Freistnivandi sjávarútvegsins Arnar Atlason skrifar 1. ágúst 2019 08:00 Spurningaleikur í 4 liðum (svörin við spurningunum má finna hér neðst). 1. Má sá sem kaupir afla af sjálfum sér ákvarða vigt aflans? 2. Má sá sem kaupir afla af öðrum ákvarða vigt aflans? 3. Þegar upp kemst um ólöglegt brottkast, hverjum er þá refsað? 4. Er hugsanlegt að 2-5 aðilar gætu eignast allar veiðiheimildir á Íslandi eða að einn aðili eigi nú þegar 20-30% kvótans? Þessar spurningar byggja á nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðanda sem unnin var að beiðni Alþingis. Helstu niðurstöður hennar má finna í meðfylgjandi samantekt: „Á grundvelli þeirra gagna sem Ríkisendurskoðun aflaði við gerð úttektarinnar er ljóst að eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla er takmarkað og efast má um að það skili tilætluðum árangri. Ríkisendurskoðandi leggur til að gerðar verði skýrar kröfur um aðstöðu til vigtunar og eftirlit hafnaryfirvalda. Kanna þarf hvort færa eigi vigtun á hafnarvog undir forræði Fiskistofu og fjölga yfirstöðum eftirlitsmanna hjá vigtunarleyfishöfum. Eftirlit með brottkasti er veikburða og ómarkvisst. Hvorki liggja fyrir skýr árangursmarkmið né árangursmælingar. Ríkisendurskoðandi mælist til að kannað verði hvort auka megi samstarf Fiskistofu og Landhelgisgæslu við eftirlit með brottkasti. Þá þurfi að auka viðveru eftirlitsmanna um borð í fiskiskipum og horfa til tækninýjunga við eftirlit. Ekki verður séð að Fiskistofa kanni hvort yfirráð tengdra aðila í sjávarútvegi yfir aflahlutdeildum sé í samræmi við það hámark sem er skilgreint í lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Ráðast þarf í endurskoðun á 13. og 14. gr. laganna hvað snýr að ákvæðum um bæði yfirráð og tengsl aðila svo tryggja megi markvisst eftirlit með samþjöppun aflaheimilda. Ríkisendurskoðandi vekur athygli á mikilvægi þess að Fiskistofa hafi nauðsynleg úrræði og aðföng til að sinna eftirliti með skilvirkum og árangursríkum hætti með tilætluðum fælingar- og varnaðaráhrifum. Skilgreina þarf skýr árangursmarkmið um eftirlitshlutverk Fiskistofu og grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að þeim verði náð.“ 1. Kaupandi fiskafla sem jafnframt er útgerðarmaður getur fengið heimild til endanlegrar vigtunar aflans í viðskiptum við sjálfan sig. Sú vigt gildir við nýtingu veiðiheimilda, greiðslu launa sjómanna og útreikning hafnargjalda. 2. Kaupandi fiskafla getur fengið heimild til endanlegrar vigtunar aflans í viðskiptum. Sú vigt gildir við nýtingu veiðiheimilda, greiðslu launa sjómanna og útreikning hafnargjalda. 3. Hefðbundin refsing við brottkasti er veiðileyfissvipting í tiltekinn tíma, í sumum tilfellum hlýtur skipstjóri og/eða útgerð jafnframt sekt. Í engum tilfellum eru veiðiheimildir gerðar upptækar og því flyst tekjuöflun útgerðar einungis til en fellur ekki niður. 4. Í lögum um stjórn fiskveiða er tilgreint hámark sem hver útgerð má eiga af aflaheimildum tegunda. Ríkisendurskoðun bendir á að ekkert eftirlit sé með eignarhaldi í gegnum dóttur- og systurfélög. Því er ekki hægt að fullyrða hvort einhver aðili eigi orðið 20-30% veiðiheimilda á þann hátt.Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ), framkvæmdastjóri Tor ehf. og situr í samráðshópi um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Spurningaleikur í 4 liðum (svörin við spurningunum má finna hér neðst). 1. Má sá sem kaupir afla af sjálfum sér ákvarða vigt aflans? 2. Má sá sem kaupir afla af öðrum ákvarða vigt aflans? 3. Þegar upp kemst um ólöglegt brottkast, hverjum er þá refsað? 4. Er hugsanlegt að 2-5 aðilar gætu eignast allar veiðiheimildir á Íslandi eða að einn aðili eigi nú þegar 20-30% kvótans? Þessar spurningar byggja á nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðanda sem unnin var að beiðni Alþingis. Helstu niðurstöður hennar má finna í meðfylgjandi samantekt: „Á grundvelli þeirra gagna sem Ríkisendurskoðun aflaði við gerð úttektarinnar er ljóst að eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla er takmarkað og efast má um að það skili tilætluðum árangri. Ríkisendurskoðandi leggur til að gerðar verði skýrar kröfur um aðstöðu til vigtunar og eftirlit hafnaryfirvalda. Kanna þarf hvort færa eigi vigtun á hafnarvog undir forræði Fiskistofu og fjölga yfirstöðum eftirlitsmanna hjá vigtunarleyfishöfum. Eftirlit með brottkasti er veikburða og ómarkvisst. Hvorki liggja fyrir skýr árangursmarkmið né árangursmælingar. Ríkisendurskoðandi mælist til að kannað verði hvort auka megi samstarf Fiskistofu og Landhelgisgæslu við eftirlit með brottkasti. Þá þurfi að auka viðveru eftirlitsmanna um borð í fiskiskipum og horfa til tækninýjunga við eftirlit. Ekki verður séð að Fiskistofa kanni hvort yfirráð tengdra aðila í sjávarútvegi yfir aflahlutdeildum sé í samræmi við það hámark sem er skilgreint í lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Ráðast þarf í endurskoðun á 13. og 14. gr. laganna hvað snýr að ákvæðum um bæði yfirráð og tengsl aðila svo tryggja megi markvisst eftirlit með samþjöppun aflaheimilda. Ríkisendurskoðandi vekur athygli á mikilvægi þess að Fiskistofa hafi nauðsynleg úrræði og aðföng til að sinna eftirliti með skilvirkum og árangursríkum hætti með tilætluðum fælingar- og varnaðaráhrifum. Skilgreina þarf skýr árangursmarkmið um eftirlitshlutverk Fiskistofu og grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að þeim verði náð.“ 1. Kaupandi fiskafla sem jafnframt er útgerðarmaður getur fengið heimild til endanlegrar vigtunar aflans í viðskiptum við sjálfan sig. Sú vigt gildir við nýtingu veiðiheimilda, greiðslu launa sjómanna og útreikning hafnargjalda. 2. Kaupandi fiskafla getur fengið heimild til endanlegrar vigtunar aflans í viðskiptum. Sú vigt gildir við nýtingu veiðiheimilda, greiðslu launa sjómanna og útreikning hafnargjalda. 3. Hefðbundin refsing við brottkasti er veiðileyfissvipting í tiltekinn tíma, í sumum tilfellum hlýtur skipstjóri og/eða útgerð jafnframt sekt. Í engum tilfellum eru veiðiheimildir gerðar upptækar og því flyst tekjuöflun útgerðar einungis til en fellur ekki niður. 4. Í lögum um stjórn fiskveiða er tilgreint hámark sem hver útgerð má eiga af aflaheimildum tegunda. Ríkisendurskoðun bendir á að ekkert eftirlit sé með eignarhaldi í gegnum dóttur- og systurfélög. Því er ekki hægt að fullyrða hvort einhver aðili eigi orðið 20-30% veiðiheimilda á þann hátt.Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ), framkvæmdastjóri Tor ehf. og situr í samráðshópi um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun