Sara gerir upp vonbrigðin á heimsleikunum: Hundrað prósent mér sjálfri að kenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 08:30 Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Instagram/sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir vitnaði í bresku hljómsveitina „The Rolling Stones“ þegar hún gerði upp heimsleikana í CrossFit sem fóru fram um Verslunarmannahelgina. Annað árið í röð var engin Sara sjáanleg á lokadegi leikanna. Í fyrra varð hún að hætta vegna meiðsla en að þessu sinni náði hún ekki tíu manna niðurskurði þrátt fyrir miklar væntingar fyrir heimsleikana. Sara var búin að standa sig frábærlega á árinu 2019 og þótti vera einn helsti keppinautur hinnar áströlsku Tiu-Clair Toomey. Þegar á hólminn var komið þá náði hún sér ekki á strik. „You can’t always get what you want” byrjaði Sara pistil sinn á Instagram og vitnaði þar í „The Rolling Stones“. „Annað ár að baki hjá mér. Með því að segja að þetta séu vonbrigði þá er verið að gera lítið úr því hvernig mér líður,“ skrifar Sara. „Ég hef aldrei verið í eins góðu formi og fyrir þessa heimsleika en því miður stóð ég mig ekki eins vel og ég hefði getað. Það er hundrað prósent mér sjálfri að kenna. Allt annað sem gekk á þarna gat ég ekki stjórnað,“ skrifaði Sara. „Ég er manneskja sem elskar áskoranir og ég hef verið að elta drauminn um að verða hraustasta kona heims af því ég veit að ég get náð því. Það mun því taka meira en breytingar á keppnisfyrirkomulaginu til að stoppa mig á því ferðalagi,“ skrifaði Sara. „Nú tek ég mér smá frí og skemmti mér með vinum mínum áður en allt byrjar aftur. Takk fyrir vinsamlegar kveðjur og allan stuðninginn,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram“You can’t always get what you want.” ?? ?- The Rolling Stones ?? ??? ?Another year added to my story. Disappointment is an understatement.?? ??? ?I have never been in as good shape as I was before the Games but unfortunately I did not perform as well as I could have. That is 100% on me. Whatever else went on out there is beyond my control.?? ??? ?I am a person that loves challenges and I have been chasing this “Fittest on Earth” dream because I know that I can achieve it. It will take more than a few format changes to stop me on that journey.?? ? ?? ?Now a little bit of off season and fun with friends until the action starts again.?? ??? ?Thank you all for the kind messages, love and support A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Aug 8, 2019 at 7:59am PDT CrossFit Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Fleiri fréttir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir vitnaði í bresku hljómsveitina „The Rolling Stones“ þegar hún gerði upp heimsleikana í CrossFit sem fóru fram um Verslunarmannahelgina. Annað árið í röð var engin Sara sjáanleg á lokadegi leikanna. Í fyrra varð hún að hætta vegna meiðsla en að þessu sinni náði hún ekki tíu manna niðurskurði þrátt fyrir miklar væntingar fyrir heimsleikana. Sara var búin að standa sig frábærlega á árinu 2019 og þótti vera einn helsti keppinautur hinnar áströlsku Tiu-Clair Toomey. Þegar á hólminn var komið þá náði hún sér ekki á strik. „You can’t always get what you want” byrjaði Sara pistil sinn á Instagram og vitnaði þar í „The Rolling Stones“. „Annað ár að baki hjá mér. Með því að segja að þetta séu vonbrigði þá er verið að gera lítið úr því hvernig mér líður,“ skrifar Sara. „Ég hef aldrei verið í eins góðu formi og fyrir þessa heimsleika en því miður stóð ég mig ekki eins vel og ég hefði getað. Það er hundrað prósent mér sjálfri að kenna. Allt annað sem gekk á þarna gat ég ekki stjórnað,“ skrifaði Sara. „Ég er manneskja sem elskar áskoranir og ég hef verið að elta drauminn um að verða hraustasta kona heims af því ég veit að ég get náð því. Það mun því taka meira en breytingar á keppnisfyrirkomulaginu til að stoppa mig á því ferðalagi,“ skrifaði Sara. „Nú tek ég mér smá frí og skemmti mér með vinum mínum áður en allt byrjar aftur. Takk fyrir vinsamlegar kveðjur og allan stuðninginn,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram“You can’t always get what you want.” ?? ?- The Rolling Stones ?? ??? ?Another year added to my story. Disappointment is an understatement.?? ??? ?I have never been in as good shape as I was before the Games but unfortunately I did not perform as well as I could have. That is 100% on me. Whatever else went on out there is beyond my control.?? ??? ?I am a person that loves challenges and I have been chasing this “Fittest on Earth” dream because I know that I can achieve it. It will take more than a few format changes to stop me on that journey.?? ? ?? ?Now a little bit of off season and fun with friends until the action starts again.?? ??? ?Thank you all for the kind messages, love and support A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Aug 8, 2019 at 7:59am PDT
CrossFit Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Fleiri fréttir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Sjá meira