Bjargvætturinn Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 1. ágúst 2019 08:00 Ungmenni heimsins lifa mörg hver í ótta við afleiðingar loftslagsbreytinga sem víða hafa skelfileg áhrif. Þau þreytast ekki á að minna hina fullorðnu, sem eiga víst að vera ábyrgðarfullu manneskjurnar á þessari plánetu, á nauðsyn þess að grípa til aðgerða. Víða tala ungmennin fyrir daufum eyrum og fá jafnvel þau skilaboð frá stjórnmálamönnum að halda sig inni í skólastofum og láta af hávaða og hysteríu. Þegar valdafólk sem hefur áhrif og ætti að vera ábyrgðarfullt skeytir ekki um hættu eins og þá sem stafar af loftslagsbreytingum er ekki nema von að unga fólkið sé hrætt. Fyrir áratugum ólst ungt fólk upp við annars konar hættu og í svefni fékk það jafnvel martraðir, svo skelfileg var ógnin. Æskan óttaðist kjarnorkustríð og hafði sannarlega ástæðu til. Það stríð varð ekki, en litlu mátti muna eins og fjallað var um í stórmerkilegri heimildarmynd sem RÚV sýndi á dögunum og heitir: Maðurinn sem bjargaði heiminum. Hetjan í þessari sönnu sögu er Stanislav Petrov, liðsforingi sem var á vakt í stjórnstöð sovéska hersins árið 1983 þegar mælitæki gáfu til kynna að Bandaríkjamenn hefðu skotið kjarnaflaugum í átt að Sovétríkjunum. Samkvæmt reglum átti hann að tilkynna árás sem umsvifalaust yrði svarað með því að senda flugskeyti til Bandaríkjanna. Í heimildarmyndinni kom fram að slík árás á Bandaríkin hefði kostað helming Bandaríkjamanna lífið. Fleiri árásir frá báðum aðilum hefðu fylgt í kjölfarið með þeim afleiðingum að Jörðin hefði orðið að eyðimörk. Petrov taldi líklegast að bilun væri í mælitækjum. Hann var engan veginn viss um að svo væri en ákvað að aðhafast ekkert. Í heimildarmyndinni sem er frá árinu 2014 og mun hafa verið gerð á tíu ára tímabili eltu kvikmyndagerðarmenn Petrov, sem þá var gamall maður og alls ekki fús til að ræða við þá. „Fjárans blaðasnápar, hunskist út úr mínum húsum!“ æpti hann. Maðurinn sem bjargaði heiminum var afundinn, tortrygginn og skaphundur hinn mesti. Honum virtist ekki þykja sérlega vænt um mannkynið. Samt hafði hann bjargað því. Nokkuð sem hann hélt leyndu árum saman. Það var ekki fyrr en áratugum seinna sem þáttur hans varð ljós. Þegar leið á þessa merkilegu mynd opinberaðist að undir hrjúfu yfirborði var góður maður sem hafði upplifað sorgir sem höfðu markað hann. Hann hafði misst eiginkonu sína úr krabbameini og virtist sakna hennar afar sárt og lifði í mikilli ósátt við móður sína, en milli þeirra tókst óvænt og falleg sátt undir lok myndar. „Menn hafa ekkert lært af sögunni,“ sagði Petrov í myndinni. Hann benti á náttúruna og sagði: „Ímyndið ykkur að allt þetta hyrfi á sekúndubroti.“ Í dag, tveimur árum eftir lát Petrovs, vofir vá yfir mannkyni. Vá sem mannkynið hefur sjálft skapað. Loftslagsbreytingar munu ekki valda því að náttúra og líf hverfi á sekúndubroti, en verði ekki brugðist við blasa hamfarir við. Enginn einn maður getur stöðvað þær. Í þessum björgunarleiðangri þarf mannkyn allt að standa saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Ungmenni heimsins lifa mörg hver í ótta við afleiðingar loftslagsbreytinga sem víða hafa skelfileg áhrif. Þau þreytast ekki á að minna hina fullorðnu, sem eiga víst að vera ábyrgðarfullu manneskjurnar á þessari plánetu, á nauðsyn þess að grípa til aðgerða. Víða tala ungmennin fyrir daufum eyrum og fá jafnvel þau skilaboð frá stjórnmálamönnum að halda sig inni í skólastofum og láta af hávaða og hysteríu. Þegar valdafólk sem hefur áhrif og ætti að vera ábyrgðarfullt skeytir ekki um hættu eins og þá sem stafar af loftslagsbreytingum er ekki nema von að unga fólkið sé hrætt. Fyrir áratugum ólst ungt fólk upp við annars konar hættu og í svefni fékk það jafnvel martraðir, svo skelfileg var ógnin. Æskan óttaðist kjarnorkustríð og hafði sannarlega ástæðu til. Það stríð varð ekki, en litlu mátti muna eins og fjallað var um í stórmerkilegri heimildarmynd sem RÚV sýndi á dögunum og heitir: Maðurinn sem bjargaði heiminum. Hetjan í þessari sönnu sögu er Stanislav Petrov, liðsforingi sem var á vakt í stjórnstöð sovéska hersins árið 1983 þegar mælitæki gáfu til kynna að Bandaríkjamenn hefðu skotið kjarnaflaugum í átt að Sovétríkjunum. Samkvæmt reglum átti hann að tilkynna árás sem umsvifalaust yrði svarað með því að senda flugskeyti til Bandaríkjanna. Í heimildarmyndinni kom fram að slík árás á Bandaríkin hefði kostað helming Bandaríkjamanna lífið. Fleiri árásir frá báðum aðilum hefðu fylgt í kjölfarið með þeim afleiðingum að Jörðin hefði orðið að eyðimörk. Petrov taldi líklegast að bilun væri í mælitækjum. Hann var engan veginn viss um að svo væri en ákvað að aðhafast ekkert. Í heimildarmyndinni sem er frá árinu 2014 og mun hafa verið gerð á tíu ára tímabili eltu kvikmyndagerðarmenn Petrov, sem þá var gamall maður og alls ekki fús til að ræða við þá. „Fjárans blaðasnápar, hunskist út úr mínum húsum!“ æpti hann. Maðurinn sem bjargaði heiminum var afundinn, tortrygginn og skaphundur hinn mesti. Honum virtist ekki þykja sérlega vænt um mannkynið. Samt hafði hann bjargað því. Nokkuð sem hann hélt leyndu árum saman. Það var ekki fyrr en áratugum seinna sem þáttur hans varð ljós. Þegar leið á þessa merkilegu mynd opinberaðist að undir hrjúfu yfirborði var góður maður sem hafði upplifað sorgir sem höfðu markað hann. Hann hafði misst eiginkonu sína úr krabbameini og virtist sakna hennar afar sárt og lifði í mikilli ósátt við móður sína, en milli þeirra tókst óvænt og falleg sátt undir lok myndar. „Menn hafa ekkert lært af sögunni,“ sagði Petrov í myndinni. Hann benti á náttúruna og sagði: „Ímyndið ykkur að allt þetta hyrfi á sekúndubroti.“ Í dag, tveimur árum eftir lát Petrovs, vofir vá yfir mannkyni. Vá sem mannkynið hefur sjálft skapað. Loftslagsbreytingar munu ekki valda því að náttúra og líf hverfi á sekúndubroti, en verði ekki brugðist við blasa hamfarir við. Enginn einn maður getur stöðvað þær. Í þessum björgunarleiðangri þarf mannkyn allt að standa saman.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun