Vinafundur Davíð Stefánsson skrifar 19. ágúst 2019 07:00 Það fór vel á því að sækja í Hávamál yfirskrift fyrir formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Í Konungsbók Eddukvæða segir „en til góðs vinar liggja gagnvegir, þótt hann sé firr farinn“. Það er alltaf stutt – gagnvegur – til góðs vinar. Í vikunni sækja góðir vinir Ísland heim. Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, funda hér í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Með á fundum verða leiðtogar Álandseyja og Grænlands. Leiðtogarnir ætla að fjalla um nýja framtíðarsýn fyrir norræna samvinnu, umhverfismál, stöðu mannréttinda, norðurslóðir og öryggismál. Sérstaklega er horft til aukins samstarf Norðurlanda og Þýskalands. Norrænt samstarf er okkur mikilvægt. Við getum nánast óhindrað fært okkur á milli landa, til náms, starfa eða atvinnureksturs. Þjóðirnar eru aufúsugestir hver hjá annarri. Það sést á þeim 30 þúsund Íslendingum sem búa á Norðurlöndum og tæpum tvö þúsund Norðurlandabúum sem búa hér. Samstarfið nær inn í nánast öll svið mannlífsins hér. Það hefur staðið svo lengi og svo mikill árangur náðst, að við erum jafnvel hætt að taka eftir því. En samvinna norrænna þjóða er ekki sjálfgefin. Hún er niðurstaða sameiginlegra ákvarðana þjóðanna um náið samtal, virðingu og vináttu. Þetta samstarf frændþjóðanna sést í starfsemi Norðurlandaráðs, sem er þingmannavettvangur í norrænu samstarfi. Það sést einnig í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar, samstarfsvettvangs norrænu ríkisstjórnanna. Í öllum ríkjunum eru reknar samnorrænar upplýsingaskrifstofur, vinnumiðlanir og þjónustur, til að mynda um norrænar rannsóknir. Samstarfið byggir á sögulegum og menningarlegum tengslum þar sem við deilum grunngildum og hagsmunum. Norðurlöndin eru svæði mikils efnahagsstyrks og ríks félagsauðs þar sem allir eiga rétt á að njóta sín. Við sjáum ekki andstæður í öflugri velferð og þróttmiklu atvinnulífi. Við trúum því að brýr séu betri en múrar, að fjölbreytileiki sé styrkur en ekki vanmáttur, og að jafnrétti sé ekki bara réttlætismál heldur afbragðs efnahagsstefna. Við eflum nýsköpun til ábata fyrir náttúru og kröftugt athafnalíf. Við stöndum vörð um lýðræði, réttarríki og mannréttindi. En gagnvegir okkar liggja ekki bara inn á við heldur líka út í heim. Þótt norrænu ríkin teljast smá á heimsmælikvarða hafa þau gott alþjóðlegt orðspor. Saman hafa Norðurlönd lagt sitt af mörkum til alþjóðasamstarfs í þágu friðar, öryggis og umhverfisverndar. Þýskaland er vinaþjóð. Það er því sérstök ástæða til að fagna komu Angelu Merkel kanslara. Norðurlöndin eiga að vinna þétt með Þýskalandi til að takast á við áskoranir óróatíma á alþjóðavettvangi. Það á ekki síst við um varnar- og öryggismál. Saman geta ríkin veitt viðspyrnu þegar sótt er að alþjóðalögum og viðskiptafrelsi. Sterk grunngildi þjóðanna eiga erindi nú þegar öfga- og einangrunaröflum vex ásmegin og lítið er gert úr grundvallarreglum lýðræðis og réttarríkis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Utanríkismál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það fór vel á því að sækja í Hávamál yfirskrift fyrir formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Í Konungsbók Eddukvæða segir „en til góðs vinar liggja gagnvegir, þótt hann sé firr farinn“. Það er alltaf stutt – gagnvegur – til góðs vinar. Í vikunni sækja góðir vinir Ísland heim. Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, funda hér í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Með á fundum verða leiðtogar Álandseyja og Grænlands. Leiðtogarnir ætla að fjalla um nýja framtíðarsýn fyrir norræna samvinnu, umhverfismál, stöðu mannréttinda, norðurslóðir og öryggismál. Sérstaklega er horft til aukins samstarf Norðurlanda og Þýskalands. Norrænt samstarf er okkur mikilvægt. Við getum nánast óhindrað fært okkur á milli landa, til náms, starfa eða atvinnureksturs. Þjóðirnar eru aufúsugestir hver hjá annarri. Það sést á þeim 30 þúsund Íslendingum sem búa á Norðurlöndum og tæpum tvö þúsund Norðurlandabúum sem búa hér. Samstarfið nær inn í nánast öll svið mannlífsins hér. Það hefur staðið svo lengi og svo mikill árangur náðst, að við erum jafnvel hætt að taka eftir því. En samvinna norrænna þjóða er ekki sjálfgefin. Hún er niðurstaða sameiginlegra ákvarðana þjóðanna um náið samtal, virðingu og vináttu. Þetta samstarf frændþjóðanna sést í starfsemi Norðurlandaráðs, sem er þingmannavettvangur í norrænu samstarfi. Það sést einnig í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar, samstarfsvettvangs norrænu ríkisstjórnanna. Í öllum ríkjunum eru reknar samnorrænar upplýsingaskrifstofur, vinnumiðlanir og þjónustur, til að mynda um norrænar rannsóknir. Samstarfið byggir á sögulegum og menningarlegum tengslum þar sem við deilum grunngildum og hagsmunum. Norðurlöndin eru svæði mikils efnahagsstyrks og ríks félagsauðs þar sem allir eiga rétt á að njóta sín. Við sjáum ekki andstæður í öflugri velferð og þróttmiklu atvinnulífi. Við trúum því að brýr séu betri en múrar, að fjölbreytileiki sé styrkur en ekki vanmáttur, og að jafnrétti sé ekki bara réttlætismál heldur afbragðs efnahagsstefna. Við eflum nýsköpun til ábata fyrir náttúru og kröftugt athafnalíf. Við stöndum vörð um lýðræði, réttarríki og mannréttindi. En gagnvegir okkar liggja ekki bara inn á við heldur líka út í heim. Þótt norrænu ríkin teljast smá á heimsmælikvarða hafa þau gott alþjóðlegt orðspor. Saman hafa Norðurlönd lagt sitt af mörkum til alþjóðasamstarfs í þágu friðar, öryggis og umhverfisverndar. Þýskaland er vinaþjóð. Það er því sérstök ástæða til að fagna komu Angelu Merkel kanslara. Norðurlöndin eiga að vinna þétt með Þýskalandi til að takast á við áskoranir óróatíma á alþjóðavettvangi. Það á ekki síst við um varnar- og öryggismál. Saman geta ríkin veitt viðspyrnu þegar sótt er að alþjóðalögum og viðskiptafrelsi. Sterk grunngildi þjóðanna eiga erindi nú þegar öfga- og einangrunaröflum vex ásmegin og lítið er gert úr grundvallarreglum lýðræðis og réttarríkis.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun