Cesar Sayoc, bandaríski maðurinn sem játaði í mars að hafa sent andstæðingum Bandaríkjaforseta, Donald Trump, rörasprengjur í pósti, hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi. CNBC greinir frá.
Á meðal þeirra sem Sayoc sendi sprengjur voru Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, auðkýfingurinn George Soros, sem stutt hefur við Demókrataflokkinn, og Hillary Clinton mótframbjóðandi Trump í forsetakosningunum 2016.
Pakkana sendi maðurinn í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum í október síðastliðnum. Sendingarnar voru allar stöðvaðar áður en þær komust í hendur þeirra sem þær voru stílaðar á og engin þeirra sprakk. Hann var handtekinn eftir fjögurra daga leit yfirvalda.
Sayoc hafði áður komist í kast við lögin en hann var handtekinn árið 2002 í Flórída vegna sprengjuhótunar. Þá hafði hann einnig verið handtekinn í tvígang fyrir þjófnað.
Allt í allt hafði Sayoc áætlað að senda sprengjur á allt að 100 andstæðinga Trump, þar á meðal fyrrverandi varaforsetann Joe Biden, ráðherrann fyrrverandi Eric Holder auk forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins þau Kamölu Harris og Cory Booker sem bæði eru öldungadeildarþingmenn.
Maðurinn sem sendi andstæðingum Trump sprengjur dæmdur í 20 ára fangelsi

Tengdar fréttir

Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð
Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra.

Stafsetningarvillur meðal þess sem kom upp um Sayoc
Alríkislögreglan bandaríska FBI hafði upp á Cesar Sayoc með hjálp erfðaefnis, fingrafara og greiningar á samfélagsmiðlum.

Maðurinn sem sendi andstæðingum Trump sprengjur játar sök
Leiðtogar demókrata, fyrrverandi forstjóri CIA og leikarinn Robert De Niro voru á meðal þeirra sem maðurinn sendi rörsprengju í október.

Hinn grunaði á langan sakaferil að baki
Yfirvöld Bandaríkjanna hafa opinberað nafn mannsins sem grunaður er um að hafa sent sprengjur víða um Bandaríkin á undanförnum dögum.