Besti leikmaður HM 2010 leggur skóna á hilluna Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. ágúst 2019 08:30 Forlán varð Englandsmeistari með Man Utd 2003 vísir/getty Úrugvæski markahrókurinn Diego Forlán hefur gefið út að hann sé hættur knattspyrnuiðkun og bindur þar með enda á 22 ára atvinnumannaferil sinn en Forlan varð fertugur í maí á þessu ári. Raunar hefur Forlán verið án félags síðan í maí á síðasta ári en þá hjálpaði hann Kitchee að verða meistari í Hong Kong. Hann tilkynnti hins vegar formlega um ákvörðun sína í gær. „Það er ekki auðvelt að taka þessa ákvörðun. Ég vildi ekki að til þess myndi koma en ég vissi að það kæmi að því,“ sagði Forlán. Forlán hóf atvinnumannaferil sinn með Independiente í Argentínu þar sem hann raðaði inn mörkum í kringum aldamótin sem varð þess valdandi að hann var keyptur til Manchester United. tanto dentro como fuera de la cancha, un sueño haber jugado con uno de mis ÍDOLOS. Serás siempre una LEYENDA en Uruguay. MUCHO ÉXITO EN TUS NUEVOS DESAFÍOS, AMIGO @DiegoForlan7#orgullouruguayo#leyendauruguaya#amigogoleadorpic.twitter.com/1bkGGoKG62 — Luis Suarez (@LuisSuarez9) August 7, 2019Forlán gekk illa að fóta sig í enska boltanum og skoraði aðeins 17 mörk í 98 leikjum fyrir Man Utd. Hann var í kjölfarið seldur til Villarreal á Spáni þar sem hann var iðinn við kolann í markaskorun en hann færði sig um set til Atletico Madrid eftir þrjú góð ár hjá Villarreal. Alls skoraði Forlán 155 mörk í 324 leikjum á spænskri grundu og hjálpaði Atletico að vinna Evrópudeildina 2010. Forlán fór á flakk eftir sjö ár í La Liga og lék með Inter Milan, Internacional, Cerezo Osaka, Penarol, Mumbay City og Kitchee áður en skórnir fóru á hilluna. Hann átti góðan feril með landsliðinu og er þriðji markahæsti leikmaður Úrugvæ frá upphafi með 36 mörk í 112 landsleikjum. Forlán var valinn besti leikmaður HM í Suður-Afríku árið 2010 en þá var hann í lykilhlutverki hjá Úrugvæ sem hafnaði i 4.sæti keppninnar.Uruguayan legend Diego Forlan has retired from footballHe beat Wesley Sneijder and Thomas Muller to win the Golden Ball at the 2010 World Cup pic.twitter.com/hMBMv2DiKU— B/R Football (@brfootball) August 7, 2019 Fótbolti Úrúgvæ Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Úrugvæski markahrókurinn Diego Forlán hefur gefið út að hann sé hættur knattspyrnuiðkun og bindur þar með enda á 22 ára atvinnumannaferil sinn en Forlan varð fertugur í maí á þessu ári. Raunar hefur Forlán verið án félags síðan í maí á síðasta ári en þá hjálpaði hann Kitchee að verða meistari í Hong Kong. Hann tilkynnti hins vegar formlega um ákvörðun sína í gær. „Það er ekki auðvelt að taka þessa ákvörðun. Ég vildi ekki að til þess myndi koma en ég vissi að það kæmi að því,“ sagði Forlán. Forlán hóf atvinnumannaferil sinn með Independiente í Argentínu þar sem hann raðaði inn mörkum í kringum aldamótin sem varð þess valdandi að hann var keyptur til Manchester United. tanto dentro como fuera de la cancha, un sueño haber jugado con uno de mis ÍDOLOS. Serás siempre una LEYENDA en Uruguay. MUCHO ÉXITO EN TUS NUEVOS DESAFÍOS, AMIGO @DiegoForlan7#orgullouruguayo#leyendauruguaya#amigogoleadorpic.twitter.com/1bkGGoKG62 — Luis Suarez (@LuisSuarez9) August 7, 2019Forlán gekk illa að fóta sig í enska boltanum og skoraði aðeins 17 mörk í 98 leikjum fyrir Man Utd. Hann var í kjölfarið seldur til Villarreal á Spáni þar sem hann var iðinn við kolann í markaskorun en hann færði sig um set til Atletico Madrid eftir þrjú góð ár hjá Villarreal. Alls skoraði Forlán 155 mörk í 324 leikjum á spænskri grundu og hjálpaði Atletico að vinna Evrópudeildina 2010. Forlán fór á flakk eftir sjö ár í La Liga og lék með Inter Milan, Internacional, Cerezo Osaka, Penarol, Mumbay City og Kitchee áður en skórnir fóru á hilluna. Hann átti góðan feril með landsliðinu og er þriðji markahæsti leikmaður Úrugvæ frá upphafi með 36 mörk í 112 landsleikjum. Forlán var valinn besti leikmaður HM í Suður-Afríku árið 2010 en þá var hann í lykilhlutverki hjá Úrugvæ sem hafnaði i 4.sæti keppninnar.Uruguayan legend Diego Forlan has retired from footballHe beat Wesley Sneijder and Thomas Muller to win the Golden Ball at the 2010 World Cup pic.twitter.com/hMBMv2DiKU— B/R Football (@brfootball) August 7, 2019
Fótbolti Úrúgvæ Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira