Pogba á forsíðu AS í morgun: „Þegiðu og spilaðu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2019 09:00 Paul Pogba á forsíðu AS. Forsíða AS Paul Pogba er enn leikmaður Manchester United og fyrsti leikur liðsins er gegn Chelsea um næstu helgi. Solskjær heldur því statt og stöðugt fram að Pogba sé ekki á förum frá Old Trafford. Umboðsmaður Pogba er samt ekki búinn að gefast upp. Forsíðufrétt spænska miðilsins AS er um Paul Pogba og stöðu mála. Félagaskiptaglugganum á Englandi verður lokað á fimmtudaginn kemur og það er óhugsandi að United láti Pogba fara eftir það. Því eru aðeins nokkrir dagar til stefnu. Paul Pogba er að sussa á forsíðu AS í morgun og yfir myndinni stendur „Silencio, se juega" eða „Þegiðu og spilaðu“ á íslensku. Þetta táknar óánægju Pogba á Old Trafford og pressuna sem hann hefur sett til að komast til síns óskaliðs. Þetta mál er enn eitt dæmið um hvernig bestu leikmenn heims reyna að þvinga fram nær ómöguleg félagaskipti og því verður mjög fróðlegt að hlera fréttir úr herbúðum United fram á fimmtudaginn.¡Muy buenos días! Esta es la #PortadaAS de hoy, martes 6 de agosto "Silencio, se juega" pic.twitter.com/8S0m5HSWZb — AS (@diarioas) August 6, 2019 Mikið hefur verið gert úr óánægju Paul Pogba hjá Manchester United og að hann vilji komast til Meistaradeildarliðs. Real Madrid er þar efst á blaði og það er mikill áhugi hjá Zinedine Zidane að fá franska miðjumanninn á Bernabéu. Pogba vill helst fara til Zidane vitandi það að franski stjórinn er hrifinn af honum. Pogba hefur líka taugar til Juventus þar sem hann varð að „manni“ á knattspyrnuvellinum og spilaði nokkur mjög góð ár áður en Manchester United keypti hann. Blaðamenn AS halda því aftur á móti fram að umræddur Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, sé hins vegar meira að nota Juventus til að auk pressuna á Real Madrid því ítalska félagið hefur væntanlega ekki efni á að kaupa feitan bita eins og Pogba. Það nýjasta er þó að Juventus sé tilbúið að bjóða þrjá leikmenn í skiptum fyrir Pogba. Real Madrid þarf síðan að bjóða miklu betur en hingað til. Fjölmiðlar sögðu frá hálf dapurlegu fyrsta tilboði Real Madrid í Pogba sem United hafnaði um leið. Real Madrid átti að hafa boðið 27,6 milljónir punda plús kólumbíska landsliðsmanninn James Rodriguez.El United ha rechazado una oferta del Madrid de James más 30M€ por Pogba El club inglés, que está empeñado en no vender al francés por debajo de los 170 millones de euros, han considerado escasa la propuestahttps://t.co/ojR6OJ9Nkk — AS (@diarioas) August 6, 2019 Manchester United hefur sagt að Pogba sé ekki til sölu en ef að félagið ætlaði að selja hann þá færi hann aldrei fyrir minna en 150 milljónir punda. Real Madrid er þegar búið að eyða 250 milljónum punda í sumar og eina leiðin til að eiga fyrir Pogba væri að selja Gareth Bale fyrir stóra upphæð. Það lítur því allt út fyrir það að stuðningsmenn United þurfi að upplifa óvissuástand allt fram á fimmtudaginn. Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, er í Manchester en hann var að ganga frá kaupum Everton á Moise Kean. Nú fer hann væntanlega á fullt í að losa Pogba úr „prísundinni“ eins fáránlega og það hljómar í augum stuðningsmanna Manchester United. Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Sjá meira
Paul Pogba er enn leikmaður Manchester United og fyrsti leikur liðsins er gegn Chelsea um næstu helgi. Solskjær heldur því statt og stöðugt fram að Pogba sé ekki á förum frá Old Trafford. Umboðsmaður Pogba er samt ekki búinn að gefast upp. Forsíðufrétt spænska miðilsins AS er um Paul Pogba og stöðu mála. Félagaskiptaglugganum á Englandi verður lokað á fimmtudaginn kemur og það er óhugsandi að United láti Pogba fara eftir það. Því eru aðeins nokkrir dagar til stefnu. Paul Pogba er að sussa á forsíðu AS í morgun og yfir myndinni stendur „Silencio, se juega" eða „Þegiðu og spilaðu“ á íslensku. Þetta táknar óánægju Pogba á Old Trafford og pressuna sem hann hefur sett til að komast til síns óskaliðs. Þetta mál er enn eitt dæmið um hvernig bestu leikmenn heims reyna að þvinga fram nær ómöguleg félagaskipti og því verður mjög fróðlegt að hlera fréttir úr herbúðum United fram á fimmtudaginn.¡Muy buenos días! Esta es la #PortadaAS de hoy, martes 6 de agosto "Silencio, se juega" pic.twitter.com/8S0m5HSWZb — AS (@diarioas) August 6, 2019 Mikið hefur verið gert úr óánægju Paul Pogba hjá Manchester United og að hann vilji komast til Meistaradeildarliðs. Real Madrid er þar efst á blaði og það er mikill áhugi hjá Zinedine Zidane að fá franska miðjumanninn á Bernabéu. Pogba vill helst fara til Zidane vitandi það að franski stjórinn er hrifinn af honum. Pogba hefur líka taugar til Juventus þar sem hann varð að „manni“ á knattspyrnuvellinum og spilaði nokkur mjög góð ár áður en Manchester United keypti hann. Blaðamenn AS halda því aftur á móti fram að umræddur Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, sé hins vegar meira að nota Juventus til að auk pressuna á Real Madrid því ítalska félagið hefur væntanlega ekki efni á að kaupa feitan bita eins og Pogba. Það nýjasta er þó að Juventus sé tilbúið að bjóða þrjá leikmenn í skiptum fyrir Pogba. Real Madrid þarf síðan að bjóða miklu betur en hingað til. Fjölmiðlar sögðu frá hálf dapurlegu fyrsta tilboði Real Madrid í Pogba sem United hafnaði um leið. Real Madrid átti að hafa boðið 27,6 milljónir punda plús kólumbíska landsliðsmanninn James Rodriguez.El United ha rechazado una oferta del Madrid de James más 30M€ por Pogba El club inglés, que está empeñado en no vender al francés por debajo de los 170 millones de euros, han considerado escasa la propuestahttps://t.co/ojR6OJ9Nkk — AS (@diarioas) August 6, 2019 Manchester United hefur sagt að Pogba sé ekki til sölu en ef að félagið ætlaði að selja hann þá færi hann aldrei fyrir minna en 150 milljónir punda. Real Madrid er þegar búið að eyða 250 milljónum punda í sumar og eina leiðin til að eiga fyrir Pogba væri að selja Gareth Bale fyrir stóra upphæð. Það lítur því allt út fyrir það að stuðningsmenn United þurfi að upplifa óvissuástand allt fram á fimmtudaginn. Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, er í Manchester en hann var að ganga frá kaupum Everton á Moise Kean. Nú fer hann væntanlega á fullt í að losa Pogba úr „prísundinni“ eins fáránlega og það hljómar í augum stuðningsmanna Manchester United.
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Sjá meira