Býður fólki að greiða um 300 krónur fyrir að gægjast inn um gluggann hjá sér Gígja Hilmarsdóttir skrifar 3. ágúst 2019 13:29 Björgu langaði til að uppfylla gægjuþarfir“ fólks sjá hvort einhver myndi taka þátt í því og kíkja undir gluggatjöldin sem hún hefur fært út fyrir gluggann. Björg Elínar Sveinbjörnsdóttir Björg Elínar Sveinbjörnsdóttir hefur séð viðskiptatækifæri í því að búa á fyrstu hæð við fjölfarnar götur. Hugmyndina fékk hún eftir að hún varð vör við fjölda ferðamanna sem gægðust inn um gluggann hjá henni að heimili hennar í Ísafjarðarbæ. Björg greip til sinna ráða og færði gluggatjöldin út fyrir húsið og útfærði skilti sem hún límdi á staur fyrir utan heimili sitt en á því stendur, „Everyday life, peep Show“, eða Hversdagslíf, gægjusýning“ og býður fólki að greiða tvær evrur, tvo dollara eða tvö pund fyrir að gægjast. „Oft þegar margir eru í bænum á fólk til að hnýsast aðeins of mikið og kíkja inn. Mig langaði til að uppfylla þessar „gægjuþarfir“ fólks og langaði að athuga hvort fólk myndi taka þátt í því,“ segir Björg. Björg setur upp gægjusýninguna þegar hún nennir og segist aðallega gera þetta til að skemmta sjálfri sér.Björg Elínar SveinbjörnsdóttirBjörg rekur Hversdagssafnið á Ísafirði og segir hún hugmyndina sennilega sprottna þaðan. „Með miklum ferðamannastraumi er svakaleg gróðavon sem grípur landann og það er ekki endilega að fólk finni leið sýna inn í ferðamannaflauminn þá er þetta einföld og góð hugmynd,“ segir Björg. Hún hvetur fólk sem býr í miðbænum eða við fjölfarnar götur að gera slíkt hið sama. „Manni líður stundum eins og maður sér dýr í dýragarð og mér fannst betra að gera þetta svona formlegt. Þetta er náttúrulega til gamans gert og það er alveg ótrúlega fyndin athöfn þegar fólk er að gægjast. Ég geri þetta aðallega til að skemmta sjálfri mér,“ segir Björg. Hún segir sig hins vegar ekki enn hafa haft neitt upp úr þessu enn þá en bindur vonir við að græða kannski eitthvað í dag en þrjú skemmtiferðaskip eru nú í höfninni í firðinum.Björg stillti upp þessari skúffuköku þegar hún setti sýningun fyrst upp. Hún segist ætla að stilla upp annarri köku og jafnvel lasagna fyrir fólk sem vill gægjast í dag.Björg Elínar SveinbjörnsdóttirAlmenn ánægja með ferðamannafjöldann en mengunin gagnrýnd Björg segir flesta bæjarbúa sem hún hefur talað við almennt ánægða með að fá fólk í bæinn með skipunum en því finnist svolítið mikið af fólki koma í einu. Þetta sé hins vegar gott fyrir verslun og þjónustu í bænum. „Aðalgagnrýnin er mengunin sem hlýst af skipunum en nú eru þrjú skip og þau eru öll í gangi. Það fer ekki eins vel bæjarbúa,“ segir Björg. Ísafjarðarbær Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Björg Elínar Sveinbjörnsdóttir hefur séð viðskiptatækifæri í því að búa á fyrstu hæð við fjölfarnar götur. Hugmyndina fékk hún eftir að hún varð vör við fjölda ferðamanna sem gægðust inn um gluggann hjá henni að heimili hennar í Ísafjarðarbæ. Björg greip til sinna ráða og færði gluggatjöldin út fyrir húsið og útfærði skilti sem hún límdi á staur fyrir utan heimili sitt en á því stendur, „Everyday life, peep Show“, eða Hversdagslíf, gægjusýning“ og býður fólki að greiða tvær evrur, tvo dollara eða tvö pund fyrir að gægjast. „Oft þegar margir eru í bænum á fólk til að hnýsast aðeins of mikið og kíkja inn. Mig langaði til að uppfylla þessar „gægjuþarfir“ fólks og langaði að athuga hvort fólk myndi taka þátt í því,“ segir Björg. Björg setur upp gægjusýninguna þegar hún nennir og segist aðallega gera þetta til að skemmta sjálfri sér.Björg Elínar SveinbjörnsdóttirBjörg rekur Hversdagssafnið á Ísafirði og segir hún hugmyndina sennilega sprottna þaðan. „Með miklum ferðamannastraumi er svakaleg gróðavon sem grípur landann og það er ekki endilega að fólk finni leið sýna inn í ferðamannaflauminn þá er þetta einföld og góð hugmynd,“ segir Björg. Hún hvetur fólk sem býr í miðbænum eða við fjölfarnar götur að gera slíkt hið sama. „Manni líður stundum eins og maður sér dýr í dýragarð og mér fannst betra að gera þetta svona formlegt. Þetta er náttúrulega til gamans gert og það er alveg ótrúlega fyndin athöfn þegar fólk er að gægjast. Ég geri þetta aðallega til að skemmta sjálfri mér,“ segir Björg. Hún segir sig hins vegar ekki enn hafa haft neitt upp úr þessu enn þá en bindur vonir við að græða kannski eitthvað í dag en þrjú skemmtiferðaskip eru nú í höfninni í firðinum.Björg stillti upp þessari skúffuköku þegar hún setti sýningun fyrst upp. Hún segist ætla að stilla upp annarri köku og jafnvel lasagna fyrir fólk sem vill gægjast í dag.Björg Elínar SveinbjörnsdóttirAlmenn ánægja með ferðamannafjöldann en mengunin gagnrýnd Björg segir flesta bæjarbúa sem hún hefur talað við almennt ánægða með að fá fólk í bæinn með skipunum en því finnist svolítið mikið af fólki koma í einu. Þetta sé hins vegar gott fyrir verslun og þjónustu í bænum. „Aðalgagnrýnin er mengunin sem hlýst af skipunum en nú eru þrjú skip og þau eru öll í gangi. Það fer ekki eins vel bæjarbúa,“ segir Björg.
Ísafjarðarbær Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum