Sýnilegar og ósýnilegar breytingar Elín M. Stefánsdóttir skrifar 8. ágúst 2019 08:00 Árið 1930 tók til starfa Mjólkurbú Ölfusinga sem talið var á þeim tíma eina mjólkurbúið á Norðurlöndum og líklega víðar þar sem jarðhiti var notaður við mjólkurvinnslu. Auglýsti búið árið 1933 að það væri „Eina Mjólkurbúið á Íslandi sem rekið er með íslenskum aflgjafa“. Vandamál við framleiðsluna m.a. vegna skorts á nægjanlegri þekkingu á auðlindinni og kælitækni varð til þess að búið varð því miður gjaldþrota árið 1938. Við lærðum síðar að nýta betur þessa mikilvægu orkulind okkar. Þótt þessi tilraun og draumur manna um jarðhitanotkun árið 1930 hafi ekki raungerst yfir í allan mjólkuriðnaðinn af þessu merkilega búi notum við í dag innlenda endurnýjanlega orkugjafa í framleiðslunni til að framleiða skyr, ost og pakka mjólk. Tilraunin var þess virði því oftast þarf mistök til þess að ná að lokum árangri. Í dag stefnum við flest að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og víða í heiminum er unnið gott starf. Kúabændur, fyrirtæki í þeirra eigu, alþjóðastofnanir og aðrir sem starfa við mjólkurvinnslu víða um heim átta sig á að í því felast bæði áskoranir og tækifæri og er unnið að sjálfbærniverkefnum víða um heim. Innanlands höfum við íslenskir kúabændur frá árinu 1990 aukið nyt kúa um 60% en á sama tíma hefur íslenskum kúm fækkað um 16%. Við erum því að fá meiri mjólk úr færri gripum með betri fóðrun, betri dýravelferð og tækninýjungum. Við eigum til að mynda heimsmet í notkun sjálfvirkra mjaltaþjóna þar sem kýrnar ganga lausar og sjá sjálfar um að fara í mjaltir, og geta sjálfar ráðið því hvenær þær éta eða liggja. Erlendis hafa einnig verið sett markmið sem taka á vandamálum sem eru ólík þeim sem við stöndum frammi fyrir. Til dæmis hafa kanadískir bændur minnkað ferskvatnsnotkun um 6% og Ástralar ætla að draga úr notkun sýklalyfja til þess að vernda dýrin en einnig til þess að halda aðgengi okkar mannfólksins að þessum nauðsynlegu lyfjum. Sem dæmi frá þróunarríkjum hafa Indverjar séð tækifæri í að valdefla konur gegnum framleiðslu og vinnslu á mjólk sem verður til þess að auka möguleika á því að treysta framfærslu milljóna fjölskyldna. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvernig framleiðsla á mjólk hefur tekið breytingum í átt að sjálfbærari framleiðslu og þar eigum við bændur mikið inni, bæði hvað varðar orkunotkun og fóðuröflun, en þetta á einnig við vinnsluna. Á Íslandi hefur Mjólkursamsalan til að mynda fært mjólkina í fernur sem bera 66% minna kolefnaspor, nota 90% endurunnið plast í glæru skeiðalokin og skeiðalausu lokin og fullnýta það hráefni sem til fellur svo matarsóun sé með minnsta móti í framleiðsluferlinu. Svona eru margar breytingar í átt að sjálfbærara samfélagi okkar sýnilegar eða ósýnilegar í okkar daglega lífi og tilraunanna virði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Árið 1930 tók til starfa Mjólkurbú Ölfusinga sem talið var á þeim tíma eina mjólkurbúið á Norðurlöndum og líklega víðar þar sem jarðhiti var notaður við mjólkurvinnslu. Auglýsti búið árið 1933 að það væri „Eina Mjólkurbúið á Íslandi sem rekið er með íslenskum aflgjafa“. Vandamál við framleiðsluna m.a. vegna skorts á nægjanlegri þekkingu á auðlindinni og kælitækni varð til þess að búið varð því miður gjaldþrota árið 1938. Við lærðum síðar að nýta betur þessa mikilvægu orkulind okkar. Þótt þessi tilraun og draumur manna um jarðhitanotkun árið 1930 hafi ekki raungerst yfir í allan mjólkuriðnaðinn af þessu merkilega búi notum við í dag innlenda endurnýjanlega orkugjafa í framleiðslunni til að framleiða skyr, ost og pakka mjólk. Tilraunin var þess virði því oftast þarf mistök til þess að ná að lokum árangri. Í dag stefnum við flest að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og víða í heiminum er unnið gott starf. Kúabændur, fyrirtæki í þeirra eigu, alþjóðastofnanir og aðrir sem starfa við mjólkurvinnslu víða um heim átta sig á að í því felast bæði áskoranir og tækifæri og er unnið að sjálfbærniverkefnum víða um heim. Innanlands höfum við íslenskir kúabændur frá árinu 1990 aukið nyt kúa um 60% en á sama tíma hefur íslenskum kúm fækkað um 16%. Við erum því að fá meiri mjólk úr færri gripum með betri fóðrun, betri dýravelferð og tækninýjungum. Við eigum til að mynda heimsmet í notkun sjálfvirkra mjaltaþjóna þar sem kýrnar ganga lausar og sjá sjálfar um að fara í mjaltir, og geta sjálfar ráðið því hvenær þær éta eða liggja. Erlendis hafa einnig verið sett markmið sem taka á vandamálum sem eru ólík þeim sem við stöndum frammi fyrir. Til dæmis hafa kanadískir bændur minnkað ferskvatnsnotkun um 6% og Ástralar ætla að draga úr notkun sýklalyfja til þess að vernda dýrin en einnig til þess að halda aðgengi okkar mannfólksins að þessum nauðsynlegu lyfjum. Sem dæmi frá þróunarríkjum hafa Indverjar séð tækifæri í að valdefla konur gegnum framleiðslu og vinnslu á mjólk sem verður til þess að auka möguleika á því að treysta framfærslu milljóna fjölskyldna. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvernig framleiðsla á mjólk hefur tekið breytingum í átt að sjálfbærari framleiðslu og þar eigum við bændur mikið inni, bæði hvað varðar orkunotkun og fóðuröflun, en þetta á einnig við vinnsluna. Á Íslandi hefur Mjólkursamsalan til að mynda fært mjólkina í fernur sem bera 66% minna kolefnaspor, nota 90% endurunnið plast í glæru skeiðalokin og skeiðalausu lokin og fullnýta það hráefni sem til fellur svo matarsóun sé með minnsta móti í framleiðsluferlinu. Svona eru margar breytingar í átt að sjálfbærara samfélagi okkar sýnilegar eða ósýnilegar í okkar daglega lífi og tilraunanna virði.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun