Sjúkraflug getur tafist vegna tryggingamála Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. júlí 2019 07:00 Tafir geta orðið ef um ótryggðan einstakling er að ræða. Fréttablaðið/Pjetur Læknar á landsbyggðinni eru ósáttir við hvernig tryggingamálum vegna sjúkraflugs er háttað. Hafa kollegar þeirra á höfuðborgarsvæðinu tekið undir með þeim. Engin formleg kvörtun hefur verið send til stjórnvalda en læknar ræða nú sín á milli hvernig þessi mál eru leyst víðs vegar um land. Hingað til hefur lítið verið rætt um þetta vandamál en fjölgun erlendra ferðamanna hefur gert umræðuefnið aðkallandi. Fyrir skemmstu kom upp mál á landsbyggðinni þar sem óvíst var með tryggingar hjá meðvitundarlausum manni frá Þýskalandi. Tafðist flug hans um tvo klukkutíma. Mál eins og þessi geta orðið enn óljósari þegar um er að ræða ferðamenn frá Bandaríkjunum, Asíu og fleiri stöðum. Mýflug hefur sinnt sjúkraflugi síðan árið 2006 með samningi við heilbrigðisráðuneytið. Þegar einstaklingur er sjúkratryggður, eins og allir landsmenn og útlendingar með evrópskt sjúkratryggingakort, ganga málin auðveldlega í gegn. En þegar um ótryggða einstaklinga er að ræða þá krefst flugfélagið fyrir fram tryggingu á greiðslu. Ein af þeim læknum á landsbyggðinni sem vakið hafa máls á þessu vandamáli er Elín Freyja Hauksdóttir, hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Höfn. „Þegar verða slys úti á landi þá getur tekið marga klukkutíma að fá leyfi til að flytja manneskju. Ef viðkomandi er ekki tryggður getur komið upp sú staða að viðkomandi heilbrigðisstofnun þurfi að greiða þessa einu milljón sem sjúkraflugið kostar,“ segir Elín. Elín segir að ekki hafi komið til þess að stofnanir neiti að greiða fyrir flug og það verði ekki þannig í framtíðinni. Málið snúist um þessa töf sem getur orðið og einnig fjárhagslegt bolmagn stofnana sem verða að horfa í hverja krónu. Frá Höfn fara nú um 70 sjúkraflug á hverju ári og alvarlegum slysum og hópslysum hefur fjölgað. Staður eins og Höfn fær samt áfram fjármagn fyrir þá tvö þúsund íbúa sem eru þar skráðir en ekki þær tugþúsundir sem heimsækja Jökulsárlón og aðra ferðamannastaði í nágrenninu. Ekki náðist í heilbrigðisráðherra fyrir vinnslu þessarar fréttar. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Læknar á landsbyggðinni eru ósáttir við hvernig tryggingamálum vegna sjúkraflugs er háttað. Hafa kollegar þeirra á höfuðborgarsvæðinu tekið undir með þeim. Engin formleg kvörtun hefur verið send til stjórnvalda en læknar ræða nú sín á milli hvernig þessi mál eru leyst víðs vegar um land. Hingað til hefur lítið verið rætt um þetta vandamál en fjölgun erlendra ferðamanna hefur gert umræðuefnið aðkallandi. Fyrir skemmstu kom upp mál á landsbyggðinni þar sem óvíst var með tryggingar hjá meðvitundarlausum manni frá Þýskalandi. Tafðist flug hans um tvo klukkutíma. Mál eins og þessi geta orðið enn óljósari þegar um er að ræða ferðamenn frá Bandaríkjunum, Asíu og fleiri stöðum. Mýflug hefur sinnt sjúkraflugi síðan árið 2006 með samningi við heilbrigðisráðuneytið. Þegar einstaklingur er sjúkratryggður, eins og allir landsmenn og útlendingar með evrópskt sjúkratryggingakort, ganga málin auðveldlega í gegn. En þegar um ótryggða einstaklinga er að ræða þá krefst flugfélagið fyrir fram tryggingu á greiðslu. Ein af þeim læknum á landsbyggðinni sem vakið hafa máls á þessu vandamáli er Elín Freyja Hauksdóttir, hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Höfn. „Þegar verða slys úti á landi þá getur tekið marga klukkutíma að fá leyfi til að flytja manneskju. Ef viðkomandi er ekki tryggður getur komið upp sú staða að viðkomandi heilbrigðisstofnun þurfi að greiða þessa einu milljón sem sjúkraflugið kostar,“ segir Elín. Elín segir að ekki hafi komið til þess að stofnanir neiti að greiða fyrir flug og það verði ekki þannig í framtíðinni. Málið snúist um þessa töf sem getur orðið og einnig fjárhagslegt bolmagn stofnana sem verða að horfa í hverja krónu. Frá Höfn fara nú um 70 sjúkraflug á hverju ári og alvarlegum slysum og hópslysum hefur fjölgað. Staður eins og Höfn fær samt áfram fjármagn fyrir þá tvö þúsund íbúa sem eru þar skráðir en ekki þær tugþúsundir sem heimsækja Jökulsárlón og aðra ferðamannastaði í nágrenninu. Ekki náðist í heilbrigðisráðherra fyrir vinnslu þessarar fréttar.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira