sport. CrossFit hélt kvöldverð með öllum keppendum í gærkvöldi og þar er venjan að Dave Castro, hæstráðandi CrossFit samtakanna, tilkynni um komandi greinar á leikunum. CrossFit er óvenjuleg íþrótt að því leiti að keppendur geta ekki undirbúið sig fyrir ákveðnar greinar. Þær eru tilkynntar jafnóðum á meðan leikunum stendur. Dave Castro jók enn á spennuna í nótt þegar hann sagði ekkert um fyrstu greinina í ræðu sinni á kvöldverði keppenda. Hann gerði sig líklegan til að fara að segja frá henni en það var bara til að stríða spenntum keppendum. „Við munum tilkynna það síðar hvernig fyrsta greinin verður,“ sagði Dave Castro. Hann var líka óvenju stuttorður og bauð aðeins keppendur velkomna til Madison og að þeir myndu njóta kvöldverðarins. Það er enn meiri spennan en áður fyrir fyrstu greininni því aðeins 75 karlar og 75 konur komast áfram úr henni. 148 karlar og 134 konur keppa í einstaklingskeppnunum í ár í stað 40 og 40 áður. 73 karlar og 59 konur fá því aðeins að keppa í einni grein á leikunum. Keppendum mun síðan fækka á meðan keppninni stendur fara úr 75 í 50, í 40, í 30, í 20 og loks munu aðeins tíu vera eftir fyrir lokagreinina á sunnudaginn. Oddrún Eik Gylfadóttir er ein af fimm íslenskum konum sem keppa á heimsleikunum í CrossFit í ár og hún fór í viðtal hjá „Morning Chalk Up“ þar sem spurt var út í biðina eftir að fá að vita eitthvað um fyrstu greinina. „Ég var að vonast til að fá einhverja vísbendingu. Ég vil bara fá að vita eitthvað,“ sagði Oddrún Eik en það má sjá viðtalið við hana í myndbandinu hér fyrir neðan. „Morning Chalk Up“ setti saman myndband frá kvöldverðinum í gær og viðtalið við okkar konu kemur eftir 3 mínútur og 38 sekúndur. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. CrossFit Tengdar fréttir Nýr tölvuvæddur brjóstahaldari á meðal þess sem konurnar fá á heimsleikunum í CrossFit: Þetta er í kassa keppenda Keppendurnir á heimsleikunum í CrossFit fengu ýmislegt gefins þegar þau mættu til leiks í Madison í vikunni. 31. júlí 2019 09:30 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Sjá meira
Keppendur á heimsleikunum í CrossFit vita enn ekki hvernig fyrsta greinin á leikunum í ár lítur út og það er óhætt að segja að það sé mikil spenna meðal íþróttafólksins. Heimsleikarnir í CrossFit 2019 hefjast á morgun en þeir verða í beinni hér á Vísi sem og á Stöð 2 Sport. CrossFit hélt kvöldverð með öllum keppendum í gærkvöldi og þar er venjan að Dave Castro, hæstráðandi CrossFit samtakanna, tilkynni um komandi greinar á leikunum. CrossFit er óvenjuleg íþrótt að því leiti að keppendur geta ekki undirbúið sig fyrir ákveðnar greinar. Þær eru tilkynntar jafnóðum á meðan leikunum stendur. Dave Castro jók enn á spennuna í nótt þegar hann sagði ekkert um fyrstu greinina í ræðu sinni á kvöldverði keppenda. Hann gerði sig líklegan til að fara að segja frá henni en það var bara til að stríða spenntum keppendum. „Við munum tilkynna það síðar hvernig fyrsta greinin verður,“ sagði Dave Castro. Hann var líka óvenju stuttorður og bauð aðeins keppendur velkomna til Madison og að þeir myndu njóta kvöldverðarins. Það er enn meiri spennan en áður fyrir fyrstu greininni því aðeins 75 karlar og 75 konur komast áfram úr henni. 148 karlar og 134 konur keppa í einstaklingskeppnunum í ár í stað 40 og 40 áður. 73 karlar og 59 konur fá því aðeins að keppa í einni grein á leikunum. Keppendum mun síðan fækka á meðan keppninni stendur fara úr 75 í 50, í 40, í 30, í 20 og loks munu aðeins tíu vera eftir fyrir lokagreinina á sunnudaginn. Oddrún Eik Gylfadóttir er ein af fimm íslenskum konum sem keppa á heimsleikunum í CrossFit í ár og hún fór í viðtal hjá „Morning Chalk Up“ þar sem spurt var út í biðina eftir að fá að vita eitthvað um fyrstu greinina. „Ég var að vonast til að fá einhverja vísbendingu. Ég vil bara fá að vita eitthvað,“ sagði Oddrún Eik en það má sjá viðtalið við hana í myndbandinu hér fyrir neðan. „Morning Chalk Up“ setti saman myndband frá kvöldverðinum í gær og viðtalið við okkar konu kemur eftir 3 mínútur og 38 sekúndur. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
CrossFit Tengdar fréttir Nýr tölvuvæddur brjóstahaldari á meðal þess sem konurnar fá á heimsleikunum í CrossFit: Þetta er í kassa keppenda Keppendurnir á heimsleikunum í CrossFit fengu ýmislegt gefins þegar þau mættu til leiks í Madison í vikunni. 31. júlí 2019 09:30 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Sjá meira
Nýr tölvuvæddur brjóstahaldari á meðal þess sem konurnar fá á heimsleikunum í CrossFit: Þetta er í kassa keppenda Keppendurnir á heimsleikunum í CrossFit fengu ýmislegt gefins þegar þau mættu til leiks í Madison í vikunni. 31. júlí 2019 09:30