Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2019 08:02 Fólk var harmi slegið eftir árásina. Vísir/EPA Tuttugu féllu og tuttugu og sex særðust í skotárás í stórmarkaðinum Walmart í borginni El Paso í Texas-ríki Bandaríkjanna í gær. Ríkisstjóri Texas, Greg Abbott, segir þessa árás hafa verið þá mannskæðustu í sögu ríkisins. 21 árs karlmaður er í haldi en lögreglan sagði hann vera íbúa Allen-borgar nærri Dallas sem er um þúsund kílómetra austur af El Paso. Fjölmiðlar vestanhafs segja árásarmanninn heita Patrick Crusius. Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter að þessi árás væri verk heiguls. Hann sagði enga ástæðu eða afsökun geta réttlæt dráp á saklausu fólki.Today's shooting in El Paso, Texas, was not only tragic, it was an act of cowardice. I know that I stand with everyone in this Country to condemn today's hateful act. There are no reasons or excuses that will ever justify killing innocent people....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 4, 2019 El Paso er nokkrum kílómetrum frá landamærum Mexíkó en forseti landsins segir þrjá Mexíkóa hafa verið á meðal þeirra sem voru myrtir. Árásin átti sér stað tæpri viku frá því unglingur skaut þrjá til bana á matarhátíð í Kaliforníu. Skotárásin í Texas er sú áttunda mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Lögreglan og alríkislögreglan, FBI, rannsaka nú hvort að nafnlaus stefnuyfirlýsing þjóðernissinna, sem birt var á netspjalli, hafi verið skrifuð af árásarmanninum. Í stefnuyfirlýsingunni er rætt um árás á spænskt samfélag. Lögreglustjórinn í El Paso, Greg Allen, sagði tilkynningu um skotárás hafa borist lögreglu rétt fyrir klukkan ellefu að staðartíma í gær. Voru viðbragðsaðilar mættir á vettvang sex mínútum síðar.Mikil samstaða myndaðist í El Paso eftir árásina.Vísir/APFjöldi var mættur í Walmart-verslunina til að kaupa varning tengdan námi enda skólahald að hefjast á næstunni. Karlmaðurinn ungi er sá eini sem er í haldi en lögreglan segist ekki hafa þurft að hleypa af skotvopnum sínum vettvangi. Fjölmiðlar hafa rætt við Kiönnu Long sem var í Walmart ásamt eiginmanni sínum þegar þau heyrðu skothljóð. „Fólk var ofsahrætt og hljóp um öskrandi að það væri árásarmaður í versluninni. Long sagði að hún og eiginmaður hennar hefðu hlaupið inn á lager þar sem þau földu sig ásamt öðrum viðskiptavinum. Glendon Oakly sagði við CNN að hann hefði verið í íþróttavöruverslun í nálægum verslunarkjarna þegar barn kom hlaupandi inn og sagði tilræðismann vera í Walmart. Oakly sagði engan hafa tekið orðum barnsins alvarlega en nokkrum mínútum síðar heyrði hann skothvelli. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Tuttugu féllu og tuttugu og sex særðust í skotárás í stórmarkaðinum Walmart í borginni El Paso í Texas-ríki Bandaríkjanna í gær. Ríkisstjóri Texas, Greg Abbott, segir þessa árás hafa verið þá mannskæðustu í sögu ríkisins. 21 árs karlmaður er í haldi en lögreglan sagði hann vera íbúa Allen-borgar nærri Dallas sem er um þúsund kílómetra austur af El Paso. Fjölmiðlar vestanhafs segja árásarmanninn heita Patrick Crusius. Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter að þessi árás væri verk heiguls. Hann sagði enga ástæðu eða afsökun geta réttlæt dráp á saklausu fólki.Today's shooting in El Paso, Texas, was not only tragic, it was an act of cowardice. I know that I stand with everyone in this Country to condemn today's hateful act. There are no reasons or excuses that will ever justify killing innocent people....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 4, 2019 El Paso er nokkrum kílómetrum frá landamærum Mexíkó en forseti landsins segir þrjá Mexíkóa hafa verið á meðal þeirra sem voru myrtir. Árásin átti sér stað tæpri viku frá því unglingur skaut þrjá til bana á matarhátíð í Kaliforníu. Skotárásin í Texas er sú áttunda mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Lögreglan og alríkislögreglan, FBI, rannsaka nú hvort að nafnlaus stefnuyfirlýsing þjóðernissinna, sem birt var á netspjalli, hafi verið skrifuð af árásarmanninum. Í stefnuyfirlýsingunni er rætt um árás á spænskt samfélag. Lögreglustjórinn í El Paso, Greg Allen, sagði tilkynningu um skotárás hafa borist lögreglu rétt fyrir klukkan ellefu að staðartíma í gær. Voru viðbragðsaðilar mættir á vettvang sex mínútum síðar.Mikil samstaða myndaðist í El Paso eftir árásina.Vísir/APFjöldi var mættur í Walmart-verslunina til að kaupa varning tengdan námi enda skólahald að hefjast á næstunni. Karlmaðurinn ungi er sá eini sem er í haldi en lögreglan segist ekki hafa þurft að hleypa af skotvopnum sínum vettvangi. Fjölmiðlar hafa rætt við Kiönnu Long sem var í Walmart ásamt eiginmanni sínum þegar þau heyrðu skothljóð. „Fólk var ofsahrætt og hljóp um öskrandi að það væri árásarmaður í versluninni. Long sagði að hún og eiginmaður hennar hefðu hlaupið inn á lager þar sem þau földu sig ásamt öðrum viðskiptavinum. Glendon Oakly sagði við CNN að hann hefði verið í íþróttavöruverslun í nálægum verslunarkjarna þegar barn kom hlaupandi inn og sagði tilræðismann vera í Walmart. Oakly sagði engan hafa tekið orðum barnsins alvarlega en nokkrum mínútum síðar heyrði hann skothvelli.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira