Reyna að bjarga fimmtíu hvölum: „Ástandið er svart“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 23:28 Björgunarsveitarmenn eru í kapphlaupi við tímann og reyna að bjarga fimmtíu hvölum. Vísir/Sunna Sæmundsdóttir „Ástandið er svart. Þeir eru bara svo margir komnir svo langt og búið að fjara svo mikið undan þeim.“ Þetta segir Ingólfur Einar Sigurjónsson, formaður björgunarsveitarinnar Ægis í Garði í samtali við fréttastofu en hann er staddur ásamt fjölda björgunarsveitarmanna og lögreglu við Útskálakirkju í Garði. Unnið er að því að reyna að bjarga lífi um fimmtíu grindhvala sem óttast er að gætu strandað í fjörunni. Heimamenn hafa hjálpað til við björgunaraðgerðir en Ingólfur segir að þegar búið væri að ná nokkrum hvölum á flot biðu þeir eftir hinum og lentu aftur í vandræðum. „Þeir bíða eftir restinni af fjölskyldunni og þá fjarar bara undan þeim,“ útskýrir Ingólfur. Ingólfur segir að sjávarlíffræðingur hefði sagt að ekki væri ráðlegt að hreyfa mikið við þeim þótt gott væri að bleyta þá. Því hafi björgunarsveitarmenn gripið til þess ráðs að biðja almenning og fjölmiðla um að yfirgefa fjörunna. Sýkingarhætta sé af dýrunum og sjórinn orðinn rauður af blóði. Verið er að koma með stjórnstöðvarbíl úr Reykjavík fyrir aðgerðarstjórn á staðinn og ljóst er að björgunaraðgerðirnar muni að minnsta kosti standa fram á morgun. „Það nýjasta er að við erum að fá meiri mannskap á staðinn. Alls staðar frá höfuðborginni. Það eru margir í burtu þannig að það þarf að kalla út margar sveitir.“ Björgunarsveitir á Suðurnesjum og frá höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út á tíunda tímanum í kvöld vegna hvalavöðu í vandræðum. Hann segist ekki bjartsýnn á framhaldið. „Ég veit ekki hvað er hægt að halda lífinu í þeim lengi“. Uppfært klukkan 00:08. Sunna Sæmundsdóttir, fréttamaður okkar á vettvangi, segir að björgunarsveitirnar hefðu allar mætt laust fyrir miðnætti og nú væru björgunarsveitarmenn í óða önn að reyna að bleyta dýrin og nota til þess teppi og tuskur og hella vatsfötum yfir dýrin. Markmiðið er að halda hvölunum rökum í alla nótt en hækkun verður ekki á yfirborði sjávar fyrr en í fyrramálið. Heimamenn sem tóku þátt í björgunaraðgerðunum í fjörunni fyrr í kvöld þurfa að vera vakandi fyrir einkennum á borð við roða í augum og kláða því sýkingarhætta er af dýrunum. Kalla þurfti út björgunarsveitir frá höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sunna SæmundsdóttirLjóst er að björgunaraðgerðir munu standa yfir langt fram á nótt.Vísir/Sunna Sæmundsdóttir Björgunarsveitir Dýr Suðurnesjabær Tengdar fréttir Hvalavaða í vandræðum við Útskálakirkju í Garði Talið er að fimmtíu hvalir séu í hvalavöðunni sem er komin ansi nærri landi og jafnvel talið að einhverjir séu strand. 2. ágúst 2019 22:21 Mest lesið Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Hann stal henni“ Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
„Ástandið er svart. Þeir eru bara svo margir komnir svo langt og búið að fjara svo mikið undan þeim.“ Þetta segir Ingólfur Einar Sigurjónsson, formaður björgunarsveitarinnar Ægis í Garði í samtali við fréttastofu en hann er staddur ásamt fjölda björgunarsveitarmanna og lögreglu við Útskálakirkju í Garði. Unnið er að því að reyna að bjarga lífi um fimmtíu grindhvala sem óttast er að gætu strandað í fjörunni. Heimamenn hafa hjálpað til við björgunaraðgerðir en Ingólfur segir að þegar búið væri að ná nokkrum hvölum á flot biðu þeir eftir hinum og lentu aftur í vandræðum. „Þeir bíða eftir restinni af fjölskyldunni og þá fjarar bara undan þeim,“ útskýrir Ingólfur. Ingólfur segir að sjávarlíffræðingur hefði sagt að ekki væri ráðlegt að hreyfa mikið við þeim þótt gott væri að bleyta þá. Því hafi björgunarsveitarmenn gripið til þess ráðs að biðja almenning og fjölmiðla um að yfirgefa fjörunna. Sýkingarhætta sé af dýrunum og sjórinn orðinn rauður af blóði. Verið er að koma með stjórnstöðvarbíl úr Reykjavík fyrir aðgerðarstjórn á staðinn og ljóst er að björgunaraðgerðirnar muni að minnsta kosti standa fram á morgun. „Það nýjasta er að við erum að fá meiri mannskap á staðinn. Alls staðar frá höfuðborginni. Það eru margir í burtu þannig að það þarf að kalla út margar sveitir.“ Björgunarsveitir á Suðurnesjum og frá höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út á tíunda tímanum í kvöld vegna hvalavöðu í vandræðum. Hann segist ekki bjartsýnn á framhaldið. „Ég veit ekki hvað er hægt að halda lífinu í þeim lengi“. Uppfært klukkan 00:08. Sunna Sæmundsdóttir, fréttamaður okkar á vettvangi, segir að björgunarsveitirnar hefðu allar mætt laust fyrir miðnætti og nú væru björgunarsveitarmenn í óða önn að reyna að bleyta dýrin og nota til þess teppi og tuskur og hella vatsfötum yfir dýrin. Markmiðið er að halda hvölunum rökum í alla nótt en hækkun verður ekki á yfirborði sjávar fyrr en í fyrramálið. Heimamenn sem tóku þátt í björgunaraðgerðunum í fjörunni fyrr í kvöld þurfa að vera vakandi fyrir einkennum á borð við roða í augum og kláða því sýkingarhætta er af dýrunum. Kalla þurfti út björgunarsveitir frá höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sunna SæmundsdóttirLjóst er að björgunaraðgerðir munu standa yfir langt fram á nótt.Vísir/Sunna Sæmundsdóttir
Björgunarsveitir Dýr Suðurnesjabær Tengdar fréttir Hvalavaða í vandræðum við Útskálakirkju í Garði Talið er að fimmtíu hvalir séu í hvalavöðunni sem er komin ansi nærri landi og jafnvel talið að einhverjir séu strand. 2. ágúst 2019 22:21 Mest lesið Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Hann stal henni“ Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Hvalavaða í vandræðum við Útskálakirkju í Garði Talið er að fimmtíu hvalir séu í hvalavöðunni sem er komin ansi nærri landi og jafnvel talið að einhverjir séu strand. 2. ágúst 2019 22:21