„Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 31. júlí 2019 07:20 Slökkviliðsmenn á vettvangi í Hafnarfirði í morgun. Vísir/Jói K. Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að á tímabili hafi slökkvilið óttast að allt húsið yrði eldinum að bráð. Slökkvistarf beinist nú að því að halda húsinu í tveimur hlutum og verja annan hlutann eldinum.Sjá einnig: Stórbruni í Hafnarfirði Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var tilkynnt um eldsvoðann skömmu eftir klukkan þrjú í nótt. Engin slys urðu á fólki en því er beint til íbúa í nágrenninu að loka gluggum og hækka hitastig í vistarverum sínum. Smáskilaboð þess efnis hafa verið send út. Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri sagði í samtali við fréttastofu klukkan sjö í morgun að slökkvistarf gangi bærilega. „Þetta var mikill eldur í þessum hluta hússins þar sem er starfsemi. Við hann var ekki ráðið þannig að við þurftum að fara mjög fljótlega í að verja aðra hluta hússins.“Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri.Vísir/Jói K.Því hafi húsinu verið skipt upp í tvo hluta og hafa slökkviliðsmenn unnið að því að verja annan hlutann. Þá benti Birgir á að húsið sé stórt og breitt sem hafi gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið,“ sagði Birgir. Veðrið hefur hingað til verið hliðhollt slökkvistarfinu í morgun. Birgir bjóst við því að slökkviliðsmenn myndu starfa áfram á vettvangi í einhverjar klukkustundir til viðbótar en þeir ættu mikið verk fyrir höndum. Þá hafa slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og Suðurnesja verið kallaðir út til aðstoðar í Hafnarfirði. „Okkar starf núna er að halda þessu húsi í tveimur hlutum, verja annan hlutann. Þegar við teljum okkur hafa náð góðum árangri i því þá munum við slökkva sjálfan eldinn,“ sagði Birgir. „Við förum í þetta af afli þegar við erum búin að ná tökum á þessu.“Það logar enn mikill eldur í húsinu.Vísir/Jói K. Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að á tímabili hafi slökkvilið óttast að allt húsið yrði eldinum að bráð. Slökkvistarf beinist nú að því að halda húsinu í tveimur hlutum og verja annan hlutann eldinum.Sjá einnig: Stórbruni í Hafnarfirði Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var tilkynnt um eldsvoðann skömmu eftir klukkan þrjú í nótt. Engin slys urðu á fólki en því er beint til íbúa í nágrenninu að loka gluggum og hækka hitastig í vistarverum sínum. Smáskilaboð þess efnis hafa verið send út. Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri sagði í samtali við fréttastofu klukkan sjö í morgun að slökkvistarf gangi bærilega. „Þetta var mikill eldur í þessum hluta hússins þar sem er starfsemi. Við hann var ekki ráðið þannig að við þurftum að fara mjög fljótlega í að verja aðra hluta hússins.“Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri.Vísir/Jói K.Því hafi húsinu verið skipt upp í tvo hluta og hafa slökkviliðsmenn unnið að því að verja annan hlutann. Þá benti Birgir á að húsið sé stórt og breitt sem hafi gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið,“ sagði Birgir. Veðrið hefur hingað til verið hliðhollt slökkvistarfinu í morgun. Birgir bjóst við því að slökkviliðsmenn myndu starfa áfram á vettvangi í einhverjar klukkustundir til viðbótar en þeir ættu mikið verk fyrir höndum. Þá hafa slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og Suðurnesja verið kallaðir út til aðstoðar í Hafnarfirði. „Okkar starf núna er að halda þessu húsi í tveimur hlutum, verja annan hlutann. Þegar við teljum okkur hafa náð góðum árangri i því þá munum við slökkva sjálfan eldinn,“ sagði Birgir. „Við förum í þetta af afli þegar við erum búin að ná tökum á þessu.“Það logar enn mikill eldur í húsinu.Vísir/Jói K.
Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira