Heilsusamlegur svefn? Steinunn Helga Sigurðardóttir skrifar 30. júlí 2019 17:45 Undanfarna mánuði hefur umræðan farið að beinast að því hvort efnamengun frá dýnum geti verið valdur af veikindum og slappleika sem fólk er að upplifa. Ef þú ert ekki sjálfur með óútskýrða bakverki, liðverki eða króníska höfuðverki, þá eru nánast allar líkur á því að þú þekkir að minnsta kosti einn eða tvo sem þjást að þessu eða einhverjum öðrum óútskýrðum kvillum. Getur það verið? Dýnur sem eru seldar undir því yfirskyni að vera þvílíkar heilsudýnur. En eru þær í alvöru heilsudýnur? Þannig ég ákvað aðeins að kynna mér hvort það sé eitthvað til í þessu og skoða aðeins hvað leynist í heilsudýnunni. Við leit á netinu er ekki mikið að finna og greinilegt að þetta hefur ekki verið mikið rannsakað. EN, við getum samt alltaf skoðað hvernig efni eru notuð í dýnurnar og hvaða áhrif þau hafa. Memory foam er í dýnum, koddum og mörgu fleiru. Þetta er mjög vinsælt í dýnu iðnaði þar sem þetta efni býr yfir þrýstijöfnunar eiginleikum, en er einnig þekkt fyrir að halda inni hita sem getur leitt til að svefnaðstæður verða ekki góðar og jafnvel svefnumhverfi skaðlegt. Til að búa til memory foam þurfum við : Isocyanates sem er eru fjölskylda af mjög hvarfgjörnum sameindum með lágan mólmassa. Þau eru mjög mikið notuð þegar verið er að búa til sveigjanlegar og stífa froðu (e. Foam), þræði, málningu, lakk og eru mikið notuð í bílaiðnaði, á bifvéla-verkstæðum og eru í efnum í einangrun húsa. Skv. Occupational Safety and Health Administration geta isocyanates valdið ertingu í augum, nefi, hálsi og á húð. Það G-getur einnig leitt til þyngsla yfir bjósti og astma (Center for Disease Control and prevention, 23. apríl 2014). Framleiðindum ber ekki skilda að gefa upp hvaða efni þeir nota í samsetningu dýnunnar og það getur verið mjög erfitt að fá þær upplýsingum hjá fyrirtækjum/framleiðindum þar sem gegnsæi framleiðslunar er lítið. En við rannsóknir á ýmsum dýnum hafa fundist upp í allt að 61 mismuandi efni í mismunandi dýnum, sum þeirra mjög skaðleg. Til að standast Federal Laws í Bandaríkjunum, þá þurfa þessar dýnur að geta staðist eldvarnarpróf. Að þola loga með t.d. íkveikta sígarettu í ákveðið langan tíma. Til þess að það gangi upp er eldvarnarefnum (e. chemical flame retardants) bætt í framleiðslu dýnunar. Mörg slík efni hafa verið tengd við myndun ýmiskonar krabbamein, frjósemisvandamál og minni þroska í heila hjá fóstrum. Athuga skal, að mismunandi eldvarnarefni eru notuð eftir mismunandi framleiðendum. Skoðum aðeins dæmi um slík efni sem eru notuð í dýnur : Boric acid: Mjög góð eldvörn. Oft notað til að drepa skordýr. Þetta er líka sett í fóðrið í dýnunni til að varna gegn vegglúsum (e. bed bugs) og bakteríum. Bráða áhrif af boric sýru geta verið blöðrur á húð, krampar og jafnvel meðvitunarleysi ( e. Coma). Langtíma áhrif af Boric sýru hafa verið tengt við vandamál í taugakerfi, röskun í þroska og svo getur innöndun á efninu valdið skemmdum í efri öndunarvegi (National Center for Biotechnology Information, Boric Acid, 2019). Annað efni sem er mikið notað í plast og textíl iðnaði og dýnugerð er Decabromodiphenyl Oxide (deca-BDE). Þetta er illa frásogað inní líkamanum og kemst því ekki auðveldlega í gegnum frumuveggi. Bæði bráða og langvarandi eitrunaráhrif eru aðallega á lifur og skjaldkirtil. Einnig eru líkur á að það sé krabbameinsvaldur. Návist við efnið veldur hármissi og sýnt hefur verið fram á neikvæð áhrif á taugakerfi (National Center for Biotechnology Information, Decabromodiphenyl oxide, 2019). Ýmsar rannsóknir hafa verið framkvæmdar á kanínum, músum og rottum og voru niðurstöður sláandi.Niðurstöður sýndu að snerting við efnið olli ertingu í húð og augum, stokkbreytingu í DNA, aukin tíðni æxla, þá aðallega í lifur, endocrine æxli og æxli í skjaldkirtli, rannsóknir leiddu einnig í ljós skaðleg áhrif á frjósemi. Minni frjósemi, lát fósturvísa eftir að þeir voru settir upp, aukin frávik í þroska fóstrana, sérstaklega í ónæmiskerfi og lækkuð fæðingarþyngd (Center for Disease Control and prevention, 2018). Í mannfólki hefur deca-BDE greinst í sermi (blóðvökva), móðurmjólk og sæði. Að lokum langar mig aðeins að skoða tvö efni, sem eru í þekkt í „heilsudýnunum“, sem eru ekki eldvörn. Heldur hafa annað notagildi. Eitt helsta eitraða rokgjarna efnið sem kemur frá dýnum sem innihalda tempur-svamp, er formaldahyde. Þekktur krabbameinsvaldur. Formaldehyde er oft nota til að búa til lím, til að halda dýnunni saman. Það hefur verið tengt við astma, aukna tíðni ofnæmis, aukna tíðni krabbameins í lungum, hálsi og nefi. Getur einnig valdið ofsaþreytu, húðútbrotum og alvarlegu bráðaofnæmi (National Cancer Institute, e.d.). Naphthalene er hvítt, rokgjarnt efni, solid polucyclic hydrocarbon. Naphtalene er búið til úr annað hvort kolatjöru eða jarðolíu sem búið er að eima og er að stórum hluta nýtt sem skordýrafæla. Fólk sem andar af sér naphthalene lykt fær höfuðverki, ógleði, uppköst, svima og ef það fær nógu stóran skammt af efninu, getur það fengið blóðlýsublóðleysi. (e. Hemolytic Anemia) (National Center for Biotechnology Information, Naphtalene, 2019). Þegar Naphthalene gufur komast inní líkamann er efnið brotið niður í önnur efni sem hafa áhrif á frumur líkamans og getur skaðað vefi. Einnig er möguleiki á lifrar og nýrnaskaða. Í dýrarannsóknum hafa rannsóknir sýnt fram á Naphthalene geti verið krabbameinsvaldandi ( Gervais, Luukinen, Buhl og Stone, 2010). Þetta voru bara 5 efni sem ég hef skoðað og er vægast sagt undarlegt að nota í eitthvað sem mundi kallast „heilsudýna“. Líklega hægt að fullyrða að allt sem inniheldur þetta, eða eitthvað líkt þessum efnum sé allt annað en heilsusamlegt. Hvernig skyldu svo öll hin efnin vera? Og sérstaklega þau efni sem ekki eru gefin upp? Langar okkur ekki öll að fara að sofa? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur umræðan farið að beinast að því hvort efnamengun frá dýnum geti verið valdur af veikindum og slappleika sem fólk er að upplifa. Ef þú ert ekki sjálfur með óútskýrða bakverki, liðverki eða króníska höfuðverki, þá eru nánast allar líkur á því að þú þekkir að minnsta kosti einn eða tvo sem þjást að þessu eða einhverjum öðrum óútskýrðum kvillum. Getur það verið? Dýnur sem eru seldar undir því yfirskyni að vera þvílíkar heilsudýnur. En eru þær í alvöru heilsudýnur? Þannig ég ákvað aðeins að kynna mér hvort það sé eitthvað til í þessu og skoða aðeins hvað leynist í heilsudýnunni. Við leit á netinu er ekki mikið að finna og greinilegt að þetta hefur ekki verið mikið rannsakað. EN, við getum samt alltaf skoðað hvernig efni eru notuð í dýnurnar og hvaða áhrif þau hafa. Memory foam er í dýnum, koddum og mörgu fleiru. Þetta er mjög vinsælt í dýnu iðnaði þar sem þetta efni býr yfir þrýstijöfnunar eiginleikum, en er einnig þekkt fyrir að halda inni hita sem getur leitt til að svefnaðstæður verða ekki góðar og jafnvel svefnumhverfi skaðlegt. Til að búa til memory foam þurfum við : Isocyanates sem er eru fjölskylda af mjög hvarfgjörnum sameindum með lágan mólmassa. Þau eru mjög mikið notuð þegar verið er að búa til sveigjanlegar og stífa froðu (e. Foam), þræði, málningu, lakk og eru mikið notuð í bílaiðnaði, á bifvéla-verkstæðum og eru í efnum í einangrun húsa. Skv. Occupational Safety and Health Administration geta isocyanates valdið ertingu í augum, nefi, hálsi og á húð. Það G-getur einnig leitt til þyngsla yfir bjósti og astma (Center for Disease Control and prevention, 23. apríl 2014). Framleiðindum ber ekki skilda að gefa upp hvaða efni þeir nota í samsetningu dýnunnar og það getur verið mjög erfitt að fá þær upplýsingum hjá fyrirtækjum/framleiðindum þar sem gegnsæi framleiðslunar er lítið. En við rannsóknir á ýmsum dýnum hafa fundist upp í allt að 61 mismuandi efni í mismunandi dýnum, sum þeirra mjög skaðleg. Til að standast Federal Laws í Bandaríkjunum, þá þurfa þessar dýnur að geta staðist eldvarnarpróf. Að þola loga með t.d. íkveikta sígarettu í ákveðið langan tíma. Til þess að það gangi upp er eldvarnarefnum (e. chemical flame retardants) bætt í framleiðslu dýnunar. Mörg slík efni hafa verið tengd við myndun ýmiskonar krabbamein, frjósemisvandamál og minni þroska í heila hjá fóstrum. Athuga skal, að mismunandi eldvarnarefni eru notuð eftir mismunandi framleiðendum. Skoðum aðeins dæmi um slík efni sem eru notuð í dýnur : Boric acid: Mjög góð eldvörn. Oft notað til að drepa skordýr. Þetta er líka sett í fóðrið í dýnunni til að varna gegn vegglúsum (e. bed bugs) og bakteríum. Bráða áhrif af boric sýru geta verið blöðrur á húð, krampar og jafnvel meðvitunarleysi ( e. Coma). Langtíma áhrif af Boric sýru hafa verið tengt við vandamál í taugakerfi, röskun í þroska og svo getur innöndun á efninu valdið skemmdum í efri öndunarvegi (National Center for Biotechnology Information, Boric Acid, 2019). Annað efni sem er mikið notað í plast og textíl iðnaði og dýnugerð er Decabromodiphenyl Oxide (deca-BDE). Þetta er illa frásogað inní líkamanum og kemst því ekki auðveldlega í gegnum frumuveggi. Bæði bráða og langvarandi eitrunaráhrif eru aðallega á lifur og skjaldkirtil. Einnig eru líkur á að það sé krabbameinsvaldur. Návist við efnið veldur hármissi og sýnt hefur verið fram á neikvæð áhrif á taugakerfi (National Center for Biotechnology Information, Decabromodiphenyl oxide, 2019). Ýmsar rannsóknir hafa verið framkvæmdar á kanínum, músum og rottum og voru niðurstöður sláandi.Niðurstöður sýndu að snerting við efnið olli ertingu í húð og augum, stokkbreytingu í DNA, aukin tíðni æxla, þá aðallega í lifur, endocrine æxli og æxli í skjaldkirtli, rannsóknir leiddu einnig í ljós skaðleg áhrif á frjósemi. Minni frjósemi, lát fósturvísa eftir að þeir voru settir upp, aukin frávik í þroska fóstrana, sérstaklega í ónæmiskerfi og lækkuð fæðingarþyngd (Center for Disease Control and prevention, 2018). Í mannfólki hefur deca-BDE greinst í sermi (blóðvökva), móðurmjólk og sæði. Að lokum langar mig aðeins að skoða tvö efni, sem eru í þekkt í „heilsudýnunum“, sem eru ekki eldvörn. Heldur hafa annað notagildi. Eitt helsta eitraða rokgjarna efnið sem kemur frá dýnum sem innihalda tempur-svamp, er formaldahyde. Þekktur krabbameinsvaldur. Formaldehyde er oft nota til að búa til lím, til að halda dýnunni saman. Það hefur verið tengt við astma, aukna tíðni ofnæmis, aukna tíðni krabbameins í lungum, hálsi og nefi. Getur einnig valdið ofsaþreytu, húðútbrotum og alvarlegu bráðaofnæmi (National Cancer Institute, e.d.). Naphthalene er hvítt, rokgjarnt efni, solid polucyclic hydrocarbon. Naphtalene er búið til úr annað hvort kolatjöru eða jarðolíu sem búið er að eima og er að stórum hluta nýtt sem skordýrafæla. Fólk sem andar af sér naphthalene lykt fær höfuðverki, ógleði, uppköst, svima og ef það fær nógu stóran skammt af efninu, getur það fengið blóðlýsublóðleysi. (e. Hemolytic Anemia) (National Center for Biotechnology Information, Naphtalene, 2019). Þegar Naphthalene gufur komast inní líkamann er efnið brotið niður í önnur efni sem hafa áhrif á frumur líkamans og getur skaðað vefi. Einnig er möguleiki á lifrar og nýrnaskaða. Í dýrarannsóknum hafa rannsóknir sýnt fram á Naphthalene geti verið krabbameinsvaldandi ( Gervais, Luukinen, Buhl og Stone, 2010). Þetta voru bara 5 efni sem ég hef skoðað og er vægast sagt undarlegt að nota í eitthvað sem mundi kallast „heilsudýna“. Líklega hægt að fullyrða að allt sem inniheldur þetta, eða eitthvað líkt þessum efnum sé allt annað en heilsusamlegt. Hvernig skyldu svo öll hin efnin vera? Og sérstaklega þau efni sem ekki eru gefin upp? Langar okkur ekki öll að fara að sofa?
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun