Fótur fyrir grunsemdum um steranotkun í Crossfit Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. ágúst 2019 21:00 Crossfit, sem er gríðarlega krefjandi íþrótt, hefur verið í deiglunni um helgina í tengslum við Heimsleikana svonefndu. Sigurvegarar leikanna eru iðulega taldir hraustasta fólk heims. Vísir/getty Steranotkun þekkist í Crossfit segir eigandi Crossfit-stöðvar sem sjálfur hefur vísað steranotendum á dyr. Hann efast þó um að notkunin sé meiri í Crossfit en öðrum íþróttum, auk þess sem hann telur ólíklegt að keppendur heimsleikanna reiði sig á ólögleg efni.Heimsleikarnir í Crossfit hafa staðið yfir síðustu daga, þar sem keppendur skiptast á að hlaupa, klifra og lyfta þungum lóðum á sem allra skemmstum tíma. Crossfit krefst mikillar líkamlegrar hreysti, sem sérfræðing á Landspítalanum grunar að erfitt sé að ná nema með hjálp stera. „Við höfum ekki nákvæmar upplýsingar um þessa notkun, en þetta útlit sem verið er að sækjast eftir er kannski ekki alveg eðlilegt. Það er erfitt að líta svona út án þess að nota einhver efni,“ segir Tómas Þór Ágústsson, innkirtlasérfræðingur á Landspítalanum.Einn eigenda Crossfit-stöðvar á Akureyri, segir ekki hægt að neita því að það sé steranotkun í Crossfit, rétt eins og í öðrum íþróttum. „Ég ætla að vera alveg heiðarlegur með það að ég tel að það sé alveg fótur fyrir þessum grunsemdum [Tómasar] um steraneyslu í Crossfit. Ég held hins vegar að Crossfit sé ekkert öðruvísi íþrótt en handbolti eða fótbolti. Það eru svartir sauðir í þessari íþrótt eins og öðrum,“ segir Unnar Helgason.Unnar Helgason, styrktar- og þrekþjálfari og einn eigenda Crossfit Akureyri.Vísir/þorsteinnHann segir íþróttahreyfinguna nú vinna í því að úthýsa sterum og verður blásið til herferðar gegn steranotkun í haust. Hann segir að fast verði að stíga til jarðar í þessum efnum, hann hafi sjálfur vísað steranotendum á dyr. „Já, því miður þá hefur það komið upp. Það er bara hluti af því að vera í þessum rekstri að taka á þessum málum. Persónulega þá finnst mér það algjörlega ótækt að menn skuli láta svona - og það er ekki í boði innan minna veggja,“ segir Unnar.Hreinir heimsleikar Hann telur hins vegar ólíklegt að keppendur heimsleikanna styðjist við stera, þrátt fyrir að þeir myndu eflaust koma þessu íþróttafólki mjög vel: „Einfaldlega vegna þess að það er mikið lyfjaprófað og það er dýrt fyrir þessa þekktu íþróttamenn að verða uppvísir að notkun,“ segir Unnar. Það þurfi mikla þekkingu og peninga til að komast fram hjá slíkum prófunum og efast Unnar um að upphæðirnar sem til þarf séu til staðar í Crossfit, sem er tiltölulega ung íþrótt þó vinsældir hennar vaxi stöðugt. „Er hægt að plata prófin? Alveg örugglega. Eru keppendurnir að gera það? Einhverjir eflaust en við bara vitum það ekki. Ég persónulega trúi því hins vegar að þessir íþróttamenn hafi einhvers konar líkamlega hæfileika og vinnusemi til að komast á þennan stað. Það er það sem er að skila þeim á heimsleikana - ekki lyfjanotkun,“ segir Unnar. CrossFit Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Blása til herferðar gegn steranotkun í ræktinni Lyfjaeftirlitið mun ráðast í herferð í haust til að sporna við steranotkun á líkamsræktarstöðvum landsins. 5. júlí 2019 18:45 Bein útsending: Lokadagurinn á heimsleikunum í CrossFit Nú er komið að úrslitastundu á heimsleikunum í Madison. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá lokadeginum á heimsleikunum í CrossFit. 4. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Steranotkun þekkist í Crossfit segir eigandi Crossfit-stöðvar sem sjálfur hefur vísað steranotendum á dyr. Hann efast þó um að notkunin sé meiri í Crossfit en öðrum íþróttum, auk þess sem hann telur ólíklegt að keppendur heimsleikanna reiði sig á ólögleg efni.Heimsleikarnir í Crossfit hafa staðið yfir síðustu daga, þar sem keppendur skiptast á að hlaupa, klifra og lyfta þungum lóðum á sem allra skemmstum tíma. Crossfit krefst mikillar líkamlegrar hreysti, sem sérfræðing á Landspítalanum grunar að erfitt sé að ná nema með hjálp stera. „Við höfum ekki nákvæmar upplýsingar um þessa notkun, en þetta útlit sem verið er að sækjast eftir er kannski ekki alveg eðlilegt. Það er erfitt að líta svona út án þess að nota einhver efni,“ segir Tómas Þór Ágústsson, innkirtlasérfræðingur á Landspítalanum.Einn eigenda Crossfit-stöðvar á Akureyri, segir ekki hægt að neita því að það sé steranotkun í Crossfit, rétt eins og í öðrum íþróttum. „Ég ætla að vera alveg heiðarlegur með það að ég tel að það sé alveg fótur fyrir þessum grunsemdum [Tómasar] um steraneyslu í Crossfit. Ég held hins vegar að Crossfit sé ekkert öðruvísi íþrótt en handbolti eða fótbolti. Það eru svartir sauðir í þessari íþrótt eins og öðrum,“ segir Unnar Helgason.Unnar Helgason, styrktar- og þrekþjálfari og einn eigenda Crossfit Akureyri.Vísir/þorsteinnHann segir íþróttahreyfinguna nú vinna í því að úthýsa sterum og verður blásið til herferðar gegn steranotkun í haust. Hann segir að fast verði að stíga til jarðar í þessum efnum, hann hafi sjálfur vísað steranotendum á dyr. „Já, því miður þá hefur það komið upp. Það er bara hluti af því að vera í þessum rekstri að taka á þessum málum. Persónulega þá finnst mér það algjörlega ótækt að menn skuli láta svona - og það er ekki í boði innan minna veggja,“ segir Unnar.Hreinir heimsleikar Hann telur hins vegar ólíklegt að keppendur heimsleikanna styðjist við stera, þrátt fyrir að þeir myndu eflaust koma þessu íþróttafólki mjög vel: „Einfaldlega vegna þess að það er mikið lyfjaprófað og það er dýrt fyrir þessa þekktu íþróttamenn að verða uppvísir að notkun,“ segir Unnar. Það þurfi mikla þekkingu og peninga til að komast fram hjá slíkum prófunum og efast Unnar um að upphæðirnar sem til þarf séu til staðar í Crossfit, sem er tiltölulega ung íþrótt þó vinsældir hennar vaxi stöðugt. „Er hægt að plata prófin? Alveg örugglega. Eru keppendurnir að gera það? Einhverjir eflaust en við bara vitum það ekki. Ég persónulega trúi því hins vegar að þessir íþróttamenn hafi einhvers konar líkamlega hæfileika og vinnusemi til að komast á þennan stað. Það er það sem er að skila þeim á heimsleikana - ekki lyfjanotkun,“ segir Unnar.
CrossFit Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Blása til herferðar gegn steranotkun í ræktinni Lyfjaeftirlitið mun ráðast í herferð í haust til að sporna við steranotkun á líkamsræktarstöðvum landsins. 5. júlí 2019 18:45 Bein útsending: Lokadagurinn á heimsleikunum í CrossFit Nú er komið að úrslitastundu á heimsleikunum í Madison. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá lokadeginum á heimsleikunum í CrossFit. 4. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Blása til herferðar gegn steranotkun í ræktinni Lyfjaeftirlitið mun ráðast í herferð í haust til að sporna við steranotkun á líkamsræktarstöðvum landsins. 5. júlí 2019 18:45
Bein útsending: Lokadagurinn á heimsleikunum í CrossFit Nú er komið að úrslitastundu á heimsleikunum í Madison. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá lokadeginum á heimsleikunum í CrossFit. 4. ágúst 2019 21:00