Gripið til aðgerða vegna ferðamannaágangs í Reykjahlíð Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. ágúst 2019 14:39 Svæðið hefur látið á sjá eftir umgang ferðamanna. Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun hefur takmarkað umferð um Hveri, Leirhnjúk og Stóra-Víti við Kröflu í Skútustaðahreppi. Það verður til að mynda gert með því að loka hringleið umhverfis Stóra-Víti en markmiðið með aðgerðunum er að sögn stofnunarinnar að stuðla að bættri umferð gangandi vegfarenda á svæðinu. Í tilkynningu Umhverfisstofnunar er landeigandi í Reykjahlíð sagður hafa farið fram á að stofnunin takmarkaði aðgengi ferðamanna á svæðinu. „Þegar stofnunin auglýsti eftir athugasemdum komu fram skiptar skoðanir meðal landeigenda sem og annarra umsagnaraðila um ástand svæðisins og aðgerðir,“ segir í tilkynningunni. Engu að síður hafi Umhverfisstofnun ákveðið að bregðast við, ekki síst í ljósi „verndargildis svæðanna.“Frá Stóra-Víti, þar sem lokað hefur verið fyrir hringumferð.UmhverfisstofnunTakmarkanirnar sem gripið verður til eru eftirfarandi:Gestum ber að fylgja gönguleiðum og virða merkingar og girðingarUmferð bíla takmarkast við merkt bílastæðiFara skal eftir leiðbeiningum landvarða um umferð og umgengni á svæðinuVið Stóra-Víti verður hringleið umhverfis gíginn lokuð. Aðgengi verður takmarkað við svæðið upp frá bílastæði og suður fyrir gíginn, um 400 metra leið. Í vætutíð verður aðgengi takmarkað við hellulagða stétt vestan við sprengigíginn og verður það sérstaklega merkt. Fimm landverðir munu vinna að því að vernda svæðið með þessum hætti næstu daga auk þess sem daglegt eftirlit mun næstu vikur fara fram með því að reglur verði virtar. Takmörkunin tók gildi í dag og er stefnt að endurskoðun takmörkunar eigi síðar en innan tveggja vikna eða fyrr ef ástand breytist til batnaðar. Haft er eftir Sigrúnu Ágústsdóttur, staðgengil forstjóra Umhverfisstofnunar, í tilkynningunni að þetta séu í raun fordæmalausar aðgerðir. „Við höfum ekki áður farið þessa leið en með þessum skrefum vonumst við til að ná sama árangri og ef svæðinu hefði verið lokað fyrir umferð ferðafólks. Okkar reynsla er að fólk virði almennt reglur um stýringu umferðar og því er mikilvægt að koma henni á,“ segir Sigrún. Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur takmarkað umferð um Hveri, Leirhnjúk og Stóra-Víti við Kröflu í Skútustaðahreppi. Það verður til að mynda gert með því að loka hringleið umhverfis Stóra-Víti en markmiðið með aðgerðunum er að sögn stofnunarinnar að stuðla að bættri umferð gangandi vegfarenda á svæðinu. Í tilkynningu Umhverfisstofnunar er landeigandi í Reykjahlíð sagður hafa farið fram á að stofnunin takmarkaði aðgengi ferðamanna á svæðinu. „Þegar stofnunin auglýsti eftir athugasemdum komu fram skiptar skoðanir meðal landeigenda sem og annarra umsagnaraðila um ástand svæðisins og aðgerðir,“ segir í tilkynningunni. Engu að síður hafi Umhverfisstofnun ákveðið að bregðast við, ekki síst í ljósi „verndargildis svæðanna.“Frá Stóra-Víti, þar sem lokað hefur verið fyrir hringumferð.UmhverfisstofnunTakmarkanirnar sem gripið verður til eru eftirfarandi:Gestum ber að fylgja gönguleiðum og virða merkingar og girðingarUmferð bíla takmarkast við merkt bílastæðiFara skal eftir leiðbeiningum landvarða um umferð og umgengni á svæðinuVið Stóra-Víti verður hringleið umhverfis gíginn lokuð. Aðgengi verður takmarkað við svæðið upp frá bílastæði og suður fyrir gíginn, um 400 metra leið. Í vætutíð verður aðgengi takmarkað við hellulagða stétt vestan við sprengigíginn og verður það sérstaklega merkt. Fimm landverðir munu vinna að því að vernda svæðið með þessum hætti næstu daga auk þess sem daglegt eftirlit mun næstu vikur fara fram með því að reglur verði virtar. Takmörkunin tók gildi í dag og er stefnt að endurskoðun takmörkunar eigi síðar en innan tveggja vikna eða fyrr ef ástand breytist til batnaðar. Haft er eftir Sigrúnu Ágústsdóttur, staðgengil forstjóra Umhverfisstofnunar, í tilkynningunni að þetta séu í raun fordæmalausar aðgerðir. „Við höfum ekki áður farið þessa leið en með þessum skrefum vonumst við til að ná sama árangri og ef svæðinu hefði verið lokað fyrir umferð ferðafólks. Okkar reynsla er að fólk virði almennt reglur um stýringu umferðar og því er mikilvægt að koma henni á,“ segir Sigrún.
Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira