Ekki talið að eldurinn hafi komið upp með saknæmum hætti Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. ágúst 2019 10:34 Hér sést umfang tjónsins að Fornubúðum vel. Vísir/Frikki Rannsókn er hafin á því hvers vegna mikill eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði að Fórnubúðum í Hafnarfirði í gær. Altjón varð hjá tveimur fyrirtækjum í húsinu sem hleypur á hundruðum milljóna. Ekkert bendir til þess að eldurinn hafi komið upp með saknæmum hætti. Slökkvistarfi að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði lauk formlega um klukkan ellefu í gærkvöldi og afhenti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lögreglu vettvanginn í kjölfarið. Slökkvistarf tók um tuttugu klukkustundir og á sjötta tug slökkviliðsmanna tóku þátt. Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun nú ráðast í vettvangsrannsókn. Mikið verk er fyrir höndum að ráða fram úr hvers vegna eldurinn kom upp en stórvirk vinnuvél var fengin til þess að rjúfa þak byggingarinnar til þess að auðvelda slökkvistarf.Slökkvistarf tók um tuttugu klukkustundir.Vísir/Jói K.Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fer fyrir rannsókn málsins. Hann segir í samtali við fréttastofu að gagnaöflun sé í fullum gangi. Rætt verði við vitni auk þess að lögreglan á von á að fá afrit af upptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu. Inntur eftir því grunur sé um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað segir Helgi svo ekki vera. Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að slökkviliðsmenn hafi áttað sig á því strax í gær að brunahólfun hússins hafi verið ábótavant þar sem eldurnn hafði náð deifa úr sér á skömmum tíma. Tjónið í brunanum í gær er talið hlaupa á hundruðum milljóna hjá þremur fyrirtækjum sem voru með starfsemi í húsinu. Tjónið varð að öllum líkindum minnst hjá Fiskmarkaði Suðurlands, en slökkviliðsmenn náðu að forða því að eldurinn náði þangað. Tjónið þar er mest vegna hita, reyks og vatns. Hjá hinum fyrirtækjunum, IC Core og IP-dreifingu varð altjón. Fjórða fyrirtækið Járnaborg, áformaði að hefja starfsemi í húsinu í dag en ljóst er að ekkert verði af því. Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir „Það er allt farið“ Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. 31. júlí 2019 11:06 Brunavarnir hússins í ólagi Tugir slökkviliðsmanna hafa unnið sleitulaust að því í meira en hálfan sólarhring að slökkva mikinn eld sem kom upp í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði í nótt. Nokkrar klukkustundir tók að ná yfirhöndinni á eldinum en gott veður átti þátt í því að það tókst. 31. júlí 2019 20:00 Búið að afhenda lögreglu brunavettvang Formlegu slökkvistarfi lauk um ellefu leytið í kvöld. 31. júlí 2019 23:46 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Rannsókn er hafin á því hvers vegna mikill eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði að Fórnubúðum í Hafnarfirði í gær. Altjón varð hjá tveimur fyrirtækjum í húsinu sem hleypur á hundruðum milljóna. Ekkert bendir til þess að eldurinn hafi komið upp með saknæmum hætti. Slökkvistarfi að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði lauk formlega um klukkan ellefu í gærkvöldi og afhenti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lögreglu vettvanginn í kjölfarið. Slökkvistarf tók um tuttugu klukkustundir og á sjötta tug slökkviliðsmanna tóku þátt. Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun nú ráðast í vettvangsrannsókn. Mikið verk er fyrir höndum að ráða fram úr hvers vegna eldurinn kom upp en stórvirk vinnuvél var fengin til þess að rjúfa þak byggingarinnar til þess að auðvelda slökkvistarf.Slökkvistarf tók um tuttugu klukkustundir.Vísir/Jói K.Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fer fyrir rannsókn málsins. Hann segir í samtali við fréttastofu að gagnaöflun sé í fullum gangi. Rætt verði við vitni auk þess að lögreglan á von á að fá afrit af upptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu. Inntur eftir því grunur sé um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað segir Helgi svo ekki vera. Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að slökkviliðsmenn hafi áttað sig á því strax í gær að brunahólfun hússins hafi verið ábótavant þar sem eldurnn hafði náð deifa úr sér á skömmum tíma. Tjónið í brunanum í gær er talið hlaupa á hundruðum milljóna hjá þremur fyrirtækjum sem voru með starfsemi í húsinu. Tjónið varð að öllum líkindum minnst hjá Fiskmarkaði Suðurlands, en slökkviliðsmenn náðu að forða því að eldurinn náði þangað. Tjónið þar er mest vegna hita, reyks og vatns. Hjá hinum fyrirtækjunum, IC Core og IP-dreifingu varð altjón. Fjórða fyrirtækið Járnaborg, áformaði að hefja starfsemi í húsinu í dag en ljóst er að ekkert verði af því.
Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir „Það er allt farið“ Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. 31. júlí 2019 11:06 Brunavarnir hússins í ólagi Tugir slökkviliðsmanna hafa unnið sleitulaust að því í meira en hálfan sólarhring að slökkva mikinn eld sem kom upp í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði í nótt. Nokkrar klukkustundir tók að ná yfirhöndinni á eldinum en gott veður átti þátt í því að það tókst. 31. júlí 2019 20:00 Búið að afhenda lögreglu brunavettvang Formlegu slökkvistarfi lauk um ellefu leytið í kvöld. 31. júlí 2019 23:46 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
„Það er allt farið“ Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. 31. júlí 2019 11:06
Brunavarnir hússins í ólagi Tugir slökkviliðsmanna hafa unnið sleitulaust að því í meira en hálfan sólarhring að slökkva mikinn eld sem kom upp í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði í nótt. Nokkrar klukkustundir tók að ná yfirhöndinni á eldinum en gott veður átti þátt í því að það tókst. 31. júlí 2019 20:00
Búið að afhenda lögreglu brunavettvang Formlegu slökkvistarfi lauk um ellefu leytið í kvöld. 31. júlí 2019 23:46