Fara yfir ástæðuna fyrir því að spænsku liðin eru að eyða meiri pening en þau ensku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2019 10:00 Eden Hazard kyssir Real Madrid merkið þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður félafgsins. Getty/Helios de la Rubia Evrópumeistarar Liverpool hafa varla eytt krónu á markaðnum í sumar og heilt yfir þá hafa ensku úrvalsdeildarliðin ekki eytt jafnmiklum peningi í nýja leikmenn og liðin í spænsku deildinni. Breska ríkisútvarpið leitaði skýringa á því. Spænsku liðin hafa verið í metaham í sumar og eru í fyrsta sinn komin saman með yfir einn milljarð enskra punda í eyðslu í nýja leikmenn. Ensku úrvalsdeildarfélögin hafa eytt samtals 922 milljónum punda í nýja leikmenn. Það eru vissulega ensk félög að kaupa leikmenn þótt að Liverpool sé rólegt á markaðnum og það gætu líka dottið inn stór kaup á síðustu sex dögunum sem glugginn er opinn. Það hljómar frekar furðulega að það séu nýliðar Aston Villa sem hafi eytt mestum peningi af ensku úrvalsdeildarliðunum. Þetta gæti orðið í fyrsta sinn í meira en áratug þar sem eyðslan er meiri hjá bestu liðum Spánar en hjá bestu liðum Englands.La Liga v Premier League.#EPL clubs have spent £922m and counting with just seven days remaining until the transfer window closes. But who will spend more this summer? Find out https://t.co/DIDSqLNEvf#bbcfootballpic.twitter.com/4jV3dqLFTq — BBC Sport (@BBCSport) August 2, 2019Real Madrid, Barcelona og Atletico Madrid hafa öll eytt stórum upphæðum í að styrkja leikmannahópa sína eftir vonbrigðartímabil í Evrópu á síðustu leiktíð. Spænsku liðin höfðu verið með talsverða yfirburði í Evrópukeppnunum árin á undan en síðasta vetur snérist það við. Ensku lið unnu ekki aðeins Meistaradeildina og Evrópudeildina heldur voru enskir úrslitaleikir í báðum keppnum því Liverpool vann Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og Chelsea vann Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Spænsku félögin hafa nú snúið vörn í sókn. Þau hafa þegar eytt 1,06 milljörðum punda í leikmenn í sumar og eru farin að nálgast met ensku úrvalsdeildarinnar frá 2017 þegar ensku liðin eyddu 1,4 milljörðum punda í leikmenn í sumarglugganum. Eden Hazard (Real), Joao Felix (Atletico) og Antoine Griezmann (Barca) voru allir keyptir fyrir stórar upphæðir en það hefur verið minna um þessi risakaup á Englandi. Arsenal borgaði reyndar metupphæð fyrir Nicolas Pepe og það gerði Manchester City líka fyrir Rodri. Tottenham tók sig líka til og eyddi 54 milljónum punda í Tanguy Ndombele. Blaðamennirnir Ben Collins og Katie Falkingham hjá breska ríkisútvarpinu velta fyrir sér ástæðunum fyrir þessu í pistli á heimasíðu BBC í dag. Það fer ekkert á milli mála hjá þeim sem þau töluðu við að frábært gengi ensku liðanna úi Evrópukeppnunum á síðustu leiktíð hefur kallað á viðbrögð frá bæði spænskum og ítölskum liðum. Hér kemur líka inn í að Chelsea er í banni og Manchester United hefur ekki enn þá keypt þessa dýru leikmenn sem búist var við. Spænsku liðin eru líka í betri stöðu en áður eftir að nýr sjónvarpssamningur færði þeim auknar tekjur en hann gefur af sér tuttugu prósentum meira en sá gamli. Það eru hins vegar enn sex dagar eftir af glugganum og Manchester United er ekki búið að segja sitt síðasta. Tottenham gæti líka keypt fleiri leikmenn en það eru litlar líkur á að mikið gerist hjá Liverpool. Það má lesa úttekt þeirra Ben Collins og Katie Falkingham með því að smella hér. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Evrópumeistarar Liverpool hafa varla eytt krónu á markaðnum í sumar og heilt yfir þá hafa ensku úrvalsdeildarliðin ekki eytt jafnmiklum peningi í nýja leikmenn og liðin í spænsku deildinni. Breska ríkisútvarpið leitaði skýringa á því. Spænsku liðin hafa verið í metaham í sumar og eru í fyrsta sinn komin saman með yfir einn milljarð enskra punda í eyðslu í nýja leikmenn. Ensku úrvalsdeildarfélögin hafa eytt samtals 922 milljónum punda í nýja leikmenn. Það eru vissulega ensk félög að kaupa leikmenn þótt að Liverpool sé rólegt á markaðnum og það gætu líka dottið inn stór kaup á síðustu sex dögunum sem glugginn er opinn. Það hljómar frekar furðulega að það séu nýliðar Aston Villa sem hafi eytt mestum peningi af ensku úrvalsdeildarliðunum. Þetta gæti orðið í fyrsta sinn í meira en áratug þar sem eyðslan er meiri hjá bestu liðum Spánar en hjá bestu liðum Englands.La Liga v Premier League.#EPL clubs have spent £922m and counting with just seven days remaining until the transfer window closes. But who will spend more this summer? Find out https://t.co/DIDSqLNEvf#bbcfootballpic.twitter.com/4jV3dqLFTq — BBC Sport (@BBCSport) August 2, 2019Real Madrid, Barcelona og Atletico Madrid hafa öll eytt stórum upphæðum í að styrkja leikmannahópa sína eftir vonbrigðartímabil í Evrópu á síðustu leiktíð. Spænsku liðin höfðu verið með talsverða yfirburði í Evrópukeppnunum árin á undan en síðasta vetur snérist það við. Ensku lið unnu ekki aðeins Meistaradeildina og Evrópudeildina heldur voru enskir úrslitaleikir í báðum keppnum því Liverpool vann Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og Chelsea vann Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Spænsku félögin hafa nú snúið vörn í sókn. Þau hafa þegar eytt 1,06 milljörðum punda í leikmenn í sumar og eru farin að nálgast met ensku úrvalsdeildarinnar frá 2017 þegar ensku liðin eyddu 1,4 milljörðum punda í leikmenn í sumarglugganum. Eden Hazard (Real), Joao Felix (Atletico) og Antoine Griezmann (Barca) voru allir keyptir fyrir stórar upphæðir en það hefur verið minna um þessi risakaup á Englandi. Arsenal borgaði reyndar metupphæð fyrir Nicolas Pepe og það gerði Manchester City líka fyrir Rodri. Tottenham tók sig líka til og eyddi 54 milljónum punda í Tanguy Ndombele. Blaðamennirnir Ben Collins og Katie Falkingham hjá breska ríkisútvarpinu velta fyrir sér ástæðunum fyrir þessu í pistli á heimasíðu BBC í dag. Það fer ekkert á milli mála hjá þeim sem þau töluðu við að frábært gengi ensku liðanna úi Evrópukeppnunum á síðustu leiktíð hefur kallað á viðbrögð frá bæði spænskum og ítölskum liðum. Hér kemur líka inn í að Chelsea er í banni og Manchester United hefur ekki enn þá keypt þessa dýru leikmenn sem búist var við. Spænsku liðin eru líka í betri stöðu en áður eftir að nýr sjónvarpssamningur færði þeim auknar tekjur en hann gefur af sér tuttugu prósentum meira en sá gamli. Það eru hins vegar enn sex dagar eftir af glugganum og Manchester United er ekki búið að segja sitt síðasta. Tottenham gæti líka keypt fleiri leikmenn en það eru litlar líkur á að mikið gerist hjá Liverpool. Það má lesa úttekt þeirra Ben Collins og Katie Falkingham með því að smella hér.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti