Mömmur selja möffins fyrir litla gimsteina á fæðingardeildinni Davíð Stefánsson skrifar 3. ágúst 2019 09:30 Frá Akureyri. Vísir/Vilhelm „Þetta er með notalegri viðburðum hátíðarhaldanna á Akureyri um verslunarmannahelgina,“ segir Valdís Anna Jónsdóttir, umsjónarmaður „Mömmur og möffins“ sem fram fer í dag. Viðburðurinn hefur fest sig í sessi sem hluti af hátíðarhöldum um verslunarmannahelgina á Akureyri. Þá kemur fólk saman í Lystigarðinum til að gæða sér á fallegum og litríkum möffinskökum sem þar eru til sölu og rennir niður með kaffi eða safa. Undir hljóma hugljúfir tónar lifandi tónlistar þeirra Hermanns Arasonar og Ragnheiðar Júlíusdóttur. „Öll innkoman rennur óskert til fæðingardeildarinnar á Akureyri, en þar er verið að safna fyrir nýjum vöggum handa litlu gimsteinunum sem þar fæðast. Þetta er verðugt samfélagsverkefni,“ segir Valdís. Viðburðurinn var fyrst haldinn árið 2010. „Þá tók hópur öflugra kvenna sig til, bakaði möffins og bauð til veislu í garðinum, síðan hefur þetta stækkað og dafnað. Allir leggjast á eitt, mömmur og ömmur, pabbar og afar. Allir bökunarsnillingar bæjarins eru hvattir til að koma með möffins til að leggja í púkkið.“ Hún segir framtakið hafa skilað miklu. „Í fyrra var keyptur hjartsláttarnemi sem nemur hjartslátt bæði móður og barns í fæðingu. Í ár erum við að safna fyrir nýjum vöggum á fæðingardeildina.“ Í fyrra seldust á þriðja þúsund möffins. „Ég er að vonast til að sem flestir láti sjá sig. Veðrið er yndislegt. Það er dásamleg spá. Þetta verður því notaleg stund,“ segir Valdís, yfirbökunarmeistari bæjarins. Valdís segir verðinu vera stillt í hóf. „Við bjóðum möffins á 500 krónur. Svo er vinsælt að kaupa 10 í pakka og þá er verðið 4.000 krónur. Hægt er að koma með möffins frá kl. 14 á laugardaginn en almenn sala hefst kl. 15 og stendur til kl. 17. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Veginum um Kjalarnes lokað vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Sjá meira
„Þetta er með notalegri viðburðum hátíðarhaldanna á Akureyri um verslunarmannahelgina,“ segir Valdís Anna Jónsdóttir, umsjónarmaður „Mömmur og möffins“ sem fram fer í dag. Viðburðurinn hefur fest sig í sessi sem hluti af hátíðarhöldum um verslunarmannahelgina á Akureyri. Þá kemur fólk saman í Lystigarðinum til að gæða sér á fallegum og litríkum möffinskökum sem þar eru til sölu og rennir niður með kaffi eða safa. Undir hljóma hugljúfir tónar lifandi tónlistar þeirra Hermanns Arasonar og Ragnheiðar Júlíusdóttur. „Öll innkoman rennur óskert til fæðingardeildarinnar á Akureyri, en þar er verið að safna fyrir nýjum vöggum handa litlu gimsteinunum sem þar fæðast. Þetta er verðugt samfélagsverkefni,“ segir Valdís. Viðburðurinn var fyrst haldinn árið 2010. „Þá tók hópur öflugra kvenna sig til, bakaði möffins og bauð til veislu í garðinum, síðan hefur þetta stækkað og dafnað. Allir leggjast á eitt, mömmur og ömmur, pabbar og afar. Allir bökunarsnillingar bæjarins eru hvattir til að koma með möffins til að leggja í púkkið.“ Hún segir framtakið hafa skilað miklu. „Í fyrra var keyptur hjartsláttarnemi sem nemur hjartslátt bæði móður og barns í fæðingu. Í ár erum við að safna fyrir nýjum vöggum á fæðingardeildina.“ Í fyrra seldust á þriðja þúsund möffins. „Ég er að vonast til að sem flestir láti sjá sig. Veðrið er yndislegt. Það er dásamleg spá. Þetta verður því notaleg stund,“ segir Valdís, yfirbökunarmeistari bæjarins. Valdís segir verðinu vera stillt í hóf. „Við bjóðum möffins á 500 krónur. Svo er vinsælt að kaupa 10 í pakka og þá er verðið 4.000 krónur. Hægt er að koma með möffins frá kl. 14 á laugardaginn en almenn sala hefst kl. 15 og stendur til kl. 17.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Veginum um Kjalarnes lokað vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Sjá meira