Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 15:13 Forsetahjónin með hinn tveggja mánaða Paul Anchondo. Foreldrar hans létust bæði í skotárásinni. Twitter/MelaniaTrump Mikil reiði hefur gripið um sig á samfélagsmiðlum eftir að Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, birti mynd á Twitter-reikningi sínum í gær sem sýnir forsetahjónin stilla sér upp með ungbarni sem missti báða foreldra sína í skotárásinni í bandarísku borginni El Paso um helgina. Foreldrar drengsins á myndinni hétu Andre og Jordan Anchondo. Þau voru á meðal þeirra 22 sem byssumaður skaut til bana í Walmart-verslun í El Paso á laugardagsmorgun. Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því að hjónin hefðu látist við að verja son sinn skotum úr byssu árásarmannsins. Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og áðurnefndrar forsetafrúr, Melaniu, á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag, þar sem eftirlifendur skotárásarinnar liggja inni.I met many incredible people in Dayton, Ohio & El Paso, Texas yesterday. Their communities are strong and unbreakable. @potus and I stand with you! pic.twitter.com/SHzV6zcVKR— Melania Trump (@FLOTUS) August 8, 2019 Í frétt breska dagblaðsins Guardian segir að Hvíta húsið hafi sérstaklega óskað eftir því að komið yrði með litla drenginn á sjúkrahúsið meðan á heimsókninni stæði. Föðurbróðir drengsins, sem stendur lengst til vinstri á myndinni, er sagður stuðningsmaður Trumps. Það hafi faðir drengins einnig verið í lifanda lífi. Andstæðingar forsetans hneyksluðust margir á myndbirtingunni, einkum í ljósi þess að Hvíta húsið meinaði blaðamönnum aðgöngu að sjúkrahúsinu svo að heimsóknin yrði ekki aðeins „tækifæri til að stilla sér upp á myndum“.I am genuinely confused and horrified by this image. Am I taking this the wrong way?Why is Trump and Melania posing, GRINNING, and giving a thumbs up with the infant who's parents were murdered by the shooter in El Paso.Seriously… WTH is going on? pic.twitter.com/0YA2hIQeP3— Bryan William Jones (@BWJones) August 9, 2019 This is a photo of Trump grinning while Melania holds a baby orphaned by the shooting. A baby who was taken from home and forced to serve as a prop at a photo-op for the very monster whose hate killed her/his parents.I would need 280,000 characters to say how furious I am. pic.twitter.com/4umSc9BQHu— Greg Pinelo (@gregpinelo) August 9, 2019 Heimsókn Trumps til El Paso var mætt með mikill andstöðu íbúa í El Paso en margir halda því fram að Trump hafi með orðræðu sinni kynt undir hatri í garð innflytjenda, sem árásarmaðurinn vísaði til í stefnuyfirlýsingu sinni. El Paso stendur við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó og er mikil innflytjendaborg. Ekkert þeirra átta fórnarlamba sem enn liggja á spítalanum vildi hitta forsetann þegar hann heimsótti spítalann. Þrjú þeirra voru of veikburða til þess og fimm höfnuðu boðinu. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15 Grobbaði sig af fjölda stuðningsmanna og níddi andstæðing við sjúkrahússstarfsfólk Bandaríkjaforseti montaði sig af aðsókn á baráttufund hans og kallaði pólitískan andstæðing klikkaðan þegar hann hitti heilbrigðisstarfsfólk í El Paso þar sem fjöldamorð var framið um helgina. 8. ágúst 2019 21:47 Trump heimsækir vettvang fjöldamorða, segist sameina þjóðina með orðræðu sinni Forsetanum hefur kennt um að kynda undir kynþátta- og útlendingaandúð sem verði jarðvegur fyrir voðaverk eins og þau sem áttu sér stað í El Paso og Dayton um helgina. 7. ágúst 2019 18:39 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Mikil reiði hefur gripið um sig á samfélagsmiðlum eftir að Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, birti mynd á Twitter-reikningi sínum í gær sem sýnir forsetahjónin stilla sér upp með ungbarni sem missti báða foreldra sína í skotárásinni í bandarísku borginni El Paso um helgina. Foreldrar drengsins á myndinni hétu Andre og Jordan Anchondo. Þau voru á meðal þeirra 22 sem byssumaður skaut til bana í Walmart-verslun í El Paso á laugardagsmorgun. Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því að hjónin hefðu látist við að verja son sinn skotum úr byssu árásarmannsins. Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og áðurnefndrar forsetafrúr, Melaniu, á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag, þar sem eftirlifendur skotárásarinnar liggja inni.I met many incredible people in Dayton, Ohio & El Paso, Texas yesterday. Their communities are strong and unbreakable. @potus and I stand with you! pic.twitter.com/SHzV6zcVKR— Melania Trump (@FLOTUS) August 8, 2019 Í frétt breska dagblaðsins Guardian segir að Hvíta húsið hafi sérstaklega óskað eftir því að komið yrði með litla drenginn á sjúkrahúsið meðan á heimsókninni stæði. Föðurbróðir drengsins, sem stendur lengst til vinstri á myndinni, er sagður stuðningsmaður Trumps. Það hafi faðir drengins einnig verið í lifanda lífi. Andstæðingar forsetans hneyksluðust margir á myndbirtingunni, einkum í ljósi þess að Hvíta húsið meinaði blaðamönnum aðgöngu að sjúkrahúsinu svo að heimsóknin yrði ekki aðeins „tækifæri til að stilla sér upp á myndum“.I am genuinely confused and horrified by this image. Am I taking this the wrong way?Why is Trump and Melania posing, GRINNING, and giving a thumbs up with the infant who's parents were murdered by the shooter in El Paso.Seriously… WTH is going on? pic.twitter.com/0YA2hIQeP3— Bryan William Jones (@BWJones) August 9, 2019 This is a photo of Trump grinning while Melania holds a baby orphaned by the shooting. A baby who was taken from home and forced to serve as a prop at a photo-op for the very monster whose hate killed her/his parents.I would need 280,000 characters to say how furious I am. pic.twitter.com/4umSc9BQHu— Greg Pinelo (@gregpinelo) August 9, 2019 Heimsókn Trumps til El Paso var mætt með mikill andstöðu íbúa í El Paso en margir halda því fram að Trump hafi með orðræðu sinni kynt undir hatri í garð innflytjenda, sem árásarmaðurinn vísaði til í stefnuyfirlýsingu sinni. El Paso stendur við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó og er mikil innflytjendaborg. Ekkert þeirra átta fórnarlamba sem enn liggja á spítalanum vildi hitta forsetann þegar hann heimsótti spítalann. Þrjú þeirra voru of veikburða til þess og fimm höfnuðu boðinu.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15 Grobbaði sig af fjölda stuðningsmanna og níddi andstæðing við sjúkrahússstarfsfólk Bandaríkjaforseti montaði sig af aðsókn á baráttufund hans og kallaði pólitískan andstæðing klikkaðan þegar hann hitti heilbrigðisstarfsfólk í El Paso þar sem fjöldamorð var framið um helgina. 8. ágúst 2019 21:47 Trump heimsækir vettvang fjöldamorða, segist sameina þjóðina með orðræðu sinni Forsetanum hefur kennt um að kynda undir kynþátta- og útlendingaandúð sem verði jarðvegur fyrir voðaverk eins og þau sem áttu sér stað í El Paso og Dayton um helgina. 7. ágúst 2019 18:39 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15
Grobbaði sig af fjölda stuðningsmanna og níddi andstæðing við sjúkrahússstarfsfólk Bandaríkjaforseti montaði sig af aðsókn á baráttufund hans og kallaði pólitískan andstæðing klikkaðan þegar hann hitti heilbrigðisstarfsfólk í El Paso þar sem fjöldamorð var framið um helgina. 8. ágúst 2019 21:47
Trump heimsækir vettvang fjöldamorða, segist sameina þjóðina með orðræðu sinni Forsetanum hefur kennt um að kynda undir kynþátta- og útlendingaandúð sem verði jarðvegur fyrir voðaverk eins og þau sem áttu sér stað í El Paso og Dayton um helgina. 7. ágúst 2019 18:39