Svartir þingmenn sniðganga viðburð með forsetanum Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2019 16:27 Trump sagðist sjá pólitískan ávinning í að vega að þingmönnum af öðrum kynþáttum þegar hann ræddi við fréttamenn áður en hann lagði af stað til Jamestown. Vísir/EPA Ríkisþingmenn demókrata úr þingflokki blökkumanna í Virginíu ætla að sniðganga viðburð til að fagna fjögur hundruð ára afmæli fulltrúalýðræðis á vesturhveli jarðar vegna rasískrar og útlendingafælinnar orðræðu Donalds Trump forseta sem verður viðstaddur. Trump hefur haldið áfram árásum sínum á svartan þingmann í dag. Rasísk ummæli Trump um þeldökkar þingkonur fyrr í þessum mánuði og svívirðingar í garð Elijah Cummings, formanns eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, frá því um helgina hafa verið hitamál vestanhafs undanfarið. Trump kallaði kjördæmi Cummings, sem er svartur, í Baltimore „morandi í rottum og nagdýrum“ þar sem „engin manneskja vildi búa“. Eftirlitsnefnd Cummings gaf nýlega út stefnur til að fá gögn frá starfsmönnum Hvíta hússins, þar á meðal dóttur Trump og tengdasonar. Viðburðurinn í Jamestown í Virginíu í dag er til að fagna því að fjögur hundruð ár eru liðin frá því að hvítir karlkyns landeigendur stofnuðu fulltrúaráð í fyrstu ensku nýlendunni í Norður-Ameríku. Ráðið var vísir að ríkisþingi og lagði grundvöllinn að fulltrúalýðræði í Bandaríkjunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þingflokkur svartra ríkisþingmanna Demókrataflokksins lýstu því yfir í gær að þeir ætluðu sér að sniðganga ræðu Trump á viðburðinum. Þingmennirnir gætu ekki „með góðri samvisku setið hljóðir undir“ á meðan forsetinn sem hefði alið á sundrung á milli kynþátta fengi að eiga sviðið. „Það er ómögulegt að hunsa tákn haturs og fyrirlitningar sem forsetinn stendur fyrir,“ sagði í yfirlýsingu þingflokksins.New York Times segir að viðburðurinn hafi verið óþægilegur fyrir svarta þingmenn Virginíu af fleiri ástæðum. Fulltrúaráðið sem nú er fagnað var aðeins skipað hvítum mönnum og í ár eru einnig liðin fjögur hundruð ár frá því að fyrstu þrælarnir voru fluttir nauðugir frá Afríku til Bandaríkjanna.Meirihluti íbúa kjördæmis Elijah Cummings sem Trump segir morandi í rottum og viðbjóðslegt er svartur.Vísir/EPA„Minnst rasíska manneskja nokkurs staðar í heiminum“ Trump vísaði á bug spurningum fréttamanna í dag um að svartir þingmenn gætu sniðgengið viðburðinn eða að ummæli hans væru rasísk. Lýsti hann sjálfum sér sem „minnst rasísku manneskju nokkurs staðar í heiminum“ áður en hann kallaði Al Sharpton, svörtum mannréttindafrömuð og prest, „rasista“. Forsetinn reiddist Sharpton í gær vegna þess að hann fór til Baltimore til að gagnrýna orð hans. Sakaði hann Sharpton í tísti um að hata „hvíta og löggur“. Þá sagðist forsetinn telja að það gagnaðist honum pólitískt að ráðast að þingmönnum af öðrum kynþáttum. „Ég held að ég sé að hjálpa sjálfum mér. Þetta fólk býr í helvíti í Baltimore,“ sagði Trump við fréttamenn. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Trump heldur áfram árásum á svarta leiðtoga Nú er það svartur mannréttindafrömuður og klerkur sem er skotspónn reiði forseta Bandaríkjanna. 29. júlí 2019 12:02 Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. 