María Birta segist vera í skýjunum yfir því að teymið á bak við myndina hafi ákveðið að birta mynd af henni á síðu kvikmyndarinnar. Þar sést hún í hlutverki sínu sem Playboy-kanínan Christina, en María Birta fékk sjálf að velja nafnið.
Hún segist sjálf ekki hafa mátt taka neinar myndir á tökustað og því sé gaman að myndin hafi verið birt. Myndin var frumsýnd í júlí og er níunda mynd leikstjórans.
Leonardo DiCaprio og Brad Pitt leika aðalhlutverkin í myndinni, DiCaprio leikur Rick Dalton, sjónvarpsleikara sem reynir hvað hann getur að hasla sér völl í kvikmyndabransanum á lokaárum gullaldar Hollywood, en Pitt leikur áhættuleikara Rick Dalton, Cliff.
Fjöldi annarra stjarna fer með hlutverk í þessari mynd, þar á meðal Margot Robbie, Al Pacino, Kurt Russell, Timothy Olyphant, Luke Perry og Dakota Fanning.