Vísir fylgist vel með heimsleikunum í Madison og hér verður bæði hægt að horfa á beina útsendingu frá leikunum sem og að sjá beina textalýsingu frá blaðamanni Vísis þar sem koma fram allar helstu upplýsingar um það sem er í gangi hverju sinni.
Undanfarin ár hafa aðeins 40 karlar og 40 konur komist á heimsleikana en CrossFit samtökin fóru í mikið útbreiðslustarf í ár og margfölduðu í framhaldinu keppendafjöldann.
148 karlar og 134 konur keppa því í einstaklingskeppnunum í ár. 73 karlar og 59 konur fá því aðeins að keppa í einni grein á leikunum því þau detta út leik eftir fyrstu grein. Keppendum mun síðan fækka á meðan keppninni stendur fara úr 75 í 50, í 40, í 30, í 20 og loks munu aðeins tíu vera eftir fyrir lokagreinina á sunnudaginn.
Björgvin Karl Guðmundsson keppir í karlaflokki á heimsleikunum í ár eins og undanfarin ár og Ísland á síðan fimm keppendur í kvennaflokki eða þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur, Þuríði Erlu Helgadóttur og Oddrúnu Eik Gylfadóttur.
Hér fyrir ofan má sjá beina útsendingu frá keppni fyrsta dagsins á heimsleikunum en fyrir neðan er síðan bein textalýsing frá blaðamanni Vísis. Útsendingin hefst klukkan 13.55 en textalýsingin er farin af stað.