Úr fjármálunum hjá 66° norður til Íslandspósts Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. ágúst 2019 12:31 Þórhildur Ólöf Helgadóttir. Mynd/Íslandspóstur Þórhildur Ólöf Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Íslandspósti. Hún tekur við starfinu í lok sumars, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Í tilkynningu segir að Þórhildur hafi mikla reynslu á sviði fjármála og rekstrar en síðastliðin tvö ár hefur hún starfað sem fjármálastjóri 66° norður. Þar áður var hún fjármálastjóri bílaumboðsins Heklu frá 2014 til 2017 og fjármálastjóri Securitas. Áður starfaði hún sem verkefnastjóri hjá Deloitte. Þá sat hún í stjórn Sjóvá almennra um árabil og átti í sæti í stjórnum dótturfélaga 66°norður og Heklu. Þórhildur er með cand oecon-próf frá Háskóla Íslands. Hún er gift Stefáni Árna Auðólfssyni og á þrjú börn. „Það er sönn ánægja að ganga til liðs við Íslandspóst á þessum miklu umbreytingartímum sem fyrirtækið er að ganga í gegnum. Ég veit að þetta verður mjög krefjandi starf sem verður fullt af áskorunum en á sama tíma er þetta ótrúlega spennandi tækifæri og hlakka ég mikið til að byrja. Mikið hefur verið rætt um Íslandspóst á síðustu árum í fjölmiðlum og það er einstakt tækifæri að fá að taka þátt í að snúa rekstri fyrirtækisins við,“ er haft eftir Þórhildi í tilkynningu. Þá segir Birgir Jónsson forstjóri Íslandspósts að fyrirtækið haldi áfram að leggja áherslu á hagræðingu í rekstri fyrirtækisins, sem hefur verið í miklum fjárhagserfiðleikum að undanförnu. Áður hefur verið tilkynnt um að Íslandspóstur hyggist fækka framkvæmdastjórum og flytja í ódýrara húsnæði. Birgir segir að næstu skref í hagræðingaraðgerðum verði stigin síðar í þessum mánuði. „En þá munum við kynna enn frekari breytingar sem snúa að hagræðingu og breyttu skipulagi,“ segir Birgir. Þá þakkar hann fráfarandi framkvæmdastjóra fjármálasviðs, Helgu Sigríði Böðvarsdóttur, fyrir vel unnin störf. Íslandspóstur Vistaskipti Tengdar fréttir Starfsmönnum Íslandspósts tilkynnt um yfirvofandi uppsagnir Forstjóri Íslandspósts segir að umtalverður hluti millistjórnenda og skrifstofustarfsmanna verði sagt upp. Sársaukafyllstu aðgerðunum eigi að ljúka að mestu fyrir haustið. 3. júlí 2019 15:23 Nýr forstöðumaður hjá Póstinum Georg Haraldsson mun taka við starfi forstöðumanns Stafrænnar þjónustu hjá Íslandspósti í lok sumars, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. 15. júlí 2019 10:50 Sesselía Birgisdóttir ráðin til Íslandspósts Sesselía Birgisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Þjónustu- og markaðssviðs Íslandspósts. 4. júlí 2019 15:13 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Sjá meira
Þórhildur Ólöf Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Íslandspósti. Hún tekur við starfinu í lok sumars, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Í tilkynningu segir að Þórhildur hafi mikla reynslu á sviði fjármála og rekstrar en síðastliðin tvö ár hefur hún starfað sem fjármálastjóri 66° norður. Þar áður var hún fjármálastjóri bílaumboðsins Heklu frá 2014 til 2017 og fjármálastjóri Securitas. Áður starfaði hún sem verkefnastjóri hjá Deloitte. Þá sat hún í stjórn Sjóvá almennra um árabil og átti í sæti í stjórnum dótturfélaga 66°norður og Heklu. Þórhildur er með cand oecon-próf frá Háskóla Íslands. Hún er gift Stefáni Árna Auðólfssyni og á þrjú börn. „Það er sönn ánægja að ganga til liðs við Íslandspóst á þessum miklu umbreytingartímum sem fyrirtækið er að ganga í gegnum. Ég veit að þetta verður mjög krefjandi starf sem verður fullt af áskorunum en á sama tíma er þetta ótrúlega spennandi tækifæri og hlakka ég mikið til að byrja. Mikið hefur verið rætt um Íslandspóst á síðustu árum í fjölmiðlum og það er einstakt tækifæri að fá að taka þátt í að snúa rekstri fyrirtækisins við,“ er haft eftir Þórhildi í tilkynningu. Þá segir Birgir Jónsson forstjóri Íslandspósts að fyrirtækið haldi áfram að leggja áherslu á hagræðingu í rekstri fyrirtækisins, sem hefur verið í miklum fjárhagserfiðleikum að undanförnu. Áður hefur verið tilkynnt um að Íslandspóstur hyggist fækka framkvæmdastjórum og flytja í ódýrara húsnæði. Birgir segir að næstu skref í hagræðingaraðgerðum verði stigin síðar í þessum mánuði. „En þá munum við kynna enn frekari breytingar sem snúa að hagræðingu og breyttu skipulagi,“ segir Birgir. Þá þakkar hann fráfarandi framkvæmdastjóra fjármálasviðs, Helgu Sigríði Böðvarsdóttur, fyrir vel unnin störf.
Íslandspóstur Vistaskipti Tengdar fréttir Starfsmönnum Íslandspósts tilkynnt um yfirvofandi uppsagnir Forstjóri Íslandspósts segir að umtalverður hluti millistjórnenda og skrifstofustarfsmanna verði sagt upp. Sársaukafyllstu aðgerðunum eigi að ljúka að mestu fyrir haustið. 3. júlí 2019 15:23 Nýr forstöðumaður hjá Póstinum Georg Haraldsson mun taka við starfi forstöðumanns Stafrænnar þjónustu hjá Íslandspósti í lok sumars, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. 15. júlí 2019 10:50 Sesselía Birgisdóttir ráðin til Íslandspósts Sesselía Birgisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Þjónustu- og markaðssviðs Íslandspósts. 4. júlí 2019 15:13 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Sjá meira
Starfsmönnum Íslandspósts tilkynnt um yfirvofandi uppsagnir Forstjóri Íslandspósts segir að umtalverður hluti millistjórnenda og skrifstofustarfsmanna verði sagt upp. Sársaukafyllstu aðgerðunum eigi að ljúka að mestu fyrir haustið. 3. júlí 2019 15:23
Nýr forstöðumaður hjá Póstinum Georg Haraldsson mun taka við starfi forstöðumanns Stafrænnar þjónustu hjá Íslandspósti í lok sumars, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. 15. júlí 2019 10:50
Sesselía Birgisdóttir ráðin til Íslandspósts Sesselía Birgisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Þjónustu- og markaðssviðs Íslandspósts. 4. júlí 2019 15:13