Ákvörðun Katrínar valdi engu fjaðrafoki í alþjóðasamskiptum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. ágúst 2019 12:12 Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, segir að ekki sé hægt að lesa neitt mikið í ákvörðun forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, verður ekki stödd á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna kemur í opinbera heimsókn 4. september næstkomandi. Forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar telur það ekki vera til marks um vanvirðingu því utanríkisráðherrann sé gestgjafinn. Forsætisráðherra sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að hún gæti ekki tekið á móti Pence því hún hefði samþykkt að vera ræðumaður á þingi Norrænu verkalýðssamtakanna á þessum tíma. Hún sæi ekki ástæðu til að breyta dagskránni.Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, og sérfræðingum í alþjóðasamskiptum segir að ekki sé hægt að lesa neitt sérstakt úr ákvörðun forsætisráðherra. „Í sjálfu sér er eðlilegt að þeir sem bjóða leiðtoganum séu þeir sem taka á móti þeim erlendu gestum sem síðan koma þannig að þó að forsætisráðherrann sé ekki á landinu og hún er með sína dagskrá og hefur ýmislegt annað að gera. Það þarf ekki að lesa mikið í það. Utanríkisráðherra er gestgjafinn.“ Málið myndi horfa öðruvísi við ef von væri á sjálfum forsetanum. Það væri náttúrulega annað mál ef að forsætisráðherra væri þá ekki tilbúinn til að taka á móti þjóðarleiðtoga. Það væri náttúrulega svolítið furðulegt þannig að auðvitað er varaforseti annað en forsetaembættið. Pia segir að þjóðir horfi í auknum mæli til Norðurslóða. Aukin hernaðarumsvif á svæðinu séu áhyggjuefni. Það er klárlega verið að setja þetta mikið ofar á listann heldur en verið hefur og það er óskaplega skiljanlegt þegar við lítum í kringum okkur og sjáum hvers lags áskoranir blasa við. Þá er náttúrulega ljóst að það er að færast aukinn þungi í öll mál sem lúta að öryggismálum á Norðurslóðum og við sjáum líka þennan aukna áhuga Bandaríkjamanna á þessu heimasvæði. Uppbyggingin í Keflavík segir náttúrulega sína sögu. Þeir eru að setja töluvert mikið af peningum í, ekki bara viðhald heldur uppbyggingu þar.Vel fór á með Merkel og Katrínu þegar þær hittust í Þýskalandi í mars í fyrra.Vísir/EPAMerkel sé einn merkasti stjórnmálamaður samtímans Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tekur á móti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Pia segir að henni hafi tekist vel að tengjast þjóðarleiðtogum. „Það er mjög mikilvæg heimsókn og mér finnst gaman að sjá hvernig mér sýnist Katrínu hafa gengið mjög vel að tengjast henni. Þær eru ábyggilega orðnar alveg hreint ágætis vinkonur bara, gæti manni dottið í hug. Allavega hafa þær hist nokkrum sinnum og það að hún komi hingað á þessum tíma, það er gríðarlega mikilvægt. Þetta er náttúrulega einn merkilegasti stjórnmálamaður samtímans.“ Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, verður ekki stödd á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna kemur í opinbera heimsókn 4. september næstkomandi. Forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar telur það ekki vera til marks um vanvirðingu því utanríkisráðherrann sé gestgjafinn. Forsætisráðherra sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að hún gæti ekki tekið á móti Pence því hún hefði samþykkt að vera ræðumaður á þingi Norrænu verkalýðssamtakanna á þessum tíma. Hún sæi ekki ástæðu til að breyta dagskránni.Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, og sérfræðingum í alþjóðasamskiptum segir að ekki sé hægt að lesa neitt sérstakt úr ákvörðun forsætisráðherra. „Í sjálfu sér er eðlilegt að þeir sem bjóða leiðtoganum séu þeir sem taka á móti þeim erlendu gestum sem síðan koma þannig að þó að forsætisráðherrann sé ekki á landinu og hún er með sína dagskrá og hefur ýmislegt annað að gera. Það þarf ekki að lesa mikið í það. Utanríkisráðherra er gestgjafinn.“ Málið myndi horfa öðruvísi við ef von væri á sjálfum forsetanum. Það væri náttúrulega annað mál ef að forsætisráðherra væri þá ekki tilbúinn til að taka á móti þjóðarleiðtoga. Það væri náttúrulega svolítið furðulegt þannig að auðvitað er varaforseti annað en forsetaembættið. Pia segir að þjóðir horfi í auknum mæli til Norðurslóða. Aukin hernaðarumsvif á svæðinu séu áhyggjuefni. Það er klárlega verið að setja þetta mikið ofar á listann heldur en verið hefur og það er óskaplega skiljanlegt þegar við lítum í kringum okkur og sjáum hvers lags áskoranir blasa við. Þá er náttúrulega ljóst að það er að færast aukinn þungi í öll mál sem lúta að öryggismálum á Norðurslóðum og við sjáum líka þennan aukna áhuga Bandaríkjamanna á þessu heimasvæði. Uppbyggingin í Keflavík segir náttúrulega sína sögu. Þeir eru að setja töluvert mikið af peningum í, ekki bara viðhald heldur uppbyggingu þar.Vel fór á með Merkel og Katrínu þegar þær hittust í Þýskalandi í mars í fyrra.Vísir/EPAMerkel sé einn merkasti stjórnmálamaður samtímans Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tekur á móti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Pia segir að henni hafi tekist vel að tengjast þjóðarleiðtogum. „Það er mjög mikilvæg heimsókn og mér finnst gaman að sjá hvernig mér sýnist Katrínu hafa gengið mjög vel að tengjast henni. Þær eru ábyggilega orðnar alveg hreint ágætis vinkonur bara, gæti manni dottið í hug. Allavega hafa þær hist nokkrum sinnum og það að hún komi hingað á þessum tíma, það er gríðarlega mikilvægt. Þetta er náttúrulega einn merkilegasti stjórnmálamaður samtímans.“
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira