R. Kelly hafnar ásökunum um mansal og barnaníð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 18:44 Dómsmálið í New York tengist fimm konum sem allar saka Kelly um glæpsamlegt athæfi en þar af eru þrjár sem eru undir lögaldri. Fjögur ríki í Bandaríkjunum eru nefnd í ákæruskjalinu; Illinois, Connecticut, California og New York. Vísir/getty R&B tónlistarmaðurinn R. Kelly, réttu nafni Robert Kelly, neitaði í dag að hafa gerst sekur um mansal þegar hann var leiddur fyrir dómara í New York í dag. Kelly er gert að sök að hafa tælt til sín konur og jafnvel ungar stúlkur og brotið á þeim kynferðislega og selt þær mansali. Í hátt í tvo áratugi hafa konur, ein af annarri, stigið fram með ásakanir á hendur Kelly og borið hann þungum sökum. Heimildarmyndin Surviving R. Kelly sem kem út í byrjun árs vakti bæði undrun og hneykslan en í henni saka nokkrar konur R. Kelly um gróft kynferðislegt ofbeldi. Nokkrar þeirra sem bjuggu á heimili hans í Chicago segja að Kelly hafi drottnað yfir þeim sem leiðtogi í eins konar sértrúarsöfnuði. Þær hafi neyðst til þess að stunda með honum kynlíf og þurft að kalla hann „pabba“. Þá þurftu þær að biðja hann leyfi fyrir hversdagslegustu hlutum á borð við að fá að nota salernið. Dómsmálið í New York tengist fimm konum sem allar saka Kelly um glæpsamlegt athæfi en þar af eru þrjár sem eru undir lögaldri. Fjögur ríki í Bandaríkjunum eru nefnd í ákæruskjalinu; Illinois, Connecticut, California og New York. Kelly er gefið að sök að hafa kerfisbundið tælt ungar konur til að stunda með honum kynlíf og selt þær öðrum í vændi. Hann er einnig ákærður fyrir vörslu og framleiðslu myndefnis sem Kelly misnota stúlkur undir lögaldri. Í aðdraganda fyrirtöku málsins er hann sagður hafa varið háum fjárhæðum í að reyna að komast aftur yfir umrætt myndefni til að stöðva dreifingu þess. Elizabeth Geddes, saksóknari í New York, varaði dómara við því að heimila að Kelly yrði látinn laus gegn tryggingu því hann hefði brotið af sér árið 2002 þegar hann var látinn laus gegn tryggingu. Auk mansalsákærunnar bíða tuttugu konur þess að mál þeirra gegn söngvaranum verði tekið fyrir í dómskerfinu. Hann hefur staðfastlega neitað sök í öllum málum. Bandaríkin Mál R. Kelly MeToo Tengdar fréttir R Kelly segist saklaus Tónlistarmaðurinn R Kelly mætti fyrir dóm í morgun þar sem hann neitaði sök í öllum ákæruliðum en meðal þeirra eru 11 kynferðisbrotaákærur. Ef hann er fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist. 7. júní 2019 12:14 Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11 Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 R. Kelly handtekinn vegna mansals Lögreglumenn frá New York og fulltrúa heimavarnaráðuneytisins eru sagðir hafa tekið söngvarann höndum í nótt. 12. júlí 2019 07:12 Myndbandsupptaka sögð sýna R Kelly brjóta á ólögráða stúlkum Ekki hefur verið staðfest að Kelly sé maðurinn á upptökunni. 10. mars 2019 21:20 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
R&B tónlistarmaðurinn R. Kelly, réttu nafni Robert Kelly, neitaði í dag að hafa gerst sekur um mansal þegar hann var leiddur fyrir dómara í New York í dag. Kelly er gert að sök að hafa tælt til sín konur og jafnvel ungar stúlkur og brotið á þeim kynferðislega og selt þær mansali. Í hátt í tvo áratugi hafa konur, ein af annarri, stigið fram með ásakanir á hendur Kelly og borið hann þungum sökum. Heimildarmyndin Surviving R. Kelly sem kem út í byrjun árs vakti bæði undrun og hneykslan en í henni saka nokkrar konur R. Kelly um gróft kynferðislegt ofbeldi. Nokkrar þeirra sem bjuggu á heimili hans í Chicago segja að Kelly hafi drottnað yfir þeim sem leiðtogi í eins konar sértrúarsöfnuði. Þær hafi neyðst til þess að stunda með honum kynlíf og þurft að kalla hann „pabba“. Þá þurftu þær að biðja hann leyfi fyrir hversdagslegustu hlutum á borð við að fá að nota salernið. Dómsmálið í New York tengist fimm konum sem allar saka Kelly um glæpsamlegt athæfi en þar af eru þrjár sem eru undir lögaldri. Fjögur ríki í Bandaríkjunum eru nefnd í ákæruskjalinu; Illinois, Connecticut, California og New York. Kelly er gefið að sök að hafa kerfisbundið tælt ungar konur til að stunda með honum kynlíf og selt þær öðrum í vændi. Hann er einnig ákærður fyrir vörslu og framleiðslu myndefnis sem Kelly misnota stúlkur undir lögaldri. Í aðdraganda fyrirtöku málsins er hann sagður hafa varið háum fjárhæðum í að reyna að komast aftur yfir umrætt myndefni til að stöðva dreifingu þess. Elizabeth Geddes, saksóknari í New York, varaði dómara við því að heimila að Kelly yrði látinn laus gegn tryggingu því hann hefði brotið af sér árið 2002 þegar hann var látinn laus gegn tryggingu. Auk mansalsákærunnar bíða tuttugu konur þess að mál þeirra gegn söngvaranum verði tekið fyrir í dómskerfinu. Hann hefur staðfastlega neitað sök í öllum málum.
Bandaríkin Mál R. Kelly MeToo Tengdar fréttir R Kelly segist saklaus Tónlistarmaðurinn R Kelly mætti fyrir dóm í morgun þar sem hann neitaði sök í öllum ákæruliðum en meðal þeirra eru 11 kynferðisbrotaákærur. Ef hann er fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist. 7. júní 2019 12:14 Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11 Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 R. Kelly handtekinn vegna mansals Lögreglumenn frá New York og fulltrúa heimavarnaráðuneytisins eru sagðir hafa tekið söngvarann höndum í nótt. 12. júlí 2019 07:12 Myndbandsupptaka sögð sýna R Kelly brjóta á ólögráða stúlkum Ekki hefur verið staðfest að Kelly sé maðurinn á upptökunni. 10. mars 2019 21:20 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
R Kelly segist saklaus Tónlistarmaðurinn R Kelly mætti fyrir dóm í morgun þar sem hann neitaði sök í öllum ákæruliðum en meðal þeirra eru 11 kynferðisbrotaákærur. Ef hann er fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist. 7. júní 2019 12:14
Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11
Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30
R. Kelly handtekinn vegna mansals Lögreglumenn frá New York og fulltrúa heimavarnaráðuneytisins eru sagðir hafa tekið söngvarann höndum í nótt. 12. júlí 2019 07:12
Myndbandsupptaka sögð sýna R Kelly brjóta á ólögráða stúlkum Ekki hefur verið staðfest að Kelly sé maðurinn á upptökunni. 10. mars 2019 21:20