Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði Stefán Ó. Jónsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 5. ágúst 2019 13:15 Frá aðgerðum um helgina Vísir/Sunna Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. Um fimmtíu grindhvalir strönduðu í fjörunni við Útskálakirkju í Garði á föstudagskvöld. Nær allar götur síðan hafa staðið yfir aðgerðir í fjörunni, þar sem björgunarsveitarfólk hefur ýmist náð að losa dýrin og ýta þeim aftur á haf út, eða losa hræ þeirra hvala sem ekki tókst að bjarga. Stefnt var að því að losa síðustu fjögur hræin sem eftir voru í gærkvöldi, sem tókst ekki alveg því einu varð ekki haggað. „Það gekk reyndar vel með eitt dýrið en tvö þeirra voru erfiðari því að það er verið að myndast gasmyndun í dýrunum. Þá er erfiðara að sökkva þeim og það verður því erfiðara með hverjum deginum. Sérstaklega ef dýrin eru stór,“ sagði Bergný Sævarsdóttir, staðgengill bæjarstjóra hjá Suðurnesjabæ, í hádegisfréttum Bylgjunna en hún hefur fylgst með aðgerðum um helgina. „Það sem eftir er er minna og vonandi gengur það betur,“ bætti hún bið. Björgunarsveitarfólk var því aftur ræst út í hádeginu í von um að koma síðasta hræinu á brott. „Þetta dýr sem eftir er í fjörunnni á Garðskaga það fór sjálft á flot í gær, fór aftur á land á öðrum stað. Önnur dýr hafa enn þá ekki rekið upp. Vonandi verður það þannig. Vonandi takast þessar aðgerðir þannig að við þurfum ekki bara að halda áfram í næstu viku hvað þetta varðar,“ sagði Bergný.Fljótlega var þó tekin ákvörðun um að urða síðasta hræið í fjörunni. Grafið var tvo metra niður og hræinu komið þar fyrir. Segir Bergný að áfram verði fylgst með þróun mála og hvort að einhver hræ muni aftur reka á land. Nú sé þó aðgerðum að mestu lokið, löng og ströng vakt því á enda.Það er nóg að eyða einni verslunarmannahelgi í þetta?„Já, það er búið að vera löng og ströng verslunarmannahelgi, sérstaklega hjá björgunarsveitamönnum. Björgunarsveitir Dýr Suðurnesjabær Tengdar fréttir Um tuttugu hvalir dauðir í fjörunni Björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga 30 hvölum. 3. ágúst 2019 10:29 Sex hræ talin vera enn í fjörunni Enn er talið að sex hræ grindhvala séu í fjörunni í Garði en björgunarsveitarmönnum tókst að losa átta hræ í gær. Hræin voru dregin langt út á sjó þar sem stungið var á maga þeirra og þeim sökkt. Stefnt er að því að reyna klára að losa hræin í dag. 4. ágúst 2019 12:15 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. Um fimmtíu grindhvalir strönduðu í fjörunni við Útskálakirkju í Garði á föstudagskvöld. Nær allar götur síðan hafa staðið yfir aðgerðir í fjörunni, þar sem björgunarsveitarfólk hefur ýmist náð að losa dýrin og ýta þeim aftur á haf út, eða losa hræ þeirra hvala sem ekki tókst að bjarga. Stefnt var að því að losa síðustu fjögur hræin sem eftir voru í gærkvöldi, sem tókst ekki alveg því einu varð ekki haggað. „Það gekk reyndar vel með eitt dýrið en tvö þeirra voru erfiðari því að það er verið að myndast gasmyndun í dýrunum. Þá er erfiðara að sökkva þeim og það verður því erfiðara með hverjum deginum. Sérstaklega ef dýrin eru stór,“ sagði Bergný Sævarsdóttir, staðgengill bæjarstjóra hjá Suðurnesjabæ, í hádegisfréttum Bylgjunna en hún hefur fylgst með aðgerðum um helgina. „Það sem eftir er er minna og vonandi gengur það betur,“ bætti hún bið. Björgunarsveitarfólk var því aftur ræst út í hádeginu í von um að koma síðasta hræinu á brott. „Þetta dýr sem eftir er í fjörunnni á Garðskaga það fór sjálft á flot í gær, fór aftur á land á öðrum stað. Önnur dýr hafa enn þá ekki rekið upp. Vonandi verður það þannig. Vonandi takast þessar aðgerðir þannig að við þurfum ekki bara að halda áfram í næstu viku hvað þetta varðar,“ sagði Bergný.Fljótlega var þó tekin ákvörðun um að urða síðasta hræið í fjörunni. Grafið var tvo metra niður og hræinu komið þar fyrir. Segir Bergný að áfram verði fylgst með þróun mála og hvort að einhver hræ muni aftur reka á land. Nú sé þó aðgerðum að mestu lokið, löng og ströng vakt því á enda.Það er nóg að eyða einni verslunarmannahelgi í þetta?„Já, það er búið að vera löng og ströng verslunarmannahelgi, sérstaklega hjá björgunarsveitamönnum.
Björgunarsveitir Dýr Suðurnesjabær Tengdar fréttir Um tuttugu hvalir dauðir í fjörunni Björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga 30 hvölum. 3. ágúst 2019 10:29 Sex hræ talin vera enn í fjörunni Enn er talið að sex hræ grindhvala séu í fjörunni í Garði en björgunarsveitarmönnum tókst að losa átta hræ í gær. Hræin voru dregin langt út á sjó þar sem stungið var á maga þeirra og þeim sökkt. Stefnt er að því að reyna klára að losa hræin í dag. 4. ágúst 2019 12:15 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Um tuttugu hvalir dauðir í fjörunni Björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga 30 hvölum. 3. ágúst 2019 10:29
Sex hræ talin vera enn í fjörunni Enn er talið að sex hræ grindhvala séu í fjörunni í Garði en björgunarsveitarmönnum tókst að losa átta hræ í gær. Hræin voru dregin langt út á sjó þar sem stungið var á maga þeirra og þeim sökkt. Stefnt er að því að reyna klára að losa hræin í dag. 4. ágúst 2019 12:15