Stolt út um allt! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 7. ágúst 2019 08:00 Við fögnum fjölbreytileikanum á 20 ára afmæli Hinsegin daga um þessar mundir. Hátíðin hefur svo sannarlega vaxið ár frá ári, þroskast og eflst þar sem fjölbreytileikinn birtist okkur í sífellt nýrri mynd. Viðurkenning fjölbreytileikans fangar sífellt fleiri birtingarmyndir þess að vera einstaklingur sem stendur með eigin tilfinningum. Slíkt kallar á stöðugt endurmat á því í hverju viðurkenningin fyrir manneskjunni sjálfri felst. Að hver einasta manneskja hafi frelsi og stuðning til þess að standa með sjálfri sér hver sem hún er á hverjum tíma. Því skiptir máli að við sem samfélag stöndum þessa gríðarlega mikilvægu vakt sem felur í sér að virða og styðja við velferð allra. Það gerum við með því að viðurkenna fjölbreytileikann í nærsamfélagi okkar. Við sem vinnum að því að gera samfélagið betra með því að hafa umboð kjósenda, vera kjörnir fulltrúar í okkar nærsamfélagi, berum ábyrgð á þeim stuðningi og viðurkenningu sem fæst á hverjum tíma. Viðurkenningu sem er hinsegin fólki sérstaklega dýrmæt. Öll sveitarfélög ættu að hafa virka stefnu í fræðslu í málefnum hinsegin fólks. Láta verkin tala. Þannig náum við árangri og gerum fleirum kleift að standa með sjálfum sér. Viðurkenningin fæst nefnilega ekki með orðum og velvilja einum saman heldur með því að halda uppi öflugri fræðslu. Fræðslu um veruleika hinsegin fólks í allri sinni mynd. Fræðslu sem nær til allra þeirra sem starfa með fólki. Skólar eru sérstaklega mikilvægur vettvangur fyrir slíka fræðslu en ekki síður aðrar stofnanir sem fara með málefni fólks. Fræðsla um veruleika hinsegin fólks ætti í raun aldrei að vera val. Hún skiptir máli og hefur með velferð einstaklinga að gera. Á Hinsegin dögum er fjölbreytt dagskrá þar sem mikilvægi sýnileikans er dreginn fram frá ólíkum hliðum. Þar er ekki síður þátttaka samfélagsins dregin fram þar sem sýnileikinn er ekki einkamál þess sem skilgreinir sig undir regnhlíf hinsegin samfélagsins. Sjálf þakka ég sérstaklega fyrir frelsið sem viðurkenningin hefur gefið mér sem lesbía á þessum tímamótum og vona að enn fleiri geti gert það í dag en í gær. Við berum einfaldlega öll ábyrgð. Gleðilega Hinsegin daga! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Við fögnum fjölbreytileikanum á 20 ára afmæli Hinsegin daga um þessar mundir. Hátíðin hefur svo sannarlega vaxið ár frá ári, þroskast og eflst þar sem fjölbreytileikinn birtist okkur í sífellt nýrri mynd. Viðurkenning fjölbreytileikans fangar sífellt fleiri birtingarmyndir þess að vera einstaklingur sem stendur með eigin tilfinningum. Slíkt kallar á stöðugt endurmat á því í hverju viðurkenningin fyrir manneskjunni sjálfri felst. Að hver einasta manneskja hafi frelsi og stuðning til þess að standa með sjálfri sér hver sem hún er á hverjum tíma. Því skiptir máli að við sem samfélag stöndum þessa gríðarlega mikilvægu vakt sem felur í sér að virða og styðja við velferð allra. Það gerum við með því að viðurkenna fjölbreytileikann í nærsamfélagi okkar. Við sem vinnum að því að gera samfélagið betra með því að hafa umboð kjósenda, vera kjörnir fulltrúar í okkar nærsamfélagi, berum ábyrgð á þeim stuðningi og viðurkenningu sem fæst á hverjum tíma. Viðurkenningu sem er hinsegin fólki sérstaklega dýrmæt. Öll sveitarfélög ættu að hafa virka stefnu í fræðslu í málefnum hinsegin fólks. Láta verkin tala. Þannig náum við árangri og gerum fleirum kleift að standa með sjálfum sér. Viðurkenningin fæst nefnilega ekki með orðum og velvilja einum saman heldur með því að halda uppi öflugri fræðslu. Fræðslu um veruleika hinsegin fólks í allri sinni mynd. Fræðslu sem nær til allra þeirra sem starfa með fólki. Skólar eru sérstaklega mikilvægur vettvangur fyrir slíka fræðslu en ekki síður aðrar stofnanir sem fara með málefni fólks. Fræðsla um veruleika hinsegin fólks ætti í raun aldrei að vera val. Hún skiptir máli og hefur með velferð einstaklinga að gera. Á Hinsegin dögum er fjölbreytt dagskrá þar sem mikilvægi sýnileikans er dreginn fram frá ólíkum hliðum. Þar er ekki síður þátttaka samfélagsins dregin fram þar sem sýnileikinn er ekki einkamál þess sem skilgreinir sig undir regnhlíf hinsegin samfélagsins. Sjálf þakka ég sérstaklega fyrir frelsið sem viðurkenningin hefur gefið mér sem lesbía á þessum tímamótum og vona að enn fleiri geti gert það í dag en í gær. Við berum einfaldlega öll ábyrgð. Gleðilega Hinsegin daga!
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun