Jákvætt hvað fólk er meðvitað og upplýst um loftslagsmálin Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. ágúst 2019 10:00 fréttablaðið Rúmlega 62 prósent eru mjög sammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bendir á að þegar almenningur hafi nýlega verið spurður um stærstu samfélagslegu áskoranirnar hafi loftslagsmálin verið langefst á blaði. „Þannig að við skynjum alls staðar hvatningu til að grípa til aðgerða. Mér finnst það því í sjálfu sér mjög jákvætt hvað meðvitund fólks er mikil og hvað fólk er upplýst um þetta. Um leið held ég að þetta sé mikilvæg áminning fyrir stjórnmálin að standa í stykkinu hvað þessi mál varðar,“ segir Katrín. Nú sé líka verið að setja aukinn þunga í rannsóknir sem tengjast loftslagsmálum. „Það er lykilatriði að það sem við erum að gera sé að skila raunverulegum árangri,“ segir Katrín. Nánast allir stuðningsmenn Pírata, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Viðreisnar, eða á bilinu 97 til 99 prósent, eru mjög eða frekar sammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd. Tæplega 84 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins og tæp 80 prósent Sjálfstæðismanna eru því sammála. Efasemdir um loftslagsbreytingar af mannavöldum er nánast eingöngu að finna meðal stuðningsmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Þannig er rúmur fimmtungur Miðflokksfólks frekar eða mjög ósammála og rúm 28 prósent kjósenda Flokks fólksins. Tæp 57 prósent stuðningsmanna Miðflokksins eru frekar eða mjög sammála og um tveir af hverjum þremur stuðningsmönnum Flokks fólksins. Konur eru heldur sannfærðari um loftslagsbreytingar af mannavöldum en karlar. Þannig eru tvær af hverjum þremur konum mjög sammála því en tæp 58 prósent karla. Rúm sjö prósent karla eru hins vegar ósammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd en einungis tæp þrjú prósent kvenna. Þegar horft er á afstöðu mismunandi aldurshópa til málsins kemur í ljós að því yngra sem fólk er, því líklegra er það til að vera sammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd. Í aldurshópnum 18-24 ára eru 83 prósent mjög sammála fullyrðingunni og rúm tólf prósent frekar sammála. Enginn sem svaraði í þessum aldurshópi sagðist ósammála. Katrín segir þetta ekki koma á óvart og bendir á mikla þátttöku í loftslagsverkföllum. „Maður skynjar líka mikinn áhuga þegar maður ræðir við ungt fólk. Við erum að sjá hérna kynslóð koma fram sem er miklu meðvitaðri og hefur miklu sterkari skoðanir á þessu en fyrri kynslóðir.“ Í elsta aldurshópnum sem er fólk 65 ára eða eldra er rúmt 41 prósent mjög sammála fullyrðingunni og tæp 30 prósent frekar sammála. Þá reynast tæp 13 prósent ósammála fullyrðingunni. Könnunin var framkvæmd 24.-?29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhópi Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Rúmlega 62 prósent eru mjög sammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bendir á að þegar almenningur hafi nýlega verið spurður um stærstu samfélagslegu áskoranirnar hafi loftslagsmálin verið langefst á blaði. „Þannig að við skynjum alls staðar hvatningu til að grípa til aðgerða. Mér finnst það því í sjálfu sér mjög jákvætt hvað meðvitund fólks er mikil og hvað fólk er upplýst um þetta. Um leið held ég að þetta sé mikilvæg áminning fyrir stjórnmálin að standa í stykkinu hvað þessi mál varðar,“ segir Katrín. Nú sé líka verið að setja aukinn þunga í rannsóknir sem tengjast loftslagsmálum. „Það er lykilatriði að það sem við erum að gera sé að skila raunverulegum árangri,“ segir Katrín. Nánast allir stuðningsmenn Pírata, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Viðreisnar, eða á bilinu 97 til 99 prósent, eru mjög eða frekar sammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd. Tæplega 84 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins og tæp 80 prósent Sjálfstæðismanna eru því sammála. Efasemdir um loftslagsbreytingar af mannavöldum er nánast eingöngu að finna meðal stuðningsmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Þannig er rúmur fimmtungur Miðflokksfólks frekar eða mjög ósammála og rúm 28 prósent kjósenda Flokks fólksins. Tæp 57 prósent stuðningsmanna Miðflokksins eru frekar eða mjög sammála og um tveir af hverjum þremur stuðningsmönnum Flokks fólksins. Konur eru heldur sannfærðari um loftslagsbreytingar af mannavöldum en karlar. Þannig eru tvær af hverjum þremur konum mjög sammála því en tæp 58 prósent karla. Rúm sjö prósent karla eru hins vegar ósammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd en einungis tæp þrjú prósent kvenna. Þegar horft er á afstöðu mismunandi aldurshópa til málsins kemur í ljós að því yngra sem fólk er, því líklegra er það til að vera sammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd. Í aldurshópnum 18-24 ára eru 83 prósent mjög sammála fullyrðingunni og rúm tólf prósent frekar sammála. Enginn sem svaraði í þessum aldurshópi sagðist ósammála. Katrín segir þetta ekki koma á óvart og bendir á mikla þátttöku í loftslagsverkföllum. „Maður skynjar líka mikinn áhuga þegar maður ræðir við ungt fólk. Við erum að sjá hérna kynslóð koma fram sem er miklu meðvitaðri og hefur miklu sterkari skoðanir á þessu en fyrri kynslóðir.“ Í elsta aldurshópnum sem er fólk 65 ára eða eldra er rúmt 41 prósent mjög sammála fullyrðingunni og tæp 30 prósent frekar sammála. Þá reynast tæp 13 prósent ósammála fullyrðingunni. Könnunin var framkvæmd 24.-?29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhópi Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira