Trump teflir djarft í tollastríði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. ágúst 2019 21:27 Trump var ekki sáttur þegar bandaríska sendinefndin greindi honum frá gangi viðræðna og sakar forseta Kína um að ganga á bak orða sinna. Vísir/EPA Í tísti sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, birti í dag boðaði hann tollahækkanir á kínverskan innflutning að andvirði þrjú hundruð milljarða Bandaríkjadala. Trump sagði að leiðtogar ríkjanna myndu halda áfram viðræðum en frá og með 1. september myndi Bandaríkjastjórn hækka tolla á kínverskan varning um auka 10%. Viðskiptaþvinganirnar munu hafa áhrif á neytendur í Bandaríkjunum en vörur á borð við Iphone, strigaskó, raftæki og leikföng munu hækka í verði með nýju tollunum. Trump lét í ljós óánægju sína eftir að hafa fundað með bandarísku sendinefndinni, með Steven Mnuchin fjármálaráðherra og Robert Lighthizer í broddi fylkingar, í Hvíta húsinu í dag en sendinefndin sneri aftur heim í dag eftir að hafa setið við samningaborðið í Shanghai í vikunni. Trump varð afar ósáttur þegar sendinefndin greindi honum frá gangi viðræðna og þegar hann komst að því að Kínverjar gætu ekki lofað því að fjárfesta í bandarískum landbúnaðarvörum. Trump sagðist hafa talið sér trú um að það hefði verið niðurstaða fundar hans og Xi Jinping, forseta Kína, í sumar. Hann sagði að leiðtogi Kína hefði einnig lofað sér að reyna að koma í veg fyrir innflutning á Fentanyl til Bandaríkjanna. Þjóðarleiðtogarnir tveir sættust á að hefja samningaviðræður að nýju á leiðtogafundi G20-ríkjanna í Japan í lok júní. Trump segir að þrátt fyrir boðaðar tollahækkanir sé hann sannfærður um að samstarf ríkjanna tveggja verði gott í framtíðinni....buy agricultural product from the U.S. in large quantities, but did not do so. Additionally, my friend President Xi said that he would stop the sale of Fentanyl to the United States – this never happened, and many Americans continue to die! Trade talks are continuing, and... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 1, 2019 Bandaríkin Donald Trump Kína Tengdar fréttir Viðskiptastríðið getur komið niður á hagkerfi heimsins Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varar við afleiðingum viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína fyrir heimsbyggðina. 17. maí 2019 18:23 Bandaríkjamenn bjartsýnir á lausn deilunnar við Kína Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir viðræðurnar við Kínverja vera komnar níutíu prósent áleiðis. Forsetar ríkjanna tveggja munu hittast í Japan um helgina. Viðræðum var slitið í maí og bentu ríkin tvö hvort á annað. 27. júní 2019 07:00 „Mér er alveg sama þótt ég móðgi aðra“ Donald Trump, Bandaríkjaforseta, var stillt upp við vegg á blaðamannafundi G20-ríkjanna sem lauk í Osaka í Japan í dag. Á fundinum var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki getað svarað spurningum um blaðamanninn Jamal Khashoggi að krónprinsinum í Sádi-Arabíu viðstöddum. 29. júní 2019 14:01 Hafa áhyggjur af biblíuskorti verði af tollahækkunum á vörur frá Kína Útgefendur helgirita í Bandaríkjunum hafa lýst yfir áhyggjum sínum af afleiðingum þess að Bandaríkjastjórn leggi frekari tolla og höft á innflutning frá Kína. 8. júlí 2019 21:26 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Í tísti sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, birti í dag boðaði hann tollahækkanir á kínverskan innflutning að andvirði þrjú hundruð milljarða Bandaríkjadala. Trump sagði að leiðtogar ríkjanna myndu halda áfram viðræðum en frá og með 1. september myndi Bandaríkjastjórn hækka tolla á kínverskan varning um auka 10%. Viðskiptaþvinganirnar munu hafa áhrif á neytendur í Bandaríkjunum en vörur á borð við Iphone, strigaskó, raftæki og leikföng munu hækka í verði með nýju tollunum. Trump lét í ljós óánægju sína eftir að hafa fundað með bandarísku sendinefndinni, með Steven Mnuchin fjármálaráðherra og Robert Lighthizer í broddi fylkingar, í Hvíta húsinu í dag en sendinefndin sneri aftur heim í dag eftir að hafa setið við samningaborðið í Shanghai í vikunni. Trump varð afar ósáttur þegar sendinefndin greindi honum frá gangi viðræðna og þegar hann komst að því að Kínverjar gætu ekki lofað því að fjárfesta í bandarískum landbúnaðarvörum. Trump sagðist hafa talið sér trú um að það hefði verið niðurstaða fundar hans og Xi Jinping, forseta Kína, í sumar. Hann sagði að leiðtogi Kína hefði einnig lofað sér að reyna að koma í veg fyrir innflutning á Fentanyl til Bandaríkjanna. Þjóðarleiðtogarnir tveir sættust á að hefja samningaviðræður að nýju á leiðtogafundi G20-ríkjanna í Japan í lok júní. Trump segir að þrátt fyrir boðaðar tollahækkanir sé hann sannfærður um að samstarf ríkjanna tveggja verði gott í framtíðinni....buy agricultural product from the U.S. in large quantities, but did not do so. Additionally, my friend President Xi said that he would stop the sale of Fentanyl to the United States – this never happened, and many Americans continue to die! Trade talks are continuing, and... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 1, 2019
Bandaríkin Donald Trump Kína Tengdar fréttir Viðskiptastríðið getur komið niður á hagkerfi heimsins Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varar við afleiðingum viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína fyrir heimsbyggðina. 17. maí 2019 18:23 Bandaríkjamenn bjartsýnir á lausn deilunnar við Kína Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir viðræðurnar við Kínverja vera komnar níutíu prósent áleiðis. Forsetar ríkjanna tveggja munu hittast í Japan um helgina. Viðræðum var slitið í maí og bentu ríkin tvö hvort á annað. 27. júní 2019 07:00 „Mér er alveg sama þótt ég móðgi aðra“ Donald Trump, Bandaríkjaforseta, var stillt upp við vegg á blaðamannafundi G20-ríkjanna sem lauk í Osaka í Japan í dag. Á fundinum var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki getað svarað spurningum um blaðamanninn Jamal Khashoggi að krónprinsinum í Sádi-Arabíu viðstöddum. 29. júní 2019 14:01 Hafa áhyggjur af biblíuskorti verði af tollahækkunum á vörur frá Kína Útgefendur helgirita í Bandaríkjunum hafa lýst yfir áhyggjum sínum af afleiðingum þess að Bandaríkjastjórn leggi frekari tolla og höft á innflutning frá Kína. 8. júlí 2019 21:26 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Viðskiptastríðið getur komið niður á hagkerfi heimsins Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varar við afleiðingum viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína fyrir heimsbyggðina. 17. maí 2019 18:23
Bandaríkjamenn bjartsýnir á lausn deilunnar við Kína Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir viðræðurnar við Kínverja vera komnar níutíu prósent áleiðis. Forsetar ríkjanna tveggja munu hittast í Japan um helgina. Viðræðum var slitið í maí og bentu ríkin tvö hvort á annað. 27. júní 2019 07:00
„Mér er alveg sama þótt ég móðgi aðra“ Donald Trump, Bandaríkjaforseta, var stillt upp við vegg á blaðamannafundi G20-ríkjanna sem lauk í Osaka í Japan í dag. Á fundinum var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki getað svarað spurningum um blaðamanninn Jamal Khashoggi að krónprinsinum í Sádi-Arabíu viðstöddum. 29. júní 2019 14:01
Hafa áhyggjur af biblíuskorti verði af tollahækkunum á vörur frá Kína Útgefendur helgirita í Bandaríkjunum hafa lýst yfir áhyggjum sínum af afleiðingum þess að Bandaríkjastjórn leggi frekari tolla og höft á innflutning frá Kína. 8. júlí 2019 21:26