Stórbruni í Hafnarfirði Birgir Olgeirsson, Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 31. júlí 2019 04:09 Frá vettvangi brunans snemma á sjöunda tímanum í morgun. Vísir/JóiK Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins berst nú við mikinn eld í Fiskmarkaði Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. Samkvæmt slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hefur allt tiltækt slökkvilið verið kallað út og búist við miklu slökkvistarfi næstu tímana. Er talið að enginn hafi verið í húsinu þegar eldsins varð vart. Mikinn reyk leggur frá brunanum en slökkvilið hefur óskað eftir því að íbúar í nágrenni brunanst loki gluggum og hækki hitastigið í vistarverum sínum finni þeir reykjarlykt.Guðmundur Halldórsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði klukkan fimm í morgun að mikill eldur hafi verið í öðrum enda hússins þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang í nótt. „Það var vaktmaður sem var hérna í nótt og hann sagði að það væri eldur hérna í húsinu. Hann hringdi í eigandann en það var mikill eldur á tveimur stöðum í húsinu þegar við komum,“ sagði Guðmundur.Mikinn reyk leggur frá brunanum.Vísir/JóikMikinn svartan reyk lagði frá húsinu þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang, svo mikill að ekki sást í næsta hús. Því var allur tiltækur mannskapur ræstur út. Þegar rætt var við Guðmund hafði dregið lítillega úr eldinum og útlitið ekki eins svart og þegar fyrst var komið að. Fiskmarkaðurinn er við suðurhöfn Hafnarfjarðar en mikill eldsmatur er innanhúss.Mikinn svartan reyk lagði frá húsinu þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang, svo mikinn að ekki sást í næsta hús.Vísir/JóiK„Það virðist vera að við séum að ná að slá eitthvað á þetta. Við höfum fengið krabba til að opna þakið og sjá hvort við náum ekki að létta aðeins á þessu.“Uppfært klukkan 06:18: Enn er gríðarlegur eldur í húsinu og mikill svartur reykur stígur til himins. Á tímabili leit út fyrir að slökkvilið hefði náð tökum á eldinum en svo virðist sem hann hafi magnast upp aftur, samkvæmt upplýsingum frá vettvangi. Allt tiltækt lið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna brunans klukkan 20 mínútur yfir þrjú. Þá voru slökkviliðsmenn á bakvakt og í sumarfríi einnig kallaðir út. Veður er gott á höfuðborgarsvæðinu og hefur það komið sér vel í slökkvistarfinu. Vindátt er þó breytileg og beinir slökkvilið því þess vegna enn til íbúa í nágrenninu að loka gluggum og hækka hita í húsum sínum. Mikill hiti er í húsinu en slökkviliðsmenn njóta aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra sem er á vettvangi með hitamyndavélar.Fréttin hefur verið uppfærð.Mikill eldur var í öðrum enda hússins þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang.Vísir/JóiKRjúfa þurfti þak hússins til að komast að eldinum.Vísir/JóiKVísr/JóiKSérsveit ríkislögreglustjóra er á staðnum með hitamyndavélar.Vísir/JóikSíðast uppfærð 06:18. Hafnarfjörður Slökkvilið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins berst nú við mikinn eld í Fiskmarkaði Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. Samkvæmt slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hefur allt tiltækt slökkvilið verið kallað út og búist við miklu slökkvistarfi næstu tímana. Er talið að enginn hafi verið í húsinu þegar eldsins varð vart. Mikinn reyk leggur frá brunanum en slökkvilið hefur óskað eftir því að íbúar í nágrenni brunanst loki gluggum og hækki hitastigið í vistarverum sínum finni þeir reykjarlykt.Guðmundur Halldórsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði klukkan fimm í morgun að mikill eldur hafi verið í öðrum enda hússins þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang í nótt. „Það var vaktmaður sem var hérna í nótt og hann sagði að það væri eldur hérna í húsinu. Hann hringdi í eigandann en það var mikill eldur á tveimur stöðum í húsinu þegar við komum,“ sagði Guðmundur.Mikinn reyk leggur frá brunanum.Vísir/JóikMikinn svartan reyk lagði frá húsinu þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang, svo mikill að ekki sást í næsta hús. Því var allur tiltækur mannskapur ræstur út. Þegar rætt var við Guðmund hafði dregið lítillega úr eldinum og útlitið ekki eins svart og þegar fyrst var komið að. Fiskmarkaðurinn er við suðurhöfn Hafnarfjarðar en mikill eldsmatur er innanhúss.Mikinn svartan reyk lagði frá húsinu þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang, svo mikinn að ekki sást í næsta hús.Vísir/JóiK„Það virðist vera að við séum að ná að slá eitthvað á þetta. Við höfum fengið krabba til að opna þakið og sjá hvort við náum ekki að létta aðeins á þessu.“Uppfært klukkan 06:18: Enn er gríðarlegur eldur í húsinu og mikill svartur reykur stígur til himins. Á tímabili leit út fyrir að slökkvilið hefði náð tökum á eldinum en svo virðist sem hann hafi magnast upp aftur, samkvæmt upplýsingum frá vettvangi. Allt tiltækt lið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna brunans klukkan 20 mínútur yfir þrjú. Þá voru slökkviliðsmenn á bakvakt og í sumarfríi einnig kallaðir út. Veður er gott á höfuðborgarsvæðinu og hefur það komið sér vel í slökkvistarfinu. Vindátt er þó breytileg og beinir slökkvilið því þess vegna enn til íbúa í nágrenninu að loka gluggum og hækka hita í húsum sínum. Mikill hiti er í húsinu en slökkviliðsmenn njóta aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra sem er á vettvangi með hitamyndavélar.Fréttin hefur verið uppfærð.Mikill eldur var í öðrum enda hússins þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang.Vísir/JóiKRjúfa þurfti þak hússins til að komast að eldinum.Vísir/JóiKVísr/JóiKSérsveit ríkislögreglustjóra er á staðnum með hitamyndavélar.Vísir/JóikSíðast uppfærð 06:18.
Hafnarfjörður Slökkvilið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira