Borgin skoðar mál Kalla í Pelsinum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2019 12:41 Lokað hefur verið fyrir gangandi umferð um tröppur frá Vesturgötu að Grófinni í Tryggvagötu. Vísir/Baldur Karl J. Steingrímsson, iðulega kenndur við Pelsinn, hefur lokað með grindverki fyrir gangandi umferð um tröppur sem liggja frá Vesturgötu að Grófinni í Tryggvagötu. Því hefur verið haldið fram að lokunin brjóti í bága við deiliskipulag borgarinnar. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. Í samtali við Vísi segir Karl enga kvöð um gangandi umferð hvíla á svæðinu samkvæmt deiliskipulagi. Borgin er með málið til skoðunar. „Þeir hafa verið að sekta bílana okkar þarna og hafa ekki verið almennilegir, stöðumælaverðirnir,“ segir Karl. Hann segir að svæðið sem um ræðir tilheyri einkalóð sinni en ekki borgarlandi. „Þeir eru að túlka þetta eitthvað voðalega vitlaust,“ segir Karl og áréttar þar að hann eigi við borgaryfirvöld en ekki stöðumælaverði í Reykjavík. „Einhvers staðar að koma fyrirmælin.“Karl J. Steingrímsson, betur þekktur sem Kalli í Pelsinum.Karl segir málið „hundfúlt“ og vill hann helst sjá Reykjavíkurborg ganga frá málinu sem fyrst. „Við erum ekki að halda þessu opnu fyrir almenning. Þetta er búið að vera bílastæði í 30 ár. Við erum búin að eiga þetta svo lengi, fjölskyldan, svo allt í einu byrja þeir að sekta, svo hætta þeir að sekta, svo byrja þeir aftur.“ Karl segir að þrátt fyrir allt sé hann jákvæður og vilji sjá málið klárað í öllu réttlæti.Borgin skoðar málið Vert er að taka fram að í deiliskipulagi miðborgarinnar segir: „Á milli Tryggvagötu 18 og Vesturgötu 8-10A gengur sund með grásteinsveggjum á báðar hliðar, annars vegar sökklar Vesturgötuhúsanna og hins vegar bakhlið Tryggvagötu 18. Þetta sund er skemmtileg tenging um tröppur upp á Vesturgötu og er lögð áhersla á að það haldi sér enda er gert ráð fyrir að millisvæði reitsins verði eftirsóknarvert miðbæjarrými með góðum göngutengingum um þennan hluta reitsins.“Allt lokað og læst eins og sjá má.Vísir/BaldurÞá segir einnig að hugmyndin sé að skapa nýtt „borgarrými“ á milli húsanna. Í dag sé baklóðin frekar eins og „afgangssvæði“ við Tryggvagötuna. „Kvöð um göngutengsl er sett á lóðina austast,“ stendur einnig í deiliskipulaginu. Vísir hafði samband við Bjarna Brynjólfsson, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar og spurðist fyrir um málið. Eftir að hafa kannað málið stuttlega sagðist Bjarni lítið geta tjáð sig um lokun Karls fyrir gangandi umferð. „Þetta er bara í skoðun hjá borginni, hvort hann sé í rétti til þess að gera þetta,“ sagði Bjarni. Og þar við sat. Reykjavík Skipulag Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Sjá meira
Karl J. Steingrímsson, iðulega kenndur við Pelsinn, hefur lokað með grindverki fyrir gangandi umferð um tröppur sem liggja frá Vesturgötu að Grófinni í Tryggvagötu. Því hefur verið haldið fram að lokunin brjóti í bága við deiliskipulag borgarinnar. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. Í samtali við Vísi segir Karl enga kvöð um gangandi umferð hvíla á svæðinu samkvæmt deiliskipulagi. Borgin er með málið til skoðunar. „Þeir hafa verið að sekta bílana okkar þarna og hafa ekki verið almennilegir, stöðumælaverðirnir,“ segir Karl. Hann segir að svæðið sem um ræðir tilheyri einkalóð sinni en ekki borgarlandi. „Þeir eru að túlka þetta eitthvað voðalega vitlaust,“ segir Karl og áréttar þar að hann eigi við borgaryfirvöld en ekki stöðumælaverði í Reykjavík. „Einhvers staðar að koma fyrirmælin.“Karl J. Steingrímsson, betur þekktur sem Kalli í Pelsinum.Karl segir málið „hundfúlt“ og vill hann helst sjá Reykjavíkurborg ganga frá málinu sem fyrst. „Við erum ekki að halda þessu opnu fyrir almenning. Þetta er búið að vera bílastæði í 30 ár. Við erum búin að eiga þetta svo lengi, fjölskyldan, svo allt í einu byrja þeir að sekta, svo hætta þeir að sekta, svo byrja þeir aftur.“ Karl segir að þrátt fyrir allt sé hann jákvæður og vilji sjá málið klárað í öllu réttlæti.Borgin skoðar málið Vert er að taka fram að í deiliskipulagi miðborgarinnar segir: „Á milli Tryggvagötu 18 og Vesturgötu 8-10A gengur sund með grásteinsveggjum á báðar hliðar, annars vegar sökklar Vesturgötuhúsanna og hins vegar bakhlið Tryggvagötu 18. Þetta sund er skemmtileg tenging um tröppur upp á Vesturgötu og er lögð áhersla á að það haldi sér enda er gert ráð fyrir að millisvæði reitsins verði eftirsóknarvert miðbæjarrými með góðum göngutengingum um þennan hluta reitsins.“Allt lokað og læst eins og sjá má.Vísir/BaldurÞá segir einnig að hugmyndin sé að skapa nýtt „borgarrými“ á milli húsanna. Í dag sé baklóðin frekar eins og „afgangssvæði“ við Tryggvagötuna. „Kvöð um göngutengsl er sett á lóðina austast,“ stendur einnig í deiliskipulaginu. Vísir hafði samband við Bjarna Brynjólfsson, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar og spurðist fyrir um málið. Eftir að hafa kannað málið stuttlega sagðist Bjarni lítið geta tjáð sig um lokun Karls fyrir gangandi umferð. „Þetta er bara í skoðun hjá borginni, hvort hann sé í rétti til þess að gera þetta,“ sagði Bjarni. Og þar við sat.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Sjá meira