Næstbesti kosturinn Logi Einarsson skrifar 1. ágúst 2019 08:00 Í flóknum veruleika samtímans verður sífellt augljósara hversu miklu máli fjölþjóðleg samvinna skiptir fyrir örþjóð eins og Ísland. Hraðar tæknibreytingar kalla á sameiginlegar lausnir en erfiðasta og brýnasta verkefnið er að stemma stigu við hamfarahlýnun – og það mun ekki takast nema með samvinnu sem flestra þjóða. Þar er Evrópusambandið í fararbroddi. Með aðild að EES-samningnum breyttist Ísland úr 300 þúsund manna markaði í 500 milljóna. En stundum gleymast áhrif samningsins á daglegt líf einstaklingsins. Á svipstundu fengu Íslendingar frelsi til að ferðast, vinna og mennta sig hvar sem er á Evrópska efnahagssvæðinu. Í gegnum EES-samninginn höfum við líka tekið upp tilskipanir frá Evrópusambandinu um bætt loftgæði og meira jafnrétti. Tilskipanir sem auka réttindi launafólks, t.d. varðandi frítíma og sveigjanleika í vinnu til að sjá um börnin okkar eða nána aðstandendur, sem færa okkur betri og öruggari lyf, gera okkur kleift að vafra á snjallsímanum hvar sem er í Evrópu eins og við værum heima hjá okkur, tryggja rétt okkar ef flugi innan Evrópu seinkar eða fellur niður. Tilskipanir sem hvetja til framleiðslu á umhverfisvænni vörum, tryggja virkari samkeppni og bæta starfsumhverfi ör- og smáfyrirtækja. Allt þetta, og meira til, hefur áhrif á daglegt líf okkar. Í samningnum um EES er sem sagt margt afar jákvætt en annað sem skiptir okkur minna máli. Í sérstökum tilvikum er hægt að semja um einstakar undanþágur áður en til innleiðingar kemur, eftir að lög hafa verið samþykkt hjá ESB. EES-samningurinn er okkur því mjög mikilvægur en þó aðeins næstbesti kosturinn sem okkur stendur til boða; allra best væri full aðild að ESB með möguleikum til ríkari áhrifa á daglegt líf okkar til framtíðar. Rúsínan í pylsuendanum væri svo auðvitað aðgangur að öflugri og stöðugri mynt með margfalt lægri vaxtakostnaði og þar með ódýrara húsnæði og matarkörfu auk stöðugra starfsumhverfis fyrir fyrirtæki. Ekkert myndi skila venjulegum íslenskum heimilum meiri kjarabót.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Logi Einarsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Í flóknum veruleika samtímans verður sífellt augljósara hversu miklu máli fjölþjóðleg samvinna skiptir fyrir örþjóð eins og Ísland. Hraðar tæknibreytingar kalla á sameiginlegar lausnir en erfiðasta og brýnasta verkefnið er að stemma stigu við hamfarahlýnun – og það mun ekki takast nema með samvinnu sem flestra þjóða. Þar er Evrópusambandið í fararbroddi. Með aðild að EES-samningnum breyttist Ísland úr 300 þúsund manna markaði í 500 milljóna. En stundum gleymast áhrif samningsins á daglegt líf einstaklingsins. Á svipstundu fengu Íslendingar frelsi til að ferðast, vinna og mennta sig hvar sem er á Evrópska efnahagssvæðinu. Í gegnum EES-samninginn höfum við líka tekið upp tilskipanir frá Evrópusambandinu um bætt loftgæði og meira jafnrétti. Tilskipanir sem auka réttindi launafólks, t.d. varðandi frítíma og sveigjanleika í vinnu til að sjá um börnin okkar eða nána aðstandendur, sem færa okkur betri og öruggari lyf, gera okkur kleift að vafra á snjallsímanum hvar sem er í Evrópu eins og við værum heima hjá okkur, tryggja rétt okkar ef flugi innan Evrópu seinkar eða fellur niður. Tilskipanir sem hvetja til framleiðslu á umhverfisvænni vörum, tryggja virkari samkeppni og bæta starfsumhverfi ör- og smáfyrirtækja. Allt þetta, og meira til, hefur áhrif á daglegt líf okkar. Í samningnum um EES er sem sagt margt afar jákvætt en annað sem skiptir okkur minna máli. Í sérstökum tilvikum er hægt að semja um einstakar undanþágur áður en til innleiðingar kemur, eftir að lög hafa verið samþykkt hjá ESB. EES-samningurinn er okkur því mjög mikilvægur en þó aðeins næstbesti kosturinn sem okkur stendur til boða; allra best væri full aðild að ESB með möguleikum til ríkari áhrifa á daglegt líf okkar til framtíðar. Rúsínan í pylsuendanum væri svo auðvitað aðgangur að öflugri og stöðugri mynt með margfalt lægri vaxtakostnaði og þar með ódýrara húsnæði og matarkörfu auk stöðugra starfsumhverfis fyrir fyrirtæki. Ekkert myndi skila venjulegum íslenskum heimilum meiri kjarabót.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar