Um tuttugu hvalir dauðir í fjörunni Birgir Olgeirsson skrifar 3. ágúst 2019 10:29 Frá aðgerðum í gærkvöldi. Vísir/Sunna Um tuttugu hvalir eru dauðir í fjörunni við Útskálakirkju í Garði en björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga um þrjátíu þeirra sem strönduðu þar í gærkvöldi. Sjávarlíffræðingur segir ekki eina haldbæra ástæðu fyrir því hvers vegna grindhvalirnir ákváðu að synda upp í fjöruna. Líklega hafi þeir verið í fæðuleit þegar stórstreymt var en svo fjarað hratt undan þeim. Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur segir mikið um grindhvali úti fyrir vestanvert landið sem hætti sér oft á tíðum ansi nálægt landi. Breytingin hafi orðið á útbreiðslu þeirra og þeir virðist vera að sækja í ný og varhugaverð fæðusvæði sem þeir þekkja ekki vel. Hún segir hvalina í mikilli lífshættu þegar þeir stranda. Dýrin eru um tonn að þyngd og ekki gerðir fyrir þurrt land. Líkami þeirra hafi aðlagast því að vera í sjó þar sem þeir eru léttari en þegar komið er á þurrt land eykst þyngd þeirra til muna og álagið á líffærin um leið. Það geti valdið því að þeir verða fyrir losti vegna álags og fara í hjartastopp. Þeir eiga einnig hættu á að ofþorna í þessum aðstæðum og geta þá ekki stýrt hitastigi líkamans eins vel og í sjónum. Sumir engjast mikið um fjörunni og valda sér miklum skaða þannig. Edda segir að svo virðist vera að kálfarnir þoli þetta álag ekki eins vel og fullorðnu dýrin, þrátt fyrir að vera léttari á sér. Hún segir björgunarsveitarmenn hafa unnið mikið og öflugt starf við að halda hvölunum á lífi í nótt og koma þeim á flot í morgun þegar flæddi að. Björgunarsveitir Dýr Suðurnesjabær Tengdar fréttir Tókst að bjarga um helmingi þeirra hvala sem hægt var að bjarga Staðan nokkuð endanleg fyrir þá sem eftir eru þegar fjarar aftur út í dag. 3. ágúst 2019 08:09 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Um tuttugu hvalir eru dauðir í fjörunni við Útskálakirkju í Garði en björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga um þrjátíu þeirra sem strönduðu þar í gærkvöldi. Sjávarlíffræðingur segir ekki eina haldbæra ástæðu fyrir því hvers vegna grindhvalirnir ákváðu að synda upp í fjöruna. Líklega hafi þeir verið í fæðuleit þegar stórstreymt var en svo fjarað hratt undan þeim. Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur segir mikið um grindhvali úti fyrir vestanvert landið sem hætti sér oft á tíðum ansi nálægt landi. Breytingin hafi orðið á útbreiðslu þeirra og þeir virðist vera að sækja í ný og varhugaverð fæðusvæði sem þeir þekkja ekki vel. Hún segir hvalina í mikilli lífshættu þegar þeir stranda. Dýrin eru um tonn að þyngd og ekki gerðir fyrir þurrt land. Líkami þeirra hafi aðlagast því að vera í sjó þar sem þeir eru léttari en þegar komið er á þurrt land eykst þyngd þeirra til muna og álagið á líffærin um leið. Það geti valdið því að þeir verða fyrir losti vegna álags og fara í hjartastopp. Þeir eiga einnig hættu á að ofþorna í þessum aðstæðum og geta þá ekki stýrt hitastigi líkamans eins vel og í sjónum. Sumir engjast mikið um fjörunni og valda sér miklum skaða þannig. Edda segir að svo virðist vera að kálfarnir þoli þetta álag ekki eins vel og fullorðnu dýrin, þrátt fyrir að vera léttari á sér. Hún segir björgunarsveitarmenn hafa unnið mikið og öflugt starf við að halda hvölunum á lífi í nótt og koma þeim á flot í morgun þegar flæddi að.
Björgunarsveitir Dýr Suðurnesjabær Tengdar fréttir Tókst að bjarga um helmingi þeirra hvala sem hægt var að bjarga Staðan nokkuð endanleg fyrir þá sem eftir eru þegar fjarar aftur út í dag. 3. ágúst 2019 08:09 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Tókst að bjarga um helmingi þeirra hvala sem hægt var að bjarga Staðan nokkuð endanleg fyrir þá sem eftir eru þegar fjarar aftur út í dag. 3. ágúst 2019 08:09