28. júlí 2019 10:41 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Ríkisþingmenn demókrata úr þingflokki blökkumanna í Virginíu ætla að sniðganga viðburð til að fagna fjögur hundruð ára afmæli fulltrúalýðræðis á vesturhveli jarðar vegna rasískrar og útlendingafælinnar orðræðu Donalds Trump forseta sem verður viðstaddur. Trump hefur haldið áfram árásum sínum á svartan þingmann í dag. Rasísk ummæli Trump um þeldökkar þingkonur fyrr í þessum mánuði og svívirðingar í garð Elijah Cummings, formanns eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, frá því um helgina hafa verið hitamál vestanhafs undanfarið. Trump kallaði kjördæmi Cummings, sem er svartur, í Baltimore „morandi í rottum og nagdýrum“ þar sem „engin manneskja vildi búa“. Eftirlitsnefnd Cummings gaf nýlega út stefnur til að fá gögn frá starfsmönnum Hvíta hússins, þar á meðal dóttur Trump og tengdasonar. Viðburðurinn í Jamestown í Virginíu í dag er til að fagna því að fjögur hundruð ár eru liðin frá því að hvítir karlkyns landeigendur stofnuðu fulltrúaráð í fyrstu ensku nýlendunni í Norður-Ameríku. Ráðið var vísir að ríkisþingi og lagði grundvöllinn að fulltrúalýðræði í Bandaríkjunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þingflokkur svartra ríkisþingmanna Demókrataflokksins lýstu því yfir í gær að þeir ætluðu sér að sniðganga ræðu Trump á viðburðinum. Þingmennirnir gætu ekki „með góðri samvisku setið hljóðir undir“ á meðan forsetinn sem hefði alið á sundrung á milli kynþátta fengi að eiga sviðið. „Það er ómögulegt að hunsa tákn haturs og fyrirlitningar sem forsetinn stendur fyrir,“ sagði í yfirlýsingu þingflokksins.New York Times segir að viðburðurinn hafi verið óþægilegur fyrir svarta þingmenn Virginíu af fleiri ástæðum. Fulltrúaráðið sem nú er fagnað var aðeins skipað hvítum mönnum og í ár eru einnig liðin fjögur hundruð ár frá því að fyrstu þrælarnir voru fluttir nauðugir frá Afríku til Bandaríkjanna.Meirihluti íbúa kjördæmis Elijah Cummings sem Trump segir morandi í rottum og viðbjóðslegt er svartur.Vísir/EPA„Minnst rasíska manneskja nokkurs staðar í heiminum“ Trump vísaði á bug spurningum fréttamanna í dag um að svartir þingmenn gætu sniðgengið viðburðinn eða að ummæli hans væru rasísk. Lýsti hann sjálfum sér sem „minnst rasísku manneskju nokkurs staðar í heiminum“ áður en hann kallaði Al Sharpton, svörtum mannréttindafrömuð og prest, „rasista“. Forsetinn reiddist Sharpton í gær vegna þess að hann fór til Baltimore til að gagnrýna orð hans. Sakaði hann Sharpton í tísti um að hata „hvíta og löggur“. Þá sagðist forsetinn telja að það gagnaðist honum pólitískt að ráðast að þingmönnum af öðrum kynþáttum. „Ég held að ég sé að hjálpa sjálfum mér. Þetta fólk býr í helvíti í Baltimore,“ sagði Trump við fréttamenn.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Trump heldur áfram árásum á svarta leiðtoga Nú er það svartur mannréttindafrömuður og klerkur sem er skotspónn reiði forseta Bandaríkjanna. 29. júlí 2019 12:02 Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. 28. júlí 2019 10:41 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00
Trump heldur áfram árásum á svarta leiðtoga Nú er það svartur mannréttindafrömuður og klerkur sem er skotspónn reiði forseta Bandaríkjanna. 29. júlí 2019 12:02
Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41
Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15
Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. 28. júlí 2019 10:41