Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi Gígja Hilmarsdóttir skrifar 5. ágúst 2019 17:25 Þyrlan er á vettvangi með björgunarsveitarfólk til að flytja það nær manninum Slysavarnarfélagið Landsbjörg Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á fjórða tímanum í dag vegna manns á Fimmvörðuhálsi sem er slasaður á fæti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbjörg. Þar kemur jafnframt fram að þoka sé á slysstað og að heilbrigðisfólk á vettvangi hlúi nú að manninum. Ekki hefur verið ákveðið hvort maðurinn verði fluttur með bíl eða þyrlu til Reykjavíkur en björgunarsveitarmenn aki nú upp hálsinn með frekari búnað til að undirbúa þann slasaða fyrir flutning. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir þyrluna hafa verið kallaða á vettvang hún geti hins vegar ekki athafnað sig á vettvangi vegna þoku. „Þyrlan er á vettvangi með björgunarsveitarfólk til að flytja það nær manninum. Að öllum líkindum verður björgunarfólk flutt aðeins neðar á gönguleiðinni og munu björgunarmenn ganga að staðnum sem maðurinn er. Þokan er eitthvað að trufla okkur svo fólk er á leið upp á bílum og sexhjólum frá skógum,“ segir Davíð. Þá segir hann upplýsingar hafa borist frá göngumönnum á vettvangi um að maðurinn væri mögulega lærbrotinn, það sé hins vegar óstaðfest.Eins og sjá má var skyggni mjög slæmtBjörgunarsveitinUppfært kl. 18:10 Björgunarsveitarmenn ásamt lækni komu að manninum rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. Óku þeir að Fimmvörðuhálsskála og gengu þaðan þar sem maðurinn er. Þyrla Landhelgisgæslunnar er lent með björgunarsveitarfólk aðeins norðar en þar sem maðurinn er og eru á leiðinni til hans fótgangandi. Að sögn upplýsingafulltrúa eru næstu skref að verkjastilla manninn og bera hann að þyrlunni.Uppfært kl. 21:43 Maðurinn er kominn um borð í þyrlu landhelgisgæslunnar eftir sjö tíma björgunaraðgerðir.Kona í sjálfheldu í Námafjalli og aðstoð við umferðarstjórnun Í tilkynningunni kemur fram að björgunarsveit hafi verið kölluð út vegna konu í sjálfheldu í Námafjalli norðan við Mývatn. Þegar björgunarsveitarmenn komu á svæðið fengu þeir upplýsingar um að aðrir ferðamenn höfðu aðstoðað konuna við að komast niður. Stuttu seinna náðu þeir tali af konunni neðar í hlíðinni, hún var þá orðin róleg og hélt ferðalagi sínu áfram að því er kemur fram í tilkynningunni. Á fjórða tímanum óskað lögreglan á Norðurlandi eftir aðstoð björgunarsveita við umferðastjórnun í Strákagöngum. Umferðarflækjan er nú að leysast að sögn björgunarsveitamanna á staðnum.Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á fjórða tímanum í dag vegna manns á Fimmvörðuhálsi sem er slasaður á fæti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbjörg. Þar kemur jafnframt fram að þoka sé á slysstað og að heilbrigðisfólk á vettvangi hlúi nú að manninum. Ekki hefur verið ákveðið hvort maðurinn verði fluttur með bíl eða þyrlu til Reykjavíkur en björgunarsveitarmenn aki nú upp hálsinn með frekari búnað til að undirbúa þann slasaða fyrir flutning. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir þyrluna hafa verið kallaða á vettvang hún geti hins vegar ekki athafnað sig á vettvangi vegna þoku. „Þyrlan er á vettvangi með björgunarsveitarfólk til að flytja það nær manninum. Að öllum líkindum verður björgunarfólk flutt aðeins neðar á gönguleiðinni og munu björgunarmenn ganga að staðnum sem maðurinn er. Þokan er eitthvað að trufla okkur svo fólk er á leið upp á bílum og sexhjólum frá skógum,“ segir Davíð. Þá segir hann upplýsingar hafa borist frá göngumönnum á vettvangi um að maðurinn væri mögulega lærbrotinn, það sé hins vegar óstaðfest.Eins og sjá má var skyggni mjög slæmtBjörgunarsveitinUppfært kl. 18:10 Björgunarsveitarmenn ásamt lækni komu að manninum rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. Óku þeir að Fimmvörðuhálsskála og gengu þaðan þar sem maðurinn er. Þyrla Landhelgisgæslunnar er lent með björgunarsveitarfólk aðeins norðar en þar sem maðurinn er og eru á leiðinni til hans fótgangandi. Að sögn upplýsingafulltrúa eru næstu skref að verkjastilla manninn og bera hann að þyrlunni.Uppfært kl. 21:43 Maðurinn er kominn um borð í þyrlu landhelgisgæslunnar eftir sjö tíma björgunaraðgerðir.Kona í sjálfheldu í Námafjalli og aðstoð við umferðarstjórnun Í tilkynningunni kemur fram að björgunarsveit hafi verið kölluð út vegna konu í sjálfheldu í Námafjalli norðan við Mývatn. Þegar björgunarsveitarmenn komu á svæðið fengu þeir upplýsingar um að aðrir ferðamenn höfðu aðstoðað konuna við að komast niður. Stuttu seinna náðu þeir tali af konunni neðar í hlíðinni, hún var þá orðin róleg og hélt ferðalagi sínu áfram að því er kemur fram í tilkynningunni. Á fjórða tímanum óskað lögreglan á Norðurlandi eftir aðstoð björgunarsveita við umferðastjórnun í Strákagöngum. Umferðarflækjan er nú að leysast að sögn björgunarsveitamanna á staðnum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